Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 26
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 26–39
© höfundar 2023. Tengiliður: Jónína Einarsdóttir, je@hi.is
Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum
Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði
ÚTDRÁTTUR: Dreifbýli Íslands er vinsæll viðkomustaður erlendra
sjálfboðaliða sem gegna fjölbreyttum störfum í stað fæðis og húsnæðis.
Aðilar sem ráða til sín sjálfboðaliða eru sakaðir um brot á kjarasamn-
ingum og launaþjófnað, vinni sjálfboðaliðar í efnahgslegri starfsemi og á
lögbýlum. Markmið greinarinnar er að svara spurningunni: Efla sjálfboða-
störf, unnin af erlendum eða innlendum sjálfboðaliðum, byggðarlög sem
tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir eða taka þau störf frá fólki sem
vildi búa þar ef atvinnutækifæri væru fyrir hendi? Gagna var aflað í fjórum
byggðum sem tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Haustið 2022
og vorið 2023 voru tekin viðtöl við um 30 einstaklinga. Jafnframt voru
auglýsingar greindar, þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum. Viðmælendur
sammæltust um þá meginreglu að virða kjarasamninga og að sjálfboða-
liðar gengju hvorki í störf fagfólks né skekktu samkeppni á vinnumarkaði.
Skipti þá engu hvort þeir væru innlendir eða erlendir. Samhengi sjálfboða-
starfanna þótti þó mikilvægt og sjálfsagt að víkja frá meginreglum um
kjarasamninga, samkeppni og fagþekkingu ef störfin væru samfélaginu
til hagsbóta og yrðu ekki framkvæmd án aðkomu sjálfboðaliða. Viðmæl-
endur höfnuðu því að erlendir sjálfboðaliðar tækju launuð störf frá heima-
fólki. Þeir töldu að sjálfboðastörfin væru byggðarlögunum mikilvæg og í
raun forsenda og lífæð hvers samfélag.
LYKILORÐ: sjálfboðastarf – dreifbýli – vinnumarkaður
ABSTRACT: Rural Iceland is popular among foreign volunteers, who
perform a variety of jobs in exchange for food and housing. Those who
recruit volunteers are accused of breaching collective agreements and
wage theft when volunteers work in economic activities or on farms. The
article aims to answer the question: Promote voluntary work done by for-
eign or domestic volunteers, localities that participated in the project “Fra-
gile Communities” or do they take jobs from people who would want to
live there if there were job opportunities? Data was collected in four areas
included in the project “Fragile Communities”. During the fall of 2022
and spring of 2023, about 30 people were interviewed, and advertisements