Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 134
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum
134 ..
færri stig á streitukvarðanum (beta = -2,724, p < 0,05). Næst mestu áhrifin á vinnutengda streitu var
fjöldi unninna yfirvinnustunda, sérstaklega yfirvinna í 11 stundir eða meira (beta = 1,566, p < 0,05)
þannig að þeir sem unnu meiri yfirvinnu mældust með hærri stig á streitukvarðanum. Fjárhagsstaða
sveitarfélags hafði meiri áhrif á vinnutengda streitu (beta = 0,692, p < 0,05) en það hvort sveitarfélag
væri staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni (beta = 0,4213, p < 0,05) að teknu tilliti til
bakgrunnsþátta, starfsánægju og félagslegs stuðnings frá yfirmönnum og vinnufélögum. Þetta þýðir
að fjárhagsstaða sveitarfélags hefur meiri áhrif á fjölda stiga á streitukvarðanum en það hvort að
sveitarfélagið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.
Tafla 4. Forspárþættir vinnutengdrar streitu
Líkan 1 Líkan 2 Líkan 3 Líkan 4 Líkan 5 Líkan 6
Fasti 17,081** 29,936** 33,104** 32,704** 32,770** 31,867**
Kyn – kona 1,105** 1,263** 1,367** 1,381** 1,383** 1,415**
Aldur -0,139** -0,136** -0,146** -0,147** -0,147** -0,146**
Hjúskaparstaða – einhleypir 1,015** 1,116** 1,124** 1,134** 1,119** 1,138**
Starfsaldur – 6-10 ár 1,033** 0,542 0,451 0,451 0,470 0,475
Starfsaldur – 11-20 ár 0,581* 0,610* 0,584* 0,566* 0,611* 0,579*
Starfsaldur – 21 ár eða lengur -0,003 -0,034 0,002 -0,032 -0,006 -0,079
Staða – sérfræðistarf 0,371 0,625 0,402 0,415 0,392 0,416
Staða – stjórnunarstarf -0,329 0,091 -0,033 -0,015 -0,054 -0,023
Fjöldi yfirvinnutíma – 1-5 klst. 0,557* 0,820** 0,761* 0,787* 0,756* 0,808**
Fjöldi yfirvinnutíma – 6-10 klst. 0,789* 0,886* 0,724* 0,735* 0,742* 0,770*
Fjöldi yfirvinnutíma – 11 klst. eða fleiri 1,386* 1,276* 1,446* 1,465* 1,511* 1,566**
Almenn starfsánægja -3,209** -2,722** -2,715** -2,736** -2,724**
Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum -0,743** -0,747** -0,757** -0,769**
Félagslegur stuðningur frá yfirmönnum -0,412* -0,410* -0,373* -0,358*
Staðsetning – landsbyggð 0,204 0,421*
Fjárhagsstaða – veik 0,563* 0,692**
Leiðrétt R2 0,070 0,208 0,223 0,223 0,225 0,226
Ath: * p<0,05; ** p<0,001
Umræður
Gott vinnuumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað og góðum starfsanda. Vellíðan í vinnu
tengdist upplifun starfsfólks á því að starf þeirra sé mikilvægt og gefandi. Tilgangur rannsóknarinnar
var að skoða vinnuumhverfi starfsfólks íslenskra sveitarfélaga út frá vinnutengdri streitu, starfs-
ánægju og félagslegum stuðningi yfirmanna og vinnufélaga. Leitast var við að fá upplýsingar um
hvort fjárhagstaða sveitarfélags eða staðsetning þess á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni hafi
áhrif á líðan og vinnuumhverfi starfsfólks sveitarfélaganna. Þegar á heildina er litið sýndu niðurstöð-
urnar að meirihluti starfsfólks sem tók þátt í rannsókninni var haldið vinnutengdri streitu þar sem
55,3% þeirra mældist yfir viðmiðunum fyrir vinnutengda streitu. Niðurstöðurnar sýna einnig að
fjárhagsstaða sveitarfélaganna reyndist forspárþáttur fyrir vinnutengda streitu þannig að starfsfólk
í sveitarfélögum með veika fjárhagsstöðu mældist með meiri vinnutengda streitu að teknu tilliti til
bakgrunnsþátta þátttakenda, starfsánægju og félagslegs stuðning frá yfirmönnum og vinnufélögum.
Þessar niðurstöður gefa til kynna að á vinnustöðum sveitarfélaga með veika fjárhagsstöðu þá líður
starfsfólkinu verr á vinnustaðnum. Staðsetning sveitarfélags var einnig forspárþáttur fyrir vinnu-
tengda streitu þegar einnig var tekið tillit til fjárhagstöðu sveitarfélags þannig að starfsfólk í sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu mældist með minni vinnutengda streitu. Sjá má að starfsánægja og