Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 64
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum
64 ..
kí-kvaðrat og sýnir mynd 1 tíðni verkja og svima en mynd 2 tíðni annarrar vanlíðanar. Fyrsta rann-
sóknarspurningin beindist að sállíkamlegum umkvörtunum unglinga og hvort finna mætti mun á
þeim umkvörtunum á búsetusvæðunum þremur. Þeirri spurningu er fyrst svarað með ofangreindum
myndum en þar næst með því að bera saman meðaltöl samanlagðrar vanlíðanar eftir svæðum, kyni
og aldri.
Mynd 1. Höfuð- bak, og magaverkir, svimi og svefnerfiðleikar eftir búsetu.
60%
57%
69%
64%
76%
71%
66%
68%
74%
69%
71%
77%
30%
35%
21%
27%
20%
20%
20%
24%
20%
21%
20%
15%
10%
8%
10%
9%
4%
9%
14%
8%
6%
10%
9%
8%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
Höfuðverk - Höfuðborgarsvæði
Höfuðverk - Suðurnes
Höfuðverk - Vestur- og Norðurland
Magaverk - Höfuðborgarsvæði
Magaverk - Suðurnes
Magaverk - Vestur- og Norðurland
Bakverk - Höfuðborgarsvæði
Bakverk - Suðurnes
Bakverk - Vestur- og Norðurland
Fengið svima - Höfuðborgarsvæði
Fengið svima - Suðurnes
Fengið svima - Vestur- og Norðurland
Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi á síðustu sex mánuðum?
Mánaðarlega eða sjaldnar Vikulega eða oftar en einu sinni í viku Hér um bil daglega
Sé horft til tíðni verkja sýnir mynd 1 að á höfuðborgarsvæðinu var algengara að unglingar fyndu
vikulega eða oftar fyrir einhvers konar verkjum. Tíðni þess var 40% fyrir höfuðverki, 36% fyrir maga-
verki og 24% fyrir bakverki en yfirleitt nokkuð lægri í öðrum landshlutum. Í flestum tilvikum segist
hærra hlutfall unglinga á höfuðborgarsvæðinu en á öðrum svæðum finna hér um bil daglega til verkja
eða svima eða á bilinu 9–14%. Þetta hlutfall er á bilinu 4–9% á Suðurnesjum og 6–10% á Vestur- og
Norðurlandi. Á síðastnefnda svæðinu finna unglingar sjaldnast til höfuðverkja (69%), bakverkja (74%)
og svima (77%). Unglingar á Suðurnesjum finna bæði sjaldnast fyrir magaverk (76%) og oftar fyrir
höfuðverk sé miðað við hlutfall þeirra sem finna til höfuðverkja einu sinni í viku eða oftar (43%).
Marktækur munur er á tíðni höfuðverkja hjá unglingum á svæðunum þremur samkvæmt kí-kvaðrat
prófinu X2 (4, N=791) = 9,96, p = 0,041 á tíðni magaverkja X2 (4, N=791) =10,80, p = 0,029 og á tíðni
bakverkja X2 (4, N=786) =10,90, p=0,028. Ekki var marktækur munur á tíðni svima.
Mynd 2 sýnir tíðni umkvartana svo sem um depurðar, pirrings eða skapvonsku og að vera tauga-
óstyrk(ur). Séu myndirnar tvær bornar saman má sjá að heldur algengara er að unglingar finni fyrir
pirringi, depurð og svefnerfiðleikum en líkamlegum verkjum, svima eða taugaóstyrk. Til að mynda
var hlutfall þeirra sem eiga erfitt með að sofna vikulega eða oftar 44% á höfuðborgarsvæðinu, 46%
finna til taugaóstyrks þetta oft, 42% segjast finna til depurðar einu sinni eða oftar í viku og 57%
verða pirruð eða skapvond einu sinni eða oftar í viku. Þetta hlutfall er 35–40% fyrir verki. Heldur
færri finna til slíkrar vanlíðanar utan höfuðborgarsvæðis. Þannig má sjá að 26% unglinga á Suður-
nesjum og 29% á Vestur- og Norðurlandi finna vikulega eða oftar fyrir taugaóstyrk, 51% unglinga
á Suðurnesjum og Vestur- og Norðurlandi verða pirruð eða skapvond einu sinni eða oftar í viku og
39% unglinga á þeim svæðum á erfitt með svefn. Munur á svæðum var marktækur í tilviki þess að