Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 149
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt
149 ..
Óháðu breytum líkananna má skipta í fimm flokka:
1. Bakgrunnsbreytur. Þeim er ætlað að draga fram mun á einstaklingum sem gætu haft áhrif á
launamyndun þeirra annað hvort út frá hreinum færniþáttum eða þekktum þáttum sem leitt
hafa til launamismununar eins og t.d. kyns (Tafla 2).
2. Atvinnugreinar. Þessum breytum er ætlað að greina mismunandi fylgni eftir atvinnugrein-
um sem gæti verið til staðar eins og t.a.m. í launum. Sem dæmi er þekkt að sjávarútvegur
á Íslandi greiðir hærri laun en ferðaþjónustan. Ástæðuna getur verið að finna í afkomu
greinanna eða ólíkum kjarasamningum. Í atvinnugreinaflokkuninni var þess gætt að ná
örugglega atvinnugreinum þar sem innflytjendur eru fjölmennir (Tafla 3).
3. Starfsgreinar eru þriðji flokkurinn og eiga það til eins og atvinnugreinar að draga skil í
launaþróun og ýmsu öðru er tengist stöðu á vinnumarkaði. Dæmi um þetta er verkamaður
og stjórnandi sem gætu verið að fá mjög ólík laun innan sömu atvinnugreinar. Þær voru því
settar inn sem óháðar breytur í öll líkönin (Tafla 4).
4. Staðir. Þessum breytum er ætlað að nema áhrif sem rekja má til stærðar staðanna eða stað-
bundna vinnumarkaðarins. Samkvæmt kenningum um borgarhagræði geta fyrirtæki í þétt-
býli skilað betri afkomu en þau sem starfa í dreifbýli. Þeim mun fjölmennari sem byggða-
kjarnar eru þeim mun betri afkoma. Sömu kenningar gefa til kynna að þetta geti skilað sér
í hærri launum. Þess vegna eru þessar breytur hafðar með (Tafla 5).
5. Menntun. Laun geta og eru gjarnan mismunandi eftir menntun launþeganna. Gögnin buðu
upp á fimm mismunandi menntunarbreytur; stutt starfsnám, próf í iðngrein, stúdentspróf,
bakkalárgráða á háskólastigi og meistaragráða á háskólastigi eða meira (Tafla 6).
Nánari sundurliðun þessara þátta er að finna í kaflanum yfir gögnin.
Niðurstöður
Í þessum kafla er að finna greiningu á niðurstöðum 12 aðhvarfsgreiningarlíkana sem byggja öll á
formúlu 1, nema Líkön 9 og 10. Niðurstöðurnar byggja mikið á túlkun á stuðlum, formerki þeirra og
marktækni. Stuðlarnir mæla fylgni á milli viðkomandi óháðu breytu og háðu breytunnar sem getur
verið jákvæð eða neikvæð og með mismikilli marktækni. Í Líkönum 1-8 og 11 og 12 er neikvæð
fylgni á milli viðkomandi óháðu breytu og þeirrar háðu ef stuðullinn er minni en 1, annars er fylgnin
jákvæð. Stuðull upp á 1,02 bendir til þess að háða breytan hækki um 2% ef óháða breytan hækkar
um eina einingu. Stuðull upp á 0,98 bendir hins vegar til þess að háða breytan lækki um 2% þegar
óháða breytan hækkar um eina einingu. Nú er breytan sjávarútvegur leppbreyta (1 ef viðkomandi
starfar í sjávarútvegi, annars 0). Hún er marktæk upp á 1,68 gagnvart launum í Líkani 1. Það þýðir
að sá sem starfar í sjávarútvegi er 68% líklegri til að vera ánægðari með laun sín en fólk í öðrum
atvinnugreinum.
Líkön 9 og 10 eru hefðbundin aðhvarfsgreining og túlkunin í samræmi við það þar sem formerki
stuðlanna segir til um hvort fylgnin er jákvæð eða neikvæð á milli háðu breytunnar og viðkomandi
óháðu breytu en annars keimlík þeirri sem hér hefur verið lýst og byggir því á stuðlum, formerkjum
og marktækni.
Greiningin hefst á umfjöllun og túlkun á niðurstöðum líkananna m.t.t. þess hvort Íslendingar
og innflytjendur njóti borgarhagræðis, síðan er skoðað hvort þessir hópar njóti velgengni tveggja
atvinnugreina. Næst er fjallað stöðu innflytjenda og Íslendinga innan atvinnugreina sem eru ýmist
ríkjandi á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu. Að lokum er farið yfir niðurstöður ánægju með
búsetu. Rifjum upp að munurinn á launum og tekjum felst í því að launin (launatekjur) lýsa ánægju
þátttakenda með laun sín en í tekjum voru menn beðnir um að gefa þær upp í krónum án tillits til
þess hversu ánægðir menn væru.
Eins og greint var frá í kaflanum um aðferðir þá eru þættirnir skoðaðir tvisvar sinnum með
tveimur sjálfstæðum líkönum. Fyrst gagnvart öllum þátttakendum könnunarinnar þar sem innflytj-
endur eru einkenndir með leppbreytu (sbr. Líkan 1, 3, … , 11). Það er gert til að draga fram muninn