Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 130

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 130
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum 130 .. vinnufélögum þínum, ef á þarf að halda?“ og (2) „Eru vinnufélagarnir fúsir til að hlusta á vandamál sem við er að glíma í vinnunni, ef á þarf að halda?“. Gefnir voru fimm svarmöguleikar, frá (1) mjög sjaldan eða aldrei og að (5) mjög oft eða alltaf. Alfastuðullinn fyrir félagslegan stuðning yfirmanna var 0,875 og 0,820 fyrir félagslega stuðning frá vinnufélögum. Ákveðið var að gefa sér að það væri jafn mikið bil á milli þrepa í kvarðanum, bæði fyrir starfsánægju og félagslegan stuðning og á þeirri forsendu var reiknað meðaltal og staðalfrávik á þessum breytum. Bakgrunnsbreytur í þessari rannsókn voru kyn (karl/kona), aldur (í árum en einnig flokkaður), hjúskaparstaða (einhleyp(ur) / ekkja,ekkill / hjónaband eða sambúð), starfsaldur (<5/6-10 ár/11-20 ár/21 ár>), staða (almennur starfsmaður/sérfræðingur/stjórnandi), yfirvinna (klst. í mánuði; enga/1-5/6-10/11-30/31>), stað- setning sveitarfélags (höfuðborgarsvæði/landsbyggð) og fjárhagsleg staða sveitarfélags (veik/sterk). Fjárhagsstaða sveitarfélaga var metin út frá heildarskuldahlutfalli og hvort þau væru undir eða yfir viðmiðunarmörkum sem eru 150%. Fimm sveitarfélög flokkuðust með veika fjárhagsstöðu og níu með sterka fjárhagsstöðu. Notað var óháð t-próf til að skoða mun á vinnutengdri streitu, starfsánægju og félagslegum stuðn- ingi yfirmanna og vinnufélaga eftir bakgrunnsþáttum. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða mun á hlutföllum hvort þátttakendur voru undir eða yfir viðmiðunarmörkum fyrir vinnutengda streitu og staðsetningu sveitarfélags og fjárhagsstöðu sveitarfélags. Fjölbreytu aðhvarfsgreining var notuð til að skoða tengsl milli vinnutengdrar streitu og starfsánægju, félagslegs stuðnings yfirmanna, félags- legs stuðnings vinnufélaga, kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsaldurs, stöðu, yfirvinnu, staðsetningu sveitarfélags og fjárhagsstöðu sveitarfélags. Sett voru fram sex líkön; Líkan 1 þar sem vinnutengd streita var skoðuð með tilliti til kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsaldurs, og fjölda unninna yfir- vinnutíma á mánuði. Í líkani 2 var bætt við áhrifum af almennri starfsánægju og í líkani 3 einnig áhrifum af félagslegum stuðningi yfirmanna og vinnufélaga. Líkan 4 lýsir tengslum vinnutengdrar streitu við staðsetningu sveitarfélags ásamt þáttum úr líkani 3. Líkan 5 lýsir tengslum vinnutengdrar streitu við fjárhagsstöðu sveitarfélags ásamt þáttum úr líkani 3. Líkan 6 lýsir tengslum vinnutengdrar streitu við alla þætti úr líkani 3, 4 og 5. Í aðhvarfsgreiningunni var karl notað sem viðmið í kynja- breytunni, hjústaðarstaðan var flokkuð í tvennt og giftir þátttakendur eða þátttakendur í sambúð notaðir sem viðmið. Starfsaldur var flokkaður í fjóra flokka og 5 ára starfsaldur eða minna notað sem viðmið, staða var flokkuð í þrennt og almennt starf var viðmiðið. Fjöldi yfirvinnutíma var flokkaður í fjóra flokka og engin yfirvinna notuð sem viðmið. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu voru notuð sem viðmið fyrir staðsetningu sveitarfélaga og sveitarfélög með sterka fjárhagsstöðu sem viðmið fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Marktæknikrafan var sett við 0,05 og tölfræði unnin í SPSS 28. Niðurstöður Tafla 1 sýnir niðurstöður fyrir bakgrunn þátttakenda í rannsókninni. Þar sést að konur voru í miklum meirihluta þátttakenda eða rúm 82%, 80% þátttakenda voru í hjónabandi eða í sambúð og rúmlega helmingur þátttakenda var á aldrinum 31-50 ára. Meðalaldur reiknaðist rétt rúm 47 ár. Tæplega 38% hafði starfað í 5 ár eða styttra hjá sveitarfélaginu en rúmlega 16% í 21 ár eða lengur. Hlutfallslega flestir merktu við að vera almennt starfsfólk og algengast var að vinna 1-5 klukkustundir í yfirvinnu á mánuði. Einnig má sjá að um 5% merkti við að vinna 31 klukkustund eða meira í yfirvinnu á mán- uði. Aðeins fleiri þátttakendur starfa hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og meira en helmingurinn hjá sveitarfélögum með sterka fjárhagsstöðu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.