Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201224
sem gert er á þessum ráðstefnum (vinnuhelgum) er
skilið eftir sem sýnishorn af því verklagi við húsa-
gerð sem unnið er að hverju sinni. Á þessu svæði er
nú þegar kominn vísir að mjög fjölbreyttu handverki
og húsum sem gefa til kynna hvernig híbýli fólks á
þessu svæði voru til forna fram til vorra tíma. Þarna
eru uppeldishugmyndir John Devy hafðar í heiðri,
þ.e. „learning by doing“. Ævinlega er farið í uppeld-
iskenningar hinna ýmsu fræðimanna og meðal ann-
ars hafa rússneskir uppeldisfræðingar hlotið athygli.
Svo gerðist það að ég fékk skólavist við Hjerleid
haustið 2010 og ætlaði þá að læra tréskurð (með
áherslu á svokallaðan Guðbrandsdals akantus). Ég
var elsti nemandinn, fæddur rétt eftir miðja síð-
ustu öld. Samnemendur mínir voru sumir langt að
komnir, frá Brasilíu og Líbanon, en einnig frá Finn-
landi, Slóvakíu, Íslandi og Noregi. Öll gistum við í
svokölluðum bröggum eða nemendagörðum. Þetta
samfélag gekk furðu vel og námið sóttist vel. Farið
var í skólaheimsóknir víða. Meðal annars var Nið-
arós dómkirkjan skoðuð út frá sjónarmiði þeirra
sem þurfa að halda kirkjunni við og eldsmiðir, stein-
smiðir og fleiri heimsóttir. Gömul hjátrú segir að
þegar Niðarós dómurinn verður fullgerður muni
eitthvað hræðilegt gerast, en það er fyrir því séð
að alltaf vantar einn stein í vegghleðsluna, þannig
að kirkjan er í raun aldrei fullgerð. Þá var farið til
Lom og Vaga, þar sem stafkirkjur voru skoðaðar.
Okkur nemendum bauðst að taka þátt í að losa um
trjárætur eða það sem skilið er eftir þegar skógur er
högginn. Rótunum var safnað saman og fluttar að
skólanum, þær átti síðan að höggva í „tjöremile“ og
brenna (eða svíða ) og fá rennandi tjöru („milebrent
tjöre“) til að bera sem vatnsvörn á það sem smíðað
var hverju sinni á svæðinu. Það er orðin siður að
brenna „mile“ á hverju vori og er boðið sérstaklega
til slíkrar athafnar sem fer fram í byggðarsögugarð-
Bjálkahús með
torfþaki.
Trjástofn í sögun.
Íverustaður
skógarhöggs -
manna. Eldstæði
var haft við
klettavegginn.
Kynskiptur „kamar“. Stórviðarsögin eftir uppbyggingu.