Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 6
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
6 ..
en þeir eru marktækt ánægðari en íbúar í dreifbýli samanburðarlandsvæðanna tveggja; Dalabyggðar
og fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Að auki voru íbúar í dreifbýli Húnaþings vestra
marktækt ánægðari með sitt sveitarfélag en íbúar í dreifbýli á landinu öllu. Það verður að teljast
athyglisverð vísbending um það að íbúar í dreifbýlissamfélagi geti haft það betra eftir sameiningu
við sveitarfélag sem hefur sterkt þéttbýli. Húnaþing vestra gekk í gegnum stóra sameiningu 1998
og aðra minni 2016. Sameiningin var samfélaginu erfið í upphafi, t.d. þar sem skóli í dreifbýlinu var
lagður niður. Í rýnihópum rannsóknarinnar kom fram að íbúar töldu sameininguna nú vera eitt af
gæfusporum Vestur-Húnavatnssýslu.
Nokkur samhljómur er milli íslenskra og erlendra rannsókna. Stór samevrópsk rannsókn leiddi
í ljós að helstu markmiðin með sameiningu sveitarfélaga í Evrópu væru stærðarhagkvæmni, skil-
virkni, aukin gæði og magn þjónustu (Steiner o.fl., 2016). Þessi rök fyrir samþjöppun (e. consolida-
tionist argument) ganga út á að að stærri stjórnsýslueiningar leiði af sér lægri kostnað per íbúa sem
aftur á að auka mátt sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum betri þjónustu (Baldersheim og Rose,
2010). Rannsóknir benda til þess að þó þetta markmið náist sé einnig hætta á afturför á öðrum
sviðum. Til dæmis voru helstu niðurstöður stórrar erlendrar safnrannsóknar (Tavares, 2018) að aukin
skilvirkni sveitarfélaga náist fram á kostnað virks lýðræðis innan þeirra. Rannsóknin sýndi fram
á að sameiningar skili sér alla jafna í aukinni skilvirkni, þ.e. lægri stjórnsýslukostnaði og bættri
þjónustu að einhverju marki, en jafnframt veikara staðbundnu lýðræði, einkum vegna minnkaðrar
kosningaþátttöku í stærri sveitarfélögum. Þó er áhugavert að velta fyrir sér þeirri staðreynd að seta í
sveitarstjórn og nefndum í minni sveitarfélögum á Íslandi er oft í harðri samkeppni um frítíma fólks.
Sameining sveitarfélaga og mikil fækkun sveitarstjórnarmanna samhliða henni í Húnaþingi vestra
er talin vera ein ástæða þess að nú blómstrar ýmis konar félagslíf á svæðinu, t.d. kórar, leikfélög
o.s.frv. (Vífill Karlsson, 2023). Við sameiningu losnaði um mikinn mannauð sem gat sinnt öðrum
mikilvægum verkefnum í samfélaginu sem lyfta upp byggðabragnum.
Sem fyrr segir er fjárhagslegt hagræði gjarnan markmið með sameiningum. Ein aðferð til að ná
því markmiði, sem ekki hefur verið með beinum hætti reynd á Íslandi, eru þvingaðar sameiningar.
Sameiningar hafa aldrei verið þvingaðar eða lögboðnar á Íslandi. Segja má að þær hafi allar verið
sjálfsprottnar þó svo að ýmsir ráðamenn hafi hvatt til þeirra og að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafi
boðið upp á hvata í formi styrkja við sameiningu. Jöfnunarsjóður hefur þó í eðli sínu oft virkað sem
hemill á sameiningar því sjóðurinn styður fjárhagslega meira við bakið á fámennum og fjárvana
sveitarfélögum en þeim fjársterkari og fjölmennari. En þrátt fyrir þetta hefur sveitarfélögum fækkað
hægt og bítandi úr 229 árið 1952 þegar þau voru flest (Vífill Karlsson, 2023) í 64 eftir síðustu sam-
einingar sem urðu 14. maí 2022.
Rannsóknum ber ekki saman um hvort lögþvingaðar sameiningar skili tilætluðum árangri. Stór
þýsk rannsókn sýndi fram á mun meiri sparnað í rekstri sveitarfélaga sem höfðu gengið í gegnum
þvingaða sameiningu en sveitarfélaga sem höfðu sjálfviljug efnt til sameiningar (Blesse og Bask-
aran, 2013). Lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga í New South Wales í Ástralíu, þar sem mark-
miðið var að sveitarfélög yrðu færri, fjölmennari og hagkvæmari einingar, virðast hafa haft þver-
öfugar afleiðingar (Drew o.fl., 2022). Útgjöld nýrra, lögþvingaðra sameinaðra sveitarfélaga þar í
landi stórjukust á stuttum tíma sem hefur leitt til talsverðs fjárhagsvanda margra þeirra og eru áköll
uppi um að sameiningarnar verði dregnar til baka. Í takti við þetta var það niðurstaða sænskrar rann-
sóknar (Hinnerich, 2009) að tilhneigingar gæti hjá sveitarfélögum til að auka útgjöld í aðdraganda
þvingaðra sameininga, sem verði að skuldabagga sem hið nýja sveitarfélag erfir. Í japanskri rann-
sókn (Nakazawa og Miyashita, 2013) kom fram að stjórnvöld í nýsameinuðum sveitarfélögum færu
oftast þá leið að dreifa starfsemi stjórnsýslunnar jafnt milli svæðanna sem mynduðu gömlu sveitar-
félögin, sem leiddi til dýrari stjórnsýslu þegar upp var staðið. Hollensk rannsókn (Allers og Geert-
sema, 2016) komst að svipaðri niðurstöðu um að enginn sparnaður næðist með sameiningu sveitar-
félaga þar í landi, utan nokkurrar hagræðingar í stjórnsýslukostnaði. Sparnaðurinn var þó óverulegur