Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 130
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum
130 ..
vinnufélögum þínum, ef á þarf að halda?“ og (2) „Eru vinnufélagarnir fúsir til að hlusta á vandamál
sem við er að glíma í vinnunni, ef á þarf að halda?“. Gefnir voru fimm svarmöguleikar, frá (1) mjög
sjaldan eða aldrei og að (5) mjög oft eða alltaf. Alfastuðullinn fyrir félagslegan stuðning yfirmanna
var 0,875 og 0,820 fyrir félagslega stuðning frá vinnufélögum. Ákveðið var að gefa sér að það
væri jafn mikið bil á milli þrepa í kvarðanum, bæði fyrir starfsánægju og félagslegan stuðning og á
þeirri forsendu var reiknað meðaltal og staðalfrávik á þessum breytum. Bakgrunnsbreytur í þessari
rannsókn voru kyn (karl/kona), aldur (í árum en einnig flokkaður), hjúskaparstaða (einhleyp(ur) /
ekkja,ekkill / hjónaband eða sambúð), starfsaldur (<5/6-10 ár/11-20 ár/21 ár>), staða (almennur
starfsmaður/sérfræðingur/stjórnandi), yfirvinna (klst. í mánuði; enga/1-5/6-10/11-30/31>), stað-
setning sveitarfélags (höfuðborgarsvæði/landsbyggð) og fjárhagsleg staða sveitarfélags (veik/sterk).
Fjárhagsstaða sveitarfélaga var metin út frá heildarskuldahlutfalli og hvort þau væru undir eða yfir
viðmiðunarmörkum sem eru 150%. Fimm sveitarfélög flokkuðust með veika fjárhagsstöðu og níu
með sterka fjárhagsstöðu.
Notað var óháð t-próf til að skoða mun á vinnutengdri streitu, starfsánægju og félagslegum stuðn-
ingi yfirmanna og vinnufélaga eftir bakgrunnsþáttum. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða mun á
hlutföllum hvort þátttakendur voru undir eða yfir viðmiðunarmörkum fyrir vinnutengda streitu og
staðsetningu sveitarfélags og fjárhagsstöðu sveitarfélags. Fjölbreytu aðhvarfsgreining var notuð til
að skoða tengsl milli vinnutengdrar streitu og starfsánægju, félagslegs stuðnings yfirmanna, félags-
legs stuðnings vinnufélaga, kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsaldurs, stöðu, yfirvinnu, staðsetningu
sveitarfélags og fjárhagsstöðu sveitarfélags. Sett voru fram sex líkön; Líkan 1 þar sem vinnutengd
streita var skoðuð með tilliti til kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsaldurs, og fjölda unninna yfir-
vinnutíma á mánuði. Í líkani 2 var bætt við áhrifum af almennri starfsánægju og í líkani 3 einnig
áhrifum af félagslegum stuðningi yfirmanna og vinnufélaga. Líkan 4 lýsir tengslum vinnutengdrar
streitu við staðsetningu sveitarfélags ásamt þáttum úr líkani 3. Líkan 5 lýsir tengslum vinnutengdrar
streitu við fjárhagsstöðu sveitarfélags ásamt þáttum úr líkani 3. Líkan 6 lýsir tengslum vinnutengdrar
streitu við alla þætti úr líkani 3, 4 og 5. Í aðhvarfsgreiningunni var karl notað sem viðmið í kynja-
breytunni, hjústaðarstaðan var flokkuð í tvennt og giftir þátttakendur eða þátttakendur í sambúð
notaðir sem viðmið. Starfsaldur var flokkaður í fjóra flokka og 5 ára starfsaldur eða minna notað sem
viðmið, staða var flokkuð í þrennt og almennt starf var viðmiðið. Fjöldi yfirvinnutíma var flokkaður
í fjóra flokka og engin yfirvinna notuð sem viðmið. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu voru notuð
sem viðmið fyrir staðsetningu sveitarfélaga og sveitarfélög með sterka fjárhagsstöðu sem viðmið
fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Marktæknikrafan var sett við 0,05 og tölfræði unnin í SPSS 28.
Niðurstöður
Tafla 1 sýnir niðurstöður fyrir bakgrunn þátttakenda í rannsókninni. Þar sést að konur voru í miklum
meirihluta þátttakenda eða rúm 82%, 80% þátttakenda voru í hjónabandi eða í sambúð og rúmlega
helmingur þátttakenda var á aldrinum 31-50 ára. Meðalaldur reiknaðist rétt rúm 47 ár. Tæplega 38%
hafði starfað í 5 ár eða styttra hjá sveitarfélaginu en rúmlega 16% í 21 ár eða lengur. Hlutfallslega
flestir merktu við að vera almennt starfsfólk og algengast var að vinna 1-5 klukkustundir í yfirvinnu
á mánuði. Einnig má sjá að um 5% merkti við að vinna 31 klukkustund eða meira í yfirvinnu á mán-
uði. Aðeins fleiri þátttakendur starfa hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og
meira en helmingurinn hjá sveitarfélögum með sterka fjárhagsstöðu.