Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 59

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 59
Eyrún María Rúnarsdóttir 59 .. Áhrif umhverfis á líðan og lífsgæði Ólík búsetuskilyrði skapa einstaklingum aðstæður fyrir mismunandi reynsluheim. Hér er leitast við að gefa yfirlit um búsetuskilyrði sem athygli er beint að í rannsóknum þegar ánægja og líðan íbúa er skoðuð. Áhersla er lögð aðstæður og reynsluheim unglinga. Fjallað er um umhverfi þeirra með hlið- sjón af einkennum byggða og félagslegu umhverfi svo sem menntun og efnahag foreldra. Í könnun á búsetugæðum sem lögð var fyrir íbúa í íslenskum byggðakjörnum þar sem færri en tvö þúsund íbúar bjuggu, kom fram ánægja hjá meirihluta svarenda. Meðal annars var náttúra ríkur þáttur í ánægju íbúa og áformum um áframhaldandi búsetu í byggðakjarnanum; hreint loft, kyrrð og lítil umferð en einnig lítil hætta á afbrotum. Sterk tengsl við fjölskyldu og vini stuðluðu einnig að byggðafestu ásamt atvinnu og húsnæði. Í sömu könnun var helsta ástæða fyrirætlana um brott- flutning betri atvinnutækifæri annars staðar, bætt aðgengi að menningu og afþreyingu, verslun og heilbrigðisþjónustu. Tækifæri barna svo sem til menntunar eða íþrótta- og tómstundastarfs voru einnig lóð á vogarskálarnar í þeirri ákvörðun (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2019). Íbúakönnun frá 2020 staðfestir þá mynd sem hér er dregin upp af mikilvægi náttúru. Náttúra og friðsæld þóttu mikilvæg búsetuskilyrði en könnunin leiddi einnig í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðis og Reykjanesbæjar voru síst hamingjusamir og að mestu hamingjuna var að finna í Vestmannaeyjum og í Snæfellsbæ (Vífill Karlsson og Helga María Pétursdóttir, 2021). Yngra fólk í minni byggðalögum nefnir gjarnan að það myndi auka lífsgæði þeirra að hafa betra aðgengi að menningu, verslun og íþróttaaðstöðu (Krefis et al., 2018). Misvísandi niðurstöður er að finna um líðan og lífsánægju ungmenna í þéttbýli miðað við strjál- býli. Til dæmis komust Boraita og félagar (2022) að því að ungmenni strjálli byggða á Spáni mátu heilsutengd lífsgæði sín betri en ungmenni í borgum og meiri hætta var á geðvanda hjá ungmennum sem bjuggu í borg. Í sænskri rannsókn kom fram að streita og vanlíðan var algengari meðal ungra kvenna í borgum en í strjálbýli (Jonsson o.fl., 2019). Á hinn bóginn fundu Rees og félagar (2017) engan mun á lífsánægju og sálrænni velferð barna í Kóreu, Rúmeníu og Argentínu hvort sem þau bjuggu í borg eða smærri byggðalögum. Suðurafrísk börn í strjálbýli voru ánægðari með líf sitt en borgarbörn. Við leit fannst lítið sem ekkert af sambærilegum rannsóknum á líðan íslenskra barna eða unglinga eftir búsetu í borg eða strjálbýli. Sú umfjöllun sem helst snerti heilsu og lífskjör ung- menna eftir búsetu beindist að hreyfingu og holdafari. Sem dæmi um það eru vísbendingar um meiri hreyfingu meðal barna á höfuðborgarsvæði miðað við börn í bæjum og sveitum (Kristján Þór Magnússon o.fl., 2011). Víða er menntunarstig íbúa utan borga lægra og efnahagsleg staða lakari (Rees o.fl., 2017). Hér á landi sýndu gögn Hagstofu Íslands frá árinu 2021 hærra hlutfall háskólamenntaðra á aldrinum 25–64 ára á höfuðborgarsvæðinu (50%) en á landsbyggðunum (30%) (Hagstofa Íslands, 2022). Lítill mun- ur er á mati íbúa á fjárhagsvanda og framfærslu milli byggðalaga sé miðað við íbúakönnun frá 2020 þar sem svör frá íbúum 25 landsvæða voru borin saman. Þegar litið er til launa fannst nokkur munur og komu höfuðborgarsvæði, Fjarðabyggð, Suðurfirðir og Vestmannaeyjar best út (Vífill Karlsson og Helga María Pétursdóttir, 2021). Séu þessar vísbendingar settar í samhengi við lífsskilyrði ungs fólks í borg og bæjum má teljast jákvætt að ekki halli á nein byggðalög í mati fullorðinna á fjár- hagsvanda og framfærslu en lægra menntunarstig á landsbyggðunum gæti haft neikvæð áhrif til að mynda á hvata og tækifæri ungmenna til að sækja sér menntun. Tengsl heilsufars og efnahagsstöðu eru almennt á þann veg að þeir sem hafa minna milli hand- anna meta heilsu sína jafnframt lakari (Lund o.fl., 2018; Svandís Nína Jónsdóttir, 2022) Samfélags- legur ójöfnuður lífsgæða hallar yfirleitt frekar á strjálbýlið og kemur niður á heilsufari og lífslíkum (Probst o.fl., 2018). Þetta skiptir máli fyrir velferð ungs fólks en félagsleg og efnahagsleg staða foreldra tengist tækifærum og velferð barna (Rees o.fl., 2017). Í samanburði Evrópulanda er hlutfall barna sem búa við skort á efnislegum gæðum lægst á Íslandi eða 4,6%. Meðaltal fyrir ríki Evrópu- sambandsins er 14,7%. Árið 2021 bjuggu um 2% barna á höfuðborgarsvæðinu við efnislegan skort
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.