Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 135

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 135
Hjördís Sigursteinsdóttir 135 .. félagslegur stuðningur frá vinnufélögum og yfirmanni voru verndandi þættir gagnvart vinnutengdri streitu, sérstaklega almenn starfsánægja en yfirvinna jók á streituna. Þær niðurstöður eru í takt við aðrar rannsóknir á neikvæðum áhrifum vinnutengdra streituvalda á almenna líðan (Anderson o.fl., 2023; Fang o.fl., 2021; Hirschl og Gondim, 2020; Seinsche o.fl., 2023; Van der Heijen o.fl., 2017). Hafa ber í huga að rannsóknin var framkvæmd á vordögum 2021 þegar COVID-19 faraldurinn var enn viðvarandi þannig að ætla má í ljósi rannsóknarniðurstaðna á áhrifum efnahagskreppunnar 2008 á líðan starfsfólks sveitarfélaga (sjá t.d. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteins- dóttir, 2015, 2019, 2022; Hjördís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2015) þá muni líðanin eiga eftir að versna enn frekar enda kemur efnahagssamdráttur á heimsvísu niður á heilsufari ekki síður en efnahagi (Marmot og Bell, 2009). Upplýsingar um hallarekstur stærstu sveitarfélag- anna fjórða árið í röð vekja ekki vonir um breytingar til batnaðar á vinnuumhverfi starfsfólksins því eins og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir (2022) benda á þá versnaði líðan starfsfólks í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögunum fyrstu árin eftir efnahagshrunið 2008 en þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna vænkaðist á ný þá hafði það áhrif á vinnuumhverfið og líðan starfs- fólksins batnaði í kjölfarið. Að þeirra mati er það ekki tilviljun að verri líðan á vinnustað hafi haldist í hendur við þann fjárhagslega samdrátt sem átti sér stað hjá sveitarfélögunum á árunum 2010-2013 heldur sýni það álagið og óvissuna sem slíkt ástand skapar á vinnustöðum. Eins og fram kom í máli formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga má að hluta til rekja íþyngjandi hallarekstur sveitarfélag- anna til COVID-19. Því er spurning hvort að áhrifa af COVID-19 á rekstrarumhverfi sveitarfélag- anna komi til með að leiða til verra vinnuumhverfis fyrir starfsfólk á komandi árum og meiri streitu, sérstaklega í þeim sveitarfélögum þar sem fjárhagsstaðan er veik og jafnvel auknar veikindafjarvistir eins og gerðist eftir kreppuna (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir, 2014; Hjör- dís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2015) og rannsókn Pereira o.fl., (2022) sýnir sem afleiðingu COVID-19 faraldursins á opinbert starfsfólk. Rannsóknir sýna líka að þegar fjárhags- erfiðleikar steðja að skipulagsheildum þá leitast þau við að draga úr kostnaði við starfsmannahald (Gandolfi, 2008; Greenhalgh og Rosenblatt, 2010; Östhus og Mastekaasa, 2010). Leiða má líkum að því að það muni sum íslensk sveitarfélög einnig gera enda er launakostnaðurinn stærsti einstaki útgjaldaliður þeirra. Slíkt getur falið í sér enn meira álag á starfsfólk sem heldur vinnunni með til- heyrandi áhrifum á heilsu og líðan á starfsfólksins á vinnustaðnum og vinnuumhverfið. Niðurstöðurnar sýna einnig að starfsfólkið í rannsókninni var almennt ánægt í starfi og taldi sig fá góðan félagslegan stuðning bæði frá yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það er mjög jákvætt þar sem nýlegar rannsóknir sýna mikilvægi ánægju í starfi og tengslin við félagslegan stuðning yfir- manna og vinnufélaga (Kurcharska og Bedford, 2019; Mérida-López o.fl., 2019; Ng og Sorensen, 2008; Pinna o.fl., 2020) og áhrif á almenna vellíðan (Yuh og Choi, 2017). Stærsti forspárþátturinn fyrir vinnutengda streitu var starfsánægja sem kemur ekki á óvart þar sem starfsánægja er einn af lykilþáttum í vellíðan á vinnustað. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að hlúa vel að þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á starfsánægju í því augnamiði að draga úr vinnutengdri streitu. Helsta takmörkun rannsóknarinnar er að hér er aðeins horft á einn mælipunkt (árið 2021) sem lýsir vinnutengdri streitu, starfsánægju og félagslegum stuðningi frá yfirmönnum og vinnufélögum á þeim tíma. Mikilvægt er að halda mælingum áfram og skoða þróun vinnutengdrar streitu yfir tíma og skoða fleiri þætti í vinnuumhverfinu sem tengjast streitu. Þá er gott að hafa í huga JD-R álags og bjargráðalíkanið og þeim þáttum sem geta verndað starfsfólk fyrir áhrifum mikilla starfskrafna (Schaufeli, 2017) og streituvöldum (Hirschi og Gondim, 2020). Skoða mætti til dæmis þætti eins og starfshvatningu og jákvæðan starfsanda (Anderson o.fl., 2023, Seinsche o.fl., 2023), tækifæri til starfsþróunar (Borzaga og Tortia, 2006; Wright og Davis, 2003), sjálfræði í starfi og stjórnunarhætti (WHO, 2020). Einnig má benda á að vinnustaðir sveitarfélaganna eru margir hverjir mjög ólíkir og störfin ólík. Til að mynda er vinnuumhverfi og vinnuskipulag starfsfólks í framkvæmdadeild ólíkt hjá þeim sem starfa í grunnskólum og leikskólum eða í stjórnsýslunni í skrifstofuvinnu. Frekari greining á gögnunum með þetta í huga er æskileg og skoða hvort vinnutengd streita, starfsánægja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.