Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 19

Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 19
17SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 jafnvel við það að dreifa sér út fyrir skógarmörk- in. Trén voru yfirleitt beinvaxin, oftast einstofna og með gljáandi rauðbrúnan börk, sérstaklega ung tré. Það eru þó einkum laufblöð plantna sem notuð eru til grasafræðilegrar greiningar og þá sér í lagi blað- lögun en hún er talin samsvara fingraförum plantna. Samkvæmt viðurkenndum flórum7,11,15 eru laufblöð birkis eða ilmbjarkar (Betula pubescens) stilkuð, egglaga (breiðegglaga eða tígullaga), gróftennt (oft- ast tvísagtennt), odddregin, fjaðurstrengjótt (neðra borðið ljósara en hið efra og með lítið eða ekkert upphleyptu strengjaneti) og nokkuð hærð. Laufblöð fjalldrapa (Betula nana) eru hins vegar nær kringl- ótt, gróftennt með snubbóttum eða bogstífðum tönnum, hárlaus, stuttstilkuð (mjög stilkstutt eða nærri stilklaus), fjaðurstrengjótt (dökkgræn á efra borði, ljósgræn á hinu neðra, með smágerðu, upp- hleyptu strengjaneti). Auk blaðlögunar má þekkja fjalldrapa af vaxtarlagi en hann er jarðlægur smá- runni með mörgum stuttum greinum og dökkum, gráleitum eða brúnleitum berki. Fjalldrapi sást ekki í Bæjarstaðarskógi og ekki heldur birkiplöntur með blendingsútlit. Slíkt birki er hins vegar algengt í Skaftafelli. Við mátum Bæjarstaðarbirkið sem útlits- lega mjög einsleitt og það tilheyrði augljóslega ilm- bjarkartegundinni B. pubescens. Sýni voru tekin af 15 trjám með um 50 m millibili. Eftirfarandi sýni voru tekin af hverju tré: 5-10 ný út- sprungin brum í festilausn fyrir litningaeinangrun, 5-10 nýmynduð laufblöð þurrkuð með kísilgeli fyrir einangrun á erfðaefni og a.m.k. 30 fullþroskuð lauf- blöð varðveitt með plöstun fyrir mat og mælingar á lögun. Sýnin voru svo meðhöndluð á rannsókn- arstofunni með aðferðum sem þróaðar voru fyrir birkisýni. Nefna má protoplast-aðferð til einangr- unar litninga úr laufblaðafrumum, smásjárgrein- ingar sem nýta flúrljómunartækni5, aðferðir fyrir einangrun erfðaefnis og greiningu erfðabreytileika grænukornaerfðamengja12,16, grasa fræðilega grein- ingu2,13,14 og aðferðir stofnerfðafræði og tölfræði fyrir mat á erfðablöndun13,16. Þessum aðferðum var beitt á sýni af birkiplöntum sem safnað var um allt land2,6,12,13,14,16. Alls var 461 birkiplanta úr 14 skóglendum greind með tilliti til fjölda litninga og skiptust plönturnar í þrjá hópa; 176 tvílitna (38,2%) með 28 litninga í hverri frumu, 44 þrílitna (9,5%) með 42 litninga og 241 ferlitna (52,3%) með 56 litninga13. Á mynd 2 sjást dæmigerðar frumur úr litnunarhópunum þrem- ur. Grasafræðileg greining13 staðfesti að flestar tví- litna plönturnar voru fjalldrapi (B. nana) og flestar ferlitna plönturnar flokkuðust til tegundarinnar B. pubescens (birki, ilmbjörk). Þrílitna birki (skógvið- arbróðir9) hafði hins vegar annaðhvort blendings- útlit eða líktist fjalldrapanum. Allar þær 15 birki- plöntur sem valdar voru á tilviljanakenndan hátt úr Bæjarstaðarskógi reyndust ferlitna eða með 56 litn- inga. Ennfremur flokkuðust þær til tegundarinnar B. pubescens samkvæmt útlitsgreiningu. Hvorki fund- ust tvílitna né þrílitna plöntur í Bæjarstaðarskógi. Hins vegar greindust allir litnunarhóparnir þrír í Skaftafelli en skipting tví-, þrí-, og ferlitna einstak- linga þar var 13:5:1713. Þessu svipaði til birkigróð- urs sem fannst á köldum stöðum, t.d. við Jökulsá í Lóni á Suðausturlandi og í Kaldalóni á norðanverð- um Vestfjörðum. Bæjarstaðarskógur virðist því ekki vera náttúruskóglendi að uppruna. Bæjarstaðarskógur - enginn fjalldrapi og lítil erfðablöndun Eins og lýst hefur verið hér að framan fundust hvorki merki um tilvist skógviðarbróður né fjall- 2. mynd. Litningatölur fjalldrapa (2n=2x=28), skógviðarbróður (2n=3x=42) og birkis (2n=4x=56).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.