Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 31

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 31
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir 31 .. að auglýsa eftir sjálfboðaliða, og fyrr en varði voru tveir komnir á bæinn og það „[b]jargaði lífinu.“ Annar viðmælandi ákvað að prufa að auglýsa fyrir forvitnis sakir eftir að hafa heyrt að erlendir sjálfboðaliðar væru áhugavert fólk sem kæmi aftur og aftur. Ung kona með lítið barn auglýsti eftir sjálfboðaliða þar sem hana „vantaði félagsskap.“ Makinn vann mikið utan byggðar og hún var mest ein heima alla virka daga vikunnar. Það reyndust þó vera fleiri leiðir en auglýsing á þar til gerðum heimasíðum sem leiddi til þess að heimamenn voru komnir með sjálfboðaliða. Fjöldi nethópa fólks með sameiginlega reynslu miðlar upplýsingum um sjálfboðastörf. Erlend kona hafði spurt hvort hún mætti koma og vinna á sveitabæ og það var auðsótt mál. Í framhaldinu var leitað að stað fyrir vinkonu hennar. Það er bankað á dyrnar eða send skilaboð. Viðmælandi sagði: „Skemmtilegt fólk hefur samband.“ Annar viðmælandi, sem rekur gistiheimili, nefndi dæmi um ungt par á ferðalagi sem keyptu gistingu. Við brottför sögðu þau viðkomandi að þeim langaði að dvelja einn mánuð sem sjálfboðaliðar í sveit. Þau voru því sjálboða- liðar í eina viku hjá viðmælandanum sem síðan tókst að redda þeim sjálfboðavinnu á sveitaheimili. Reynsla viðmælenda af sjálfboðaliðum var almennt góð. Erlendir sjálfboðaliðar leituðu eftir nátt- úruupplifunum, ævintýrum, nýrri lífsreynslu og þekkingu eða eins og einn orðaði það: „Þau sækja í upplifun, tengsl við náttúruna, vilja ganga út og beint í fjallið.“ En vissulega er ráðning þeirra “happ- drætti” og sumir voru óheppnir. Einn viðmælanda lýsti fyrsta sjálfboðaliðanum sem „hreint helvíti, 25 ára, í rugli ... og ég kominn með fullorðinn vandræðaungling inn á heimilið.“ Stúlkan „sat úti í garði og reykti hass.“ Viðkomandi hefur síðan haft marga sjálfboðaliða og verið heppinn með alla hina: „Yfirleitt er þetta bara dásamlegt fólk.“ Tveir viðmælenda höfðu sjálfir farið erlendis í ævin- týraleit og nefndu eigin börn eða aðra nákomna sem höfðu gert slíkt hið sama. Það væri sjálfgefið að veita öðrum slík tækifæri. Það eru ekki eingöngu einstaklingar sem ráða til sín erlenda sjálfboðaliða. Það gera einnig sveitarfélög og stofnanir. Þannig höfðu hópar erlendra sjálfboðaliða unnið í öllum byggðunum sem voru heimsóttar, ýmist á vegum samtaka eða opinberra stofnana, sem báru ábyrgð á skipulagi sjálfboðavinnunnar. Skógrætarfélag er til dæmis með hópa erlendra sjálfboðaliða, SEEDS skipu- leggur hópa erlendra ungmenna til þess að m.a. tína rusl, laga stíga, vinna að menningartendum verkefnum. Þá má nefna Veraldarvini, sem hafa sinnt sjálfboðastarfi einkum við að hreinsa fjörur og leggja stíga. Sjálfboðavinna heimafólks Sjálfboðaliðar í „Brotthættum byggðum“ eru ekki einungis erlend ungmenni, heldur sinnir heima- fólk ýmiss konar sjálfboðastarfi í eigin byggð. Ástæður þess reyndust ýmist vera löngun til að láta gott af sér leiða, vinna að mikilvægum málefnum, að fá félagsskap og að hafa það skemmtilegt. Sjálfboðastarf getur þó samtímis verið kvöð. Viðmælandi sagði: „Maður hefur áhuga, finnst það gaman og mikilvægt, en fær ekki borgað, það er ekki alltaf það sem skiptir máli. Stundum þegar byrjað er að borga eyðileggur það ánægjuna. Um leið og er borgað kemur til annar hvati.“ Annar benti á að ef allt væri borgað þá hyrfi hvatinn: „Já, en mig vantar ekki aukavinnu, en þú vilt kannski hjálpa.“ Viðmælendur sem höfðu tekið til sín sjálfboðaliða reyndust gjarnan vera virkir í sjálfboða- starfi í heimabyggð. Einn þeirra hafði hafði gengið í björgunarsveitna vegna ævintýramennsku. Þrjár aðfluttar konur völdu að taka þátt í sjálfboðastarfi til að kynnast fólki og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Það er breytilegt eftir byggðum hvaða félög annast sjálfboðavinnu vegna ástíðabundinna skemmt- ana, menningaratburða, keppnismóta, 17. júní hátíðarhalda, dagskrá sjómannadagins, jólaskemmt- ana, hreinsana og annars starfs. Kvenfélag, hrútadagsnefnd, þorrablótsnefnd, slysavarnardeild, hestamannafélag, ungmennafélag og foreldrafélag annast þessa viðburði, auk annarra verkefna. Þetta eru allt sjálfboðafélög sem þurfa að sinna fjáröflun. Skógræktarfélög hafa verið rekin af sjálf- boðaliðum, sem og Rauði krossinn. Sveitarfélögin standa einnig að sjálfboðavinnu, beint og óbeint. Viðmælandi rifjaði upp alla þá sem væru á „samviskuvaktinni“ svokölluðu, þ.e. slökkviliðið, sjúkra-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.