Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 63
61SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
að töluvert í íbætur í grenilundi þar sem þurrara er;
mildar það allt yfirbragð greniskógarins, sem hætt-
ir til að verða dálítið þungbúinn ásýndar. Eins og
plöntulistinn sem hér fylgir ber með sér eiga u.þ.b.
70 tegundir trjáa og runna sér fulltrúa í Drumbodds-
staðalandi. Þær þrífast auðvitað misvel, en margt lif-
ir nú í skjólinu sem ekki þreifst áður. Sumur hafa
verið hlý undanfarinn áratug og skilar það sér í vexti
og viðgangi trjánna. Þó verður þess vel vart að hin
ótímabæru frost sem áður er minnst á setja skorður
við ræktun tegunda sem þurfa langan vaxtartíma eða
eru aðlagaðar hafrænni skilyrðum. Þannig hefur hin
rómaða landgræðsluplanta sitkaelri reynst handónýt
þótt aðrar frænkur hennar dafni vel. Sitkagrenið er
öflugt og er komið í 8 metra þar sem skilyrði eru
góð, en vaxtarlagi þess er stundum ábótavant; það
á það til að toppbrotna um mitt sumar. Hvítsitkag-
renið (sitkabastarður) hefur betra vaxtarlag en vex
eitthvað hægar. Rauðgrenið er fallegast grenitrjáa,
heldur toppi mjög vel og vex alveg prýðilega þar sem
skilyrði eru góð. Það er framtíðartré á þessum slóð-
um með auknu skjóli. Blágrenið vex hægt en örugg-
lega; í köldum, mosavöxnum og blautum hrísmóa
sem ekki hlýnar fyrr en um mitt sumar þrífst ekkert
nema þetta háfjallatré.
Stafafura hefur dafnað vel og er farin að sá sér
víða. Hún þrífst í mögru landi og lifir næstum 100%
þar sem lítil samkeppni er, en á það til að kræklast
illa þar sem snjór leggst á hana. Skagway-kvæmið
vill verða greinamikið, en við því má sjá með því að
planta hæfilega þétt. Lindifuran prýðir með sínum
blágræna lit og silkifura af Balkanskaga gerir það
líka þótt hún sé hér á ystu mörkum mögulegs vaxt-
arsvæðis. Rússalerki er hraðvaxta í æsku hér eins og
annarsstaðar. Það hefur mest verið ræktað til skjóls
og tilbreytingar; þarf að vera á mjög þurru landi,
helst í skriðum eða mel, til þess að ná fallegu lagi;
annars er það kræklótt og margstofna.
Horft til suðausturs í átt að Hvítá. Fjær er asparskógur að vaxa upp úr örgum snarrótarmó og grenitré innanum. Nær
klettum má sjá stafafuru og lerki.