Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 3
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 3–25
© höfundar 2023. Tengiliður: Bjarki Þór Grönfeldt, bjarkig@bifrost.is
Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Sameiningar hreinna
dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
Bjarki Þór Grönfeldt, lektor Háskólinn á Bifröst
Vífill Karlsson, prófessor Háskólinn á Bifröst
ÚTDRÁTTUR: Kannað var hvort munur væri á ánægju íbúa hreinna
dreifbýlissveitarfélaga annars vegar og íbúa í dreifbýli blandaðra sveitar-
félaga hins vegar með þjónustu sveitarfélagsins. Blandað sveitarfélag er
sveitarfélag þar sem búsetu er að finna bæði í dreifbýli og þéttbýli. Fræði-
lega séð á fjölmennara sveitarfélag að geta veitt betri þjónustu, en íbúar í
dreifbýli hafa gjarnan áhyggjur af því að byggðalagið verði jaðarsett innan
sameinaðs sveitarfélags. Því er mikilvægt að skoða hvort dreifbýlissam-
félög njóti þess að vera hluti af hagstæðari heild eða verði enn afskiptari
út frá ýmsum kenningum kjarna og jaðars varðandi úthlutun gæða. Gögn
úr íbúakönnunum landshlutanna 2016, 2017 og 2020 voru greind með að-
hvarfsgreiningu. Íbúar í dreifbýli blandaðra sveitarfélaga og íbúar hreinna
dreifbýlissveitarfélaga höfðu svipað viðhorf til sveitarfélags síns almennt,
en meiri dreifni í svörum íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga gefur til
kynna að afstaða þeirra sé ólíkari innbyrðis. Þegar skoðaðir voru einstaka
þættir í þjónustu sveitarfélagsins blasti við skýrt mynstur: Íbúar hreinna
dreifbýlissveitarfélaga voru marktækt óánægðari með skipulagsmál, fé-
lagsþjónustu, tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar og gæði unglinga-
starfs. Íbúar hreinna dreifbýlisveitarfélaga voru almennt ánægðari með
þjónustu síns sveitarfélags ef þau ráku ekki eigin skóla en þau dreifbýlis-
sveitarfélög sem það gerðu voru með marktækt óánægðari íbúa gagnvart
ýmissi annarri þjónustu. Mikilvægt er að niðurstöður rannsókna verði
kynntar íbúum hreinna dreifbýlissveitarfélaga.
LYKILORÐ: Sameiningar sveitarfélaga – Þjónusta sveitarfélaga –Dreif-
býli – Þéttbýli – Neytendur
ABSTRACT: This study investigates differences in satisfaction between
residents of purely rural and mixed municipalities. A mixed municipality
comprises of both rural and urban residential areas. Theoretically, more
populous municipalities provide better services, but many rural residents
express concerns that their area might become marginalised within an
amalgamated municipality. Therefore, it is important to examine if ru-