Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 13
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson
13 ..
Í öðru lagi voru íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga marktækt óánægðari með fjóra af fimm
þáttum innan félagsþjónustu: Þjónustu við aldraða, dvalarheimili, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og
þjónustu við innflytjendur (Tafla 5). Stikalausu prófin bentu til að munurinn væri líka marktækur á
milli hópanna en dreifni svaranna var ekki nógu einsleit í tilfelli þjónustu við fatlaða, fólk í fjárhags-
vanda og innflytjendur. Hér er vísað til þess að misdreifni getur verið vandamál í aðhvarfsgreiningu
en vísbendingar um hana er að finna í t-prófinu (sjá Levene´s próf).
Tafla 5. Niðurstöður þátta er tengjast félagsþjónustu
Skýribreytur (Líkan 5)
Aldraðir
(Líkan 6)
Dvalarheimili
(Líkan 7)
Fatlaðir
(Líkan 8)
Fjárhagsvandi
(Líkan 9)
Innflytjendur
Aldur 1,49 (2,87)** 1,34 (2,14)** 0,92 (-0,59) 0,77 (-1,60) 0,49 (-4,69)***
Börn á heimili 1,00 (-0,04) 0,90 (-1,10) 1,02 (0,25) 1,27 (2,18)** 0,98 (-0,22)
Býr einn/ein/eitt 1,02 (0,11) 0,98 (-0,15) 1,07 (0,48) 0,93 (-0,49) 0,99 (-0,10)
Íbúar 1,01 (0,11) 1,17 (3,18)*** 1,19 (3,47)*** 0,81 (-3,78)*** 0,97 (-0,59)
Kyn, (karl = 1) 0,97 (-0,36) 0,94 (-0,74) 1,10 (1,11) 1,02 (0,16) 1,18 (1,80)*
Menntunarstig 1,02 (0,75) 0,98 (-0,78) 1,02 (0,65) 1,05 (1,68)* 0,90 (-3,96)***
Uppruni (erlendur =1) 0,73 (-1,80)* 0,85 (-0,94) 0,91 (-0,52) 0,64 (-2,24)** 0,46 (-4,17)***
Árið 2020 1,43 (4,37)*** 1,06 (0,71) 1,38 (3,79)*** 1,17 (1,57) 1,39 (3,63)***
Hrein sveit 0,60 (-3,45)*** 0,78 (-1,68)* 1,02 (0,13) 0,59 (-2,93)** 0,70 (-2,08)**
Fjöldi athugana 2114 2082 1972 1835 1919
LR-próf, chi2 58,07*** 40,47*** 36,58*** 37,85*** 66,62***
Pseudo R2 0,0103 0,0068 0,0071 0,0095 0,015
T-prófb) <0,001 <0,001 <0,001 a) <0,001a) <0,001a)
Mann-Whitneyb) <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001
Raðkvarðalíkani var beitt og gögnin eru frá 2016, 2017 og 2020. Stuðlarnir eru líkindahlutfall (e. odds ratio) og í sviga eru z-gildi. * stenst
10% marktektarkröfu, ** stenst 5% marktektarkröfu, *** stenst 1% marktektarkröfu. Til hliðsjónar var Mann-Whitney og T-próf líka
framkvæmd til að sjá hvort það staðfesti mun á afstöðu þessara tveggja samfélaga sem til skoðunar voru en einnig framkvæmt Levene‘s
próf fyrir dreifni í mati á gæðum þáttanna milli samfélaganna. a) Levene‘s próf er marktækt (p < ,05), ögrar forsendunni um einsleita
dreifni b) p-gildi notuð. LR (e. likelihood ratio) er próf á líkanið í heild sambærilegt F-gilda prófi í línulegri aðhvarfsgreiningu og hér er
birt kíkvaðratgildi.
Í þriðja lagi voru hrein dreifbýlissamfélög óánægðari með tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar
og gæði unglingastarfs þegar horft var til þátta sem tengjast fræðslu-, uppeldis, íþrótta- og æskulýðs-
málum en munurinn var ekki marktækur varðandi gæði grunnskóla og leikskóla (Tafla 6). Stikalausu
prófin bentu öll til þess að munur væri á afstöðu hópanna varðandi alla þætti nema gæði grunn- og
leikskóla, en dreifing svaranna hefði mátt vera jafnari á milli þeirra í öllum tilvikum nema gæði
unglingastarfs.