Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 31
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
31 ..
að auglýsa eftir sjálfboðaliða, og fyrr en varði voru tveir komnir á bæinn og það „[b]jargaði lífinu.“
Annar viðmælandi ákvað að prufa að auglýsa fyrir forvitnis sakir eftir að hafa heyrt að erlendir
sjálfboðaliðar væru áhugavert fólk sem kæmi aftur og aftur. Ung kona með lítið barn auglýsti eftir
sjálfboðaliða þar sem hana „vantaði félagsskap.“ Makinn vann mikið utan byggðar og hún var mest
ein heima alla virka daga vikunnar.
Það reyndust þó vera fleiri leiðir en auglýsing á þar til gerðum heimasíðum sem leiddi til þess að
heimamenn voru komnir með sjálfboðaliða. Fjöldi nethópa fólks með sameiginlega reynslu miðlar
upplýsingum um sjálfboðastörf. Erlend kona hafði spurt hvort hún mætti koma og vinna á sveitabæ
og það var auðsótt mál. Í framhaldinu var leitað að stað fyrir vinkonu hennar. Það er bankað á dyrnar
eða send skilaboð. Viðmælandi sagði: „Skemmtilegt fólk hefur samband.“ Annar viðmælandi, sem
rekur gistiheimili, nefndi dæmi um ungt par á ferðalagi sem keyptu gistingu. Við brottför sögðu þau
viðkomandi að þeim langaði að dvelja einn mánuð sem sjálfboðaliðar í sveit. Þau voru því sjálboða-
liðar í eina viku hjá viðmælandanum sem síðan tókst að redda þeim sjálfboðavinnu á sveitaheimili.
Reynsla viðmælenda af sjálfboðaliðum var almennt góð. Erlendir sjálfboðaliðar leituðu eftir nátt-
úruupplifunum, ævintýrum, nýrri lífsreynslu og þekkingu eða eins og einn orðaði það: „Þau sækja í
upplifun, tengsl við náttúruna, vilja ganga út og beint í fjallið.“ En vissulega er ráðning þeirra “happ-
drætti” og sumir voru óheppnir. Einn viðmælanda lýsti fyrsta sjálfboðaliðanum sem „hreint helvíti,
25 ára, í rugli ... og ég kominn með fullorðinn vandræðaungling inn á heimilið.“ Stúlkan „sat úti í
garði og reykti hass.“ Viðkomandi hefur síðan haft marga sjálfboðaliða og verið heppinn með alla
hina: „Yfirleitt er þetta bara dásamlegt fólk.“ Tveir viðmælenda höfðu sjálfir farið erlendis í ævin-
týraleit og nefndu eigin börn eða aðra nákomna sem höfðu gert slíkt hið sama. Það væri sjálfgefið
að veita öðrum slík tækifæri.
Það eru ekki eingöngu einstaklingar sem ráða til sín erlenda sjálfboðaliða. Það gera einnig
sveitarfélög og stofnanir. Þannig höfðu hópar erlendra sjálfboðaliða unnið í öllum byggðunum
sem voru heimsóttar, ýmist á vegum samtaka eða opinberra stofnana, sem báru ábyrgð á skipulagi
sjálfboðavinnunnar. Skógrætarfélag er til dæmis með hópa erlendra sjálfboðaliða, SEEDS skipu-
leggur hópa erlendra ungmenna til þess að m.a. tína rusl, laga stíga, vinna að menningartendum
verkefnum. Þá má nefna Veraldarvini, sem hafa sinnt sjálfboðastarfi einkum við að hreinsa fjörur
og leggja stíga.
Sjálfboðavinna heimafólks
Sjálfboðaliðar í „Brotthættum byggðum“ eru ekki einungis erlend ungmenni, heldur sinnir heima-
fólk ýmiss konar sjálfboðastarfi í eigin byggð. Ástæður þess reyndust ýmist vera löngun til að láta
gott af sér leiða, vinna að mikilvægum málefnum, að fá félagsskap og að hafa það skemmtilegt.
Sjálfboðastarf getur þó samtímis verið kvöð. Viðmælandi sagði: „Maður hefur áhuga, finnst það
gaman og mikilvægt, en fær ekki borgað, það er ekki alltaf það sem skiptir máli. Stundum þegar
byrjað er að borga eyðileggur það ánægjuna. Um leið og er borgað kemur til annar hvati.“ Annar
benti á að ef allt væri borgað þá hyrfi hvatinn: „Já, en mig vantar ekki aukavinnu, en þú vilt kannski
hjálpa.“ Viðmælendur sem höfðu tekið til sín sjálfboðaliða reyndust gjarnan vera virkir í sjálfboða-
starfi í heimabyggð. Einn þeirra hafði hafði gengið í björgunarsveitna vegna ævintýramennsku. Þrjár
aðfluttar konur völdu að taka þátt í sjálfboðastarfi til að kynnast fólki og verða virkir þátttakendur í
samfélaginu.
Það er breytilegt eftir byggðum hvaða félög annast sjálfboðavinnu vegna ástíðabundinna skemmt-
ana, menningaratburða, keppnismóta, 17. júní hátíðarhalda, dagskrá sjómannadagins, jólaskemmt-
ana, hreinsana og annars starfs. Kvenfélag, hrútadagsnefnd, þorrablótsnefnd, slysavarnardeild,
hestamannafélag, ungmennafélag og foreldrafélag annast þessa viðburði, auk annarra verkefna.
Þetta eru allt sjálfboðafélög sem þurfa að sinna fjáröflun. Skógræktarfélög hafa verið rekin af sjálf-
boðaliðum, sem og Rauði krossinn. Sveitarfélögin standa einnig að sjálfboðavinnu, beint og óbeint.
Viðmælandi rifjaði upp alla þá sem væru á „samviskuvaktinni“ svokölluðu, þ.e. slökkviliðið, sjúkra-