Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 66
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum
66 ..
Stúlkur fundu frekar til vanlíðanar (M = 11,9) en piltar (M = 9,1) F(1, 787) = 25,9, p < 0,01 og
einnig reyndust stúlkur á höfuðborgarsvæði (M = 13,1) finna oftar til vanlíðanar en stúlkur á Vestur-
og Norðurlandi (M =10,3), F(2, 204) = 4,70, p < 0,05. Ekki var marktækur munur á líðan pilta eftir
búsetu. Unglingar í 8. bekk á höfuðborgarsvæði fundu oftar til vanlíðanar (M =11,5) en á unglingar
sem búsettir voru á hinum tveimur svæðunum (M = 7,4 og 7,3), F(2, 151) = 8,66, p<0,01 en ekki
fannst munur á líðan í 9. og 10. bekk eftir svæðum.
Mæling á efnahag fjölskyldu eftir FAS-kvarðanum sýndi heldur hærra meðaltal á höfuðborgar-
svæði (M = 9,4) en á öðrum svæðum og var sá munur marktækur miðað við Vestur- og Norðurland
(M = 8,8), F(2, 451) = 6,47, p < 0,01. Að lokum reyndust unglingar að jafnaði eiga fleiri íslenska
vini (M = 8,3) en vini sem höfðu erlendan uppruna (M = 4,2) eða vini sem þeir höfðu eingöngu sam-
skipti við í gegnum netið (M = 3,7). Þarna fannst einungis marktækur munur á meðalfjölda vina af
erlendum uppruna en þeir reyndust fleiri á höfuðborgarsvæði (M = 4,2) en á Vestur- og Norðurlandi
(M = 3,1), F(2, 448) = 8,05, p < 0,01.
Tafla 3 sýnir niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar á tengslum sállíkamlegra umkvartana við
kyn, aldur (árgang), efnahag fjölskyldu og fjölda vina. Með því er leitast við að svara seinni tveimur
rannsóknarspurningunum sem beindust að tengslum þessara þátta við líðan unglinga. Stjörnumerkt-
ar tölur gefa til kynna marktæk tengsl við 95 eða 99% öryggismörk. Viðmiðunarhópur fyrir búsetu-
svæði er höfuðborgarsvæðið, fyrir kyn eru það piltar og fyrir árgang eru 8. bekkingar til viðmiðunar.
Tafla 3. Þrepaskipt línuleg fjölbreytuaðhvarfsgreining á sállíkamlegum umkvörtunarefnum.
Sállíkamlegar umkvartanir
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
B (SV) B (SV) B (SV) B (SV)
Fasti 11,4 (0,4) 8,6 (0,6) 17,5 (1,5) 17, 3 (1,5)
Byggðasvæði
Suðurnes -1,9 (0,7)** -1,9 (0,7)** -1,8 (0,6)** -1,9 (0,8)*
Vestur- og Norðurland -1,8 (0,7)** -1,9 (0,7)** -2,4 (0,7)** -1,1 (0,9)
Kyn
Stúlka 3,1 (0,6)** 2,9 (0,5)** 2,9 (0,5)**
Árgangur
9. bekkur 1,4 (0,7)* 1,3 (0,7) 1,4 (0,7)*
10. bekkur 2,2 (0,7)** 1,9 (0,6)** 1,9 (0,6)**
Efnahagur fjölskyldu
FAS -0,8 (0,1)** -0,8 (0,1)**
Fjöldi vina
Íslenskur uppruni -0,2 (0,1)** -0,2 (0,1)**
Erlendur uppruni -0,0 (0,1) -0,1 (0,1)
Eingöngu samskipti við á neti 0,3 (0,1)** 0,4 (0,1)**
Samvirkni
Suðurnes * netvinir 0,1 (0,16)
Vestur- og Norðurland * netvinir -0,3 (0,2)*
R2 0,01 0,06 0,16 0,17
* Marktæk tengsl miðað við < 0,05
** Marktæk tengsl miðað við < 0,01