Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 156

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 156
Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum 156 .. Forsendur fyrir besta mati þessara líkana (Líkan 1 til 12) eru góðar þar sem engin marglínuleiki (e. multicollinearity) mældist. Þá bendir próf sem kallað er kí-kvaðratspróf á sennileikahlutfalli2 (e. Likelihood ratio (LR) Chi-Square test) til þess að líkanið í heild sinni hafi marktæk áhrif á háðu breyturnar. Það gera F-gildin líka. Engin misdreifni var í línulegu aðhvarfsgreiningarlíkönunum samkvæmt Breusch-Pagan stuðlinum sem voru lægri en krítíska gildi prófsins (Líkön 9 og 10)3. Hins vegar hefði fjöldi athugana (fjöldi þátttakenda) mátt vera meiri. Rúmlega 900 virk svör voru frá innflytjendum í þessari könnun en í aðhvarfsgreiningunum nýttust eingöngu rúmlega 400 svör og sums staðar tæplega. Það kemur til af því að of margir þátttakendur slepptu því að svara ýmsum spurningum könnunarinnar. Einungis þátttakendur sem svöruðu öllum spurningum sem voru á bak- við allar óháðu breytur líkananna nýttust í aðhvarfsgreiningarnar. Umræða Markmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á COVID-kreppu- árinu 2020 byggt á stóru gagnasafni skoðanakönnunar frá 2020 eins og áður sagði. Tilefnið var ærið því þessi hópur er stór í íslensku samfélagi og erlendar rannsóknir benda til að innflytjendur verði almennt harðar úti í kreppum og samdráttarskeiðum en innfæddir (Cachon og Aysa-Lastra, 2015). Ekki síst vegna þess að ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem efnahagsþrengingarnar í kjöl- far heimsfaraldurs COVID-19 léku verst en ferðaþjónustan hefur einnig verið stærsti vinnuveitandi innflytjenda á Íslandi um nokkurra ára skeið. Í þessari rannsókn var spurt hvort innflytjendur á Íslandi hefðu notið sama hagræna forskots og vissir landshlutar og atvinnugreinar/starfsgreinar á Íslandi hafa notið, jafnvel á tímum COVID- kreppunnar. Í fyrsta lagi verður ekki séð að þeir hafi notið svokallaðs borgarhagræðis árið 2020 sem aðrir íbúar landsins hafa notið. Sumir mælikvarðar (t.d. ánægja með búsetu og tekjur) benda jafnvel til þess að þeir hafi síst þrifist á stærri þéttbýlisstöðum en atvinnuúrval var samt mest hjá þeim á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuöryggi innflytjenda var ekki meira á höfuðborgarsvæðinu eins og í til- felli Íslendinga. Þess utan virðast þeir ekki fá sömu tækifæri og Íslendingar í sjávarútvegi og jafnvel upplýsingatækni. Á óvart kom hvað iðnaðarmenn í röðum innflytjenda voru með lágar tekjur miðað við uppganginn á byggingamarkaði og skort á iðnaðarmönnum hérlendis. Þá virtust innflytjendur ekki njóta menntunar sinnar í tekjum. Innflytjendur stóðu verst í ferðaþjónustu, einkum m.t.t. at- vinnuöryggis og er það eðlilegt miðað við aðstæður en þó virtust þeir ekki standa verr en Íslendingar nema mögulega hvað atvinnuúrval snerti. Innflytjendur í landbúnaði undu sér nokkuð vel árið 2020 og það sama má segja um þá sem störfuðu í þjónustu. Munurinn á milli Íslendinga og innflytjenda var lítill og stundum innflytjendum í vil. Það kann að tengjast efnahagsástandinu að einhverju leyti en opinberir aðilar voru hvattir til að draga úr efnahagsáfallinu. Athygli vekur samt að innflytjendum líður ekki vel með búsetu sína í stærra þéttbýli þar sem þjónustugreinar vega hlutfallslega þyngra. Hvað dreifbýlið snertir er staða innflytjenda í sjávarútvegi áhyggjuefni en ferðaþjónusta og landbún- aður mega vel við una miðað við aðstæður. Vísbendingar komu fram um að iðnaðarmenn í röðum innflytjenda stæðu höllum fæti og vigtar það þyngra í stærra þéttbýli þar sem byggingaframkvæmdir hafa verið hlutfallslega mestar. Aðrar atvinnugreinar skera sig ekki marktækt frá. Í byggingariðnaði og sjávarútvegi eru Íslend- ingar samt marktækt ánægðari með laun sín en fólk í öðrum atvinnugreinum. Möguleg skýring hefur verið tíunduð á þessum muni í sjávarútvegi en enga sennilega skýringu er að finna varðandi byggingariðnað. Áhugaverður munur kom fram á starfsreynslu og starfsaldri hjá innflytjendum í byggingariðnaði. Þeir virðast hafa mjög mikla starfsreynslu en lágan starfsaldur (sjá Vífill Karls- son, 2020, myndir 8.11 og 8.12) sem bendir til þess að þeir fari ört á milli vinnuveitenda. Þetta er mun meira áberandi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni (sjá Vífill Karlsson, 2020, tafla 8.1). Það kann að tengjast miklu meiri umsvifum byggingariðnaðarins á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá er stór munur hvað þetta varðar á milli innflytjenda og Íslendinga. Það kann að útskýra mismun á tekjum að einhverju leyti en samt var leiðrétt fyrir þær breytur og hafði starfsaldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.