Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 47

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 47
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 47 .. félagsþjónustu í skipulagi almannavarna er mismunandi milli Norðurlandaríkjanna. Hér á landi er hlutverkið sem fyrr segir hvorki skilgreint í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga né í almanna- varnalögum en félagsþjónustu hér á landi ber lagaleg skylda til að vinna viðbragðsáætlun þó að ekki liggi fyrir nákvæmar leiðbeiningar um hvernig það skuli gert (Guðný Björk Eydal og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, 2017). Helstu niðurstöður skýrslunnar frá 2016 eru að hlutverk og ábyrgð félags- þjónustu þurfi að ávarpa með skýrari hætti í lögum, hún þurfi að vera betur kynnt meðal annarra viðbragðsaðila á áfallatímum, efla þurfi vitund starfsfólks félagsþjónustu um mikilvægt hlutverk sitt í tengslum við samfélagsáföll og að félagsþjónustan þurfi að vera þátttakandi á almannavarna- æfingum (Eydal o.fl., 2016). Á það hefur verið bent að sameiginlegur skilningur milli viðbragðsaðila sé grundvallaratriði til að samstarf gangi upp og skili tilætluðum árangri og að gagnkvæm þekking á daglegum hlutverkum og ábyrgð kerfa sé ein forsendan fyrir árangursríku samstarfi og upplýsinga- flæði milli viðbragðsaðila og stofnana í samfélaginu á tímum vár (Sólveig Þorvaldsdóttir, 2016). Þá hafa niðurstöður íslenskra rannsókna hin síðari ár undirstrikað mikilvægi þess að sérstakar leiðbein- ingar og gátlistar séu tiltæk fyrir félagsþjónustuna (Anna Sigrún Ingimarsdóttir, 2012; Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021). Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Árborg er um 50 km í austur frá Reykjavík. Sveitarfélagið er 159 km2 að stærð og er á svonefndu Suðurlandsskjálftabelti, sem er um 70 km langt og mjög virkt sniðgengisbelti. Þunga- miðja beltisins liggur í raun undir stærsta þéttbýlisstaðnum, Selfossi (Páll Imsland, 2005). Árborg varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 1998. Þar eru þrír byggðarkjarnar, Selfoss, Eyrar- bakki og Stokkseyri, auk dreifbýlisins sem liggur milli Selfoss og strandarinnar (Sveitarfélagið Ár- borg, 2008). Sveitarfélagið starfrækir fjóra grunnskóla, þar af þrjá á Selfossi og einn sem starfar bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Leikskólar eru sjö, þar af fimm á Selfossi og einn í hvoru þorp- anna við ströndina. Þá er fjölbreytt þjónusta í sveitarfélaginu fyrir ýmsa hópa, svo sem aldraða, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna, auk öflugs íþrótta, tómstunda- og menningarstarfs á vegum opinberra aðila og félagasamtaka (Sveitarfélagið Árborg, 2021). Árborg er fjölmennasta sveitar- félagið á Suðurlandi og þar eru staðsettar mikilvægar opinberar stofnanir sem þjónusta Suðurland, s.s. heilbrigðisstofnun með sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunardeildir fyrir aldraða, fjölbrautaskóli, sýslumannsembætti, lögregla, héraðsdómur og Vinnumálastofnun. Þá er á Selfossi starfrækt Rann- sóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftafræðum og Matvælastofnun og á Eyrarbakka er rekið ríkisfangelsið að Litla-Hrauni. Á Selfossi er fjölbreytt verslun og þjónusta og blómlegt atvinnulíf, ekki síst í matvæla- og byggingariðnaði, og í sveitarfélaginu eru öflug ferðaþjónustufyrirtæki með fjölbreytta þjónustu. Íbúum í Árborg hefur fjölgað hratt á síðustu áratugum; í árslok 2022 voru íbúar tæplega 11.198 samanborið við 7.833 í árslok 2012 (Hagstofan, 2023). Félagsþjónustan í Árborg Samkvæmt skipulagi Fjölskyldusviðs Árborgar frá 1. mars 2019 eru félagsþjónusta, leik- og grunn- skólar, skólaþjónusta og frístunda- og menningardeild á fagsviðinu. Málaflokkar félagsþjónustu eru barnavernd, málefni eldri borgara, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni fatlaðs fólks og hús- næðismál. Stöðugildi eru um 113 og starfsmenn rúmlega 200 (Árborg, 2023). Tilviksrannsókn Rannsóknin sem hér er fjallað um er tilviksrannsókn sem byggir annars vegar á verkefni sem fór fram veturinn 2021–2022 á vegum Almannavarna Árnessýslu og ætlað var að efla þekkingu, verk- ferla og færni starfsfólks velferðarþjónustu sveitarfélaga í Árnessýslu vegna samfélagslegra áfalla og raskana sem þeim fylgja. Hins vegar er byggt á viðtalsrannsókn sem fram fór í september 2023 þar sem rætt var við fimm þátttakendur úr verkefninu árið 2021–2022 í þeim tilgangi að leggja mat á hvernig til hefði tekist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.