Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 7

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 7
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson 7 .. og nægði ekki til að ná fram marktækum áhrifum á heildarútgjöld sveitarfélagsins. Upphæð útsvars og þjónusta sveitarfélagsins breyttist ekki við sameiningu. Rannsóknir á sameiningum sveitarfélaga í Ástralíu (Drew og Dollery, 2014) – sem á það sam- eiginlegt með Íslandi að vera landfræðilega stórt en dreifbýlt land – benda til þess að aukinn mann- fjöldi eigi einn og sér ekki að vera hvati að sameiningu sveitarfélaga. Raunar sé fylgnin á milli fjölda skráðra fasteigna og þjónustustigs sterkari en fylgnin á milli mannfjölda og þjónustustigs. Það kemur á óvart en gæti tengst því að tölur yfir skráða íbúa séu ekki góðar og fasteignir endurspegli betur þjónustugetu sveitarfélaga. Önnur áströlsk rannsókn (Drew o.fl., 2012) benti til þess að það hagræði sem fjölmennari sveitarfélög í Ástralíu njóta umfram fámennari sveitarfélög skýrist fyrst og fremst af afleiddum áhrifum af meiri þéttleika byggðar (e. population density). Með öðrum orðum þá skapast hagræði af fleiri íbúum per ferkílómeter, frekar heldur en að stjórnsýslueiningin sem slík hafi fleiri íbúa. Aukinn þéttleiki byggðar er sjaldnast sérstakt markmið sameininga og er oft ekki viðeigandi þegar um er að ræða fámenn en landmikil sveitarfélög á Íslandi. Það er þó ekki þar með sagt að hagræði í sameinuðum sveitarfélögum sé alltaf tálsýn. Stað- bundnir og félagslegir þættir virðast hafa áhrif á hversu vel markmið sameininga nást. Rannsóknir sýna að sveitarfélögum sem eru einsleitari (e. community homogeneity) við sameiningu farnist betur (Garlatti o.fl., 2022). Í rannsókn á sameiningu sveitarfélaga í Bandaríkjunum og Taílandi (Lowatch- arin o.fl., 2021) kom fram að sveitarfélögum, þar sem íbúar höfðu sambærilega tengingu (e. at- tachment) og sjálfsmynd (e. identity) við sitt nærumhverfi, gekk mun betur að ná fram tilætluðum markmiðum. Þetta kölluðu höfundarnir „kunnugleikaáhrif“ (e. familiarity effect): Sveitarfélög eru því líklegri til að samþykkja sameiningu við annað sveitarfélag þar sem einhvers konar sameiginleg sjálfsmynd er þegar til staðar. Sameining slíkra sveitarfélaga virtist skila sparnaði, aukinni skilvirkni í stjórnsýslunni og bættri þjónustu við íbúa. Sameining við þær aðstæður skilar mögulega betri árangri vegna þess að auðveldara er að innleiða breytingar í samfélögum sem eru áþekk hvað varðar atvinnulíf og samfélagsgerð, eiga sögu um samstarf og samgangur hafi verið meðal íbúa í gegnum tíðina (Lowatcharin o.fl., 2021). Er áhugavert að velta fyrir sér misjöfnum árangri af sameiningum á Íslandi, t.d. gjörólíkri útkomu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, út frá þessu sjónarhorni (Vífill Karlsson, 2023). Það er til mikils að vinna að huga að félagslegum og jafnvel sálfræðilegum þáttum við sameiningar, en svissnesk rannsókn (Silberstein og Soguel, 2012) komst að þeirri niðurstöðu að samsömun borgaranna með sveitarfélaginu (e. citizen identification) minnkaði eftir sameiningu. Sú hætta ætti að valda mönnum áhyggjum þar sem slík samsömun er einn sterkasti forspárþáttur lýð- ræðislegrar og samfélagslegrar þátttöku (Richey, 2011). Sem fyrr segir er viðfangsefni þessarar greinar að bera saman ánægju íbúa í dreifbýli sveitar- félaga með sterkan þjónustukjarna annarsvegar og hins vegar hreinum dreifbýlissveitarfélögum. Höfundar þessarar greinar vita ekki til þess að sambærileg rannsókn hafi verið framkvæmd hérlendis eða erlendis. Á Íslandi eru nú þó nokkuð mörg sameinuð sveitarfélög þar sem dreifbýlissveitarfélög hafa sameinast stærri bæ eða þjónustukjarna (t.d. Borgarbyggð, Húnaþing vestra, Vesturbyggð o.fl.). Er því til nokkurs að vinna fyrir fræðasamfélagið og hagaðila, íbúa, ríki og sveitarfélög að rannsaka hvernig slíkar sameiningar skila sér í þjónustu við íbúa í dreifbýlinu samanborið við íbúa í sambæri- legu dreifbýli í sjálfstæðu sveitarfélagi. Gögn og aðferðir Gögn rannsóknarinnar fengust í íbúakönnunum landshlutanna sem framkvæmdar voru 2016, 2017 og 2020. Kannanirnar voru lagðar fyrir með sama hætti þessi árin. Byggðastofnun og öll landshluta- samtök, nema Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stóðu fyrir framkvæmd hennar árið 2020 en bara fimm landshlutasamtök stóðu að könnuninni 2016 og 2017. Byggt var á tilviljunarkenndu úrtaki úr Þjóðskrá nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem þátttakendum var safnað með snjóboltaað- ferðinni. Einnig var flestum innflytjendum safnað með snjóboltaaðferðinni. Haft var samband við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.