Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 164

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 164
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík 164 .. endahópa hætta hinir innfæddu svo að líta á innflytjendahópinn sem utanaðkomandi. Af þessu öllu leiðir svo að aðskilin búseta innflytjenda er tímabundið ástand. Hið almenna aðlögunarsjónarhorn gerir ráð fyrir því að innflytjendur vilji aðlagast nýju sam- félagi að fullu. Kenningar um sértæka aðlögun gera það ekki. Samkvæmt slíkum kenningum velja innflytjendur að hvaða marki þeir aðlagast nýju samfélagi og hvaða þáttum þess samfélags þeir að- lagast. Oftar en ekki leggja innflytjendur áherslu á að aðlagast atvinnulífinu og völdum samfélags- legum þáttum en kjósa að varðveita hluta af menningararfi sínum, hefðum og venjum (Gibson, 2001; Portes og Rambaut, 2001). Rannsóknir benda til þess að það hafi jákvæð áhrif á lífsgæði innflytjenda að hafa stjórn á að- lögun sinni að nýju samfélagi (Lee og Zhou, 2015). Af því leiðir meðal annars að það er ekki sjálf- gefið að aðskilin búsetumynstur innflytjendahópa og innfæddra séu tímabundin. Þvert á móti geta það verið hagsmunir innflytjenda að safnast saman á tilteknum búsetusvæðum til að viðhalda vissum menningareinkennum og njóta stuðnings frá tengslaneti innflytjenda af sama uppruna (Lee og Zhou, 2004). Þá hefur samsöfnun innflytjenda af tilteknum uppruna á ákveðnum svæðum áhrif á nýja innflytjendur af sama uppruna. Slíkir innflytjendur fá upplýsingar um tækifæri á húsnæðismarkaði frá einstaklingum sem hafa þegar flutt til landsins sem um ræðir en þekking þeirra síðarnefndu tak- markast oftar en ekki við þau svæði sem þeir hafa reynslu af (Sampson, 2012). Að auki þess getur það auðveldað nýjum innflytjendum flutninginn að setjast að á svæði þar sem er mikið af fólki með sama uppruna. Samkvæmt kenningum um lagskipta aðlögun ráðast afdrif innflytjenda einkum af þeim björgum sem þeir koma með til nýs lands. Einstaklingum sem koma frá landi með skylda menningu og/eða tungumál, hafa menntun sem er tekin gild í nýja landinu, eru með sama húðlit og innfæddir og hafa sterkan fjárhagsstöðu er gjarnan betur tekið. Það veitir þeim svo aukin færi á að falla inn í sam- félagið (Zhou, 1997). Þó hér sé horft til einstaklinga er gjarnan gengið út frá því að innflytjendur af sama uppruna séu svipaðir hvað varðar þessa þætti. Þetta sjónarhorn getur skýrt aðlögunarmynstur mismunandi innflytjendahópa. Þannig má til dæmis leiða líkur að því að hvítir innflytjendur frá hinum Norðurlöndunum standi almennt betur og eigi greiðari leið að inngildingu í íslenskt samfélag en til dæmis innflytjendur frá Filippseyjum. Hluti af skýringunni á muni hópanna liggur í því hvar mismunandi innflytjendur setjast fyrst að. Innflytjendur með meiri bjargir eru líklegri til að setjast að í efnameiri hverfum, fá betri störf og komast hratt í tengsl við innfædda á meðan innflytjendur með takmarkaðar bjargir hafa tilhneigingu til að setjast að í tekjulægri hverfum (Portes, 2007; Silberman, Alba og Fournier, 2007). Það getur haft áhrif á möguleika innflytjenda til inngildingar umfram það sem leiðir af einkennum einstaklinga. Kenningar um lagskipta aðlögun kalla á nánari skoðun á sam- setningu innflytjendahópsins. Pólskir innflytjendur á Íslandi Búferlaflutningar fólks frá Póllandi til Íslands eiga sér langa sögu sem Anna Wojtynska (2011) hefur rakið ítarlega. Það var á seinni hluta 10. áratugarins þegar innflytjendum frá Póllandi byrjaði að fjölga að ráði. Á þessum tíma þurftu Pólverjar atvinnuleyfi til að starfa á Íslandi og þurftu að hafa atvinnutilboð í höndunum til að fá slíkt leyfi. Á sama tíma voru Pólverjar eftirsóttir af íslenskum atvinnurekendum enda reynslan af þeim góð. Þeir pólsku innflytjendur sem voru þá þegar til staðar urðu sumir milligöngumenn á milli íslenskra atvinnurekenda og Pólverja sem voru að leita sér að starfi utan heimalandsins. Þannig myndaðist flutningskeðja þar sem tengsl milligöngumanna hafði áhrif á það hvaða fólk kom til Íslands. Pólskir innflytjendur á Íslandi aðstoðuðu svo nýja innflytj- endur, ekki bara við að finna sér vinnu heldur einnig við að finna sér húsnæði og að eiga við íslenska stjórnsýslu. Árið 1998 voru Pólverjar orðnir fimmti stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi, fjórði stærsti hópurinn árið 1999, sá þriðji stærsti árið 2001 og næst stærsti hópurinn árið 2002 (Hagstofa Íslands, e.d.c.). Eftir 2005 hraðaði fjölgun pólskra innflytjenda svo um munar. Þar kemur tvennt til. Árið 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.