Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 73

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 73
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 73 .. young adults, especially young males and that is in line with other resarch which show that individuals are affected by the values and rules that are dominant in the community. Thus, it is important for a community to have all inhabitants in mind and see to that dominant values do not affect some groups negatively. KEYWORDS: values, discourse, gender difference, young males, rural community, mental-well being, progress of study, masculiniy, femininity Inngangur Niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna sýna að drengir standa höllum fæti í skólakerfinu. Þeir sýna almennt slakari lestrarkunnáttu, lakari námsárangur og fá lægri einkunnir en stúlkur (Are- schoug, 2019; Gísli Gylfason og Gylfi Zoega, 2021; Guðrún Hálfdánardóttir, 2019; Sigrún Jónatans- dóttir o.fl., 2017; Stenseth og Bæck, 2021). Þá sýna rannsóknir að brottfall drengja úr framhaldsskóla er meira en stúlkna og meirihluti nemanda í íslenskum háskólum eru konur eða á bilinu 70-80% og skiptir ekki máli hvort um er að ræða staðnám eða fjarnám (Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2021; Gísli Gylfason og Gylfi Zoega, 2021; Stefán Árni Pálsson, 2020). Ljóst er að skoða þarf námsgengi drengja í stærra samhengi þó svo að slakari lestrarfærni, lægri einkunnir og lakari námsárangur gefi ákveðnar vísbendingar um námsgengi til framtíðar. Taka þarf með í reikninginn það umhverfi og samfélag sem einstaklingur vex upp í, hvort sem það er sveit, bær eða borg, því einstaklingar „...taka mið af umhverfi sínu og þeim gildum og viðmiðunum sem fyrir eru“ (Þorgerður Einarsdóttir, 2010, bls. 30). Fræðimenn hafa í auknum mæli skoðað tengslin á milli staðar (e. place), sjálfsmyndar (e. iden- tity) og þeirrar brautar sem ungt fólk velur að feta og í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að staður er ekki einungis tengdur því svæði sem fólk býr á, heldur einnig hvernig fólk tengir og upp- lifir staðinn og hvaða merkingu hann hefur fyrir einstaklinginn (Areschoug, 2019; Connell, 2005; Edvardsdóttir, 2013; 2016). Samkvæmt Massey (1994) eru staður og rými kynjuð og endurspegla og hafa áhrif á hvernig kyngervi (e. gender) er undirbyggt og skilið. Kyngervi vísar í hinar félagslegu og menningarlegu hugmyndir í samfélaginu og hefur þannig áhrif á sjálfsmynd, viðhorf, skoðanir, gildismat, athafnir og hvernig við hugsum. Það samfélag sem við búum í grundvallast af þessum hugmyndum um kyngervi og tekur mið af því hvernig litið er á og komið fram við einstaklinginn (Andersen, 2006; Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannsson, 2018; Rósa Björk Guðnadótttir og Annadís Gréta Rúdolfsdóttir, 2019; Þorgerður Einarsdóttir, 2010). Þessu tengt eru svo hugtökin karlmennska (e. masculinity) og kvenleiki (e. femininity). Karlmennskan vísar til þess sem greinir karla frá konum og er tengd völdum karla og líkamlegum yfirburðum þeirra. Karl- mennska er því ekki byggð á raunverulegri sjálfsmynd karla og líffræðilegum mismun karla og kvenna heldur á þeim menningarbundna mismun sem greinir karla frá konum. Kvenleiki (e. femin- inity) vísar til þess sem greinir konur frá körlum og er tengdur valdaleysi og veikleika. Hugtakið kvenleiki felur í sér að hugtakið karlmennska virðst vera sterkara og karlmannlegra (Hermína Huld Hilmarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2021; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004; Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019). Í þessari rannsókn var rannsóknarsamfélagið sveitarfélag á landsbyggðinni en rannsóknir á slíkum samfélögum hafa sýnt að það eru einkum ungt fólk og konur sem flytja frá smærri sam- félögum í þau stærri. Nefndar eru ýmsar ástæður fyrir flutningum; svo sem vegna náms, fjölbreyttari atvinnutækifæra og betri lífsgæða (Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2013; 2021). Þá hafa rannsóknir einnig sýnt að ríkjandi gildismat í slíkum samfélögum er karllægt. Karllæg gildi hafa verið skil- greind sem regluveldi, íhaldssemi, stöðlun, áhættusækni, samkeppni, agi, mat, hlutlægni og form- festa en kvenlæg gildi sem umhyggja, sköpun, innsæi, þolinmæði, huglægni og óformleiki (Anna Guðrún Edvards dóttir, 2004; Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2018; Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Rósa Björk Guðnadóttir og Annadís Gréta Rúdolfsdóttir, 2019).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.