Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 132
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum
132 ..
Tafla 2. Vinnutengd streita, starfsánægja og félagslegur stuðningur frá yfirmönnum og
vinnufélögum
Fjöldi Meðaltal Staðal-
frávik
Lægsta
gildi
Hæsta
gildi
Spönn
Vinnutengd streita 4881 14,66 6,89 0 36 36
Almenn starfsánægja 5218 4,19 0,81 1 5 4
Félagslegur stuðningur frá yfirmönnum 4422 4,11 0,97 1 5 4
Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum 4414 4,19 0,84 1 5 4
Tafla 3 sýnir niðurstöður fyrir vinnutengda streitu, almenna starfsánægju og félagslegan stuðning frá
yfirmönnum og vinnufélögum greint eftir staðsetningu og fjárhagsstöðu sveitarfélags. Niðurstöð-
urnar sýndu að meðaltal fyrir vinnutengda streitu var hærra hjá þeim sem störfuðu hjá sveitarfélagi
á landsbyggðinni (M = 14,86; sf = 6,7) en höfuðborgarsvæðinu (M = 14,48; sf = 6,9) þó munurinn
á meðaltölunum hafi ekki reynst marktækur (t(4879) = 1,94; p = 0,052). Rúm 54% þátttakenda sem
störfuðu hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mældust yfir viðmiðunarmörkum fyrir vinnu-
tengda streitu og rúm 56% þátttakenda sem störfuðu hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni. Munurinn
á þessum hlutföllum reyndist heldur ekki marktækur (χ2
(1, 4881) = 1,9; p > 0,05). Niðurstöðurnar sýndu
einnig að þeir sem störfuðu hjá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu voru almennt ánægðari í starfi
(M = 4,23; sf = 0,8) en þeir sem störfuðu hjá sveitarfélagi á landsbyggðinni (M = 4,14; sf = 0,8) og
reyndist munurinn marktækur (t(5216) = 4,21; p < 0,001). Hvað félagslegan stuðning varðar þá má
sjá að þátttakendur sem störfuðu hjá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu töldu sig oftar fá félags-
legan stuðning frá yfirmönnum (M = 14,13; sf = 1,0) en þátttakendur sem störfuðu hjá sveitarfélagi
á landsbyggðinni (M = 14,10; sf = 1,0). Munurinn á meðaltölunum reyndist þó ekki marktækur
(t(4220) = 1,08; p > 0,05). Hins vegar þegar kom að félagslegum stuðningi frá vinnufélögum mældist
meðaltalið nær það sama hjá starfsfólki hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu (M = 14,19; sf =
0,9) og landsbyggðinni (M = 14,19; sf = 0,8) sem þýðir að ekki var munur á upplifun þátttakenda á
félagslegum stuðningi frá vinnufélögum eftir því hvort þeir störfuðu hjá sveitafélagi á höfuðborgar-
svæðinu eða landsbyggðinni (t(4422) = -0,10; p > 0,05).
Niðurstöðurnar sýndu að meðaltal fyrir vinnutengda streitu var mun hærra hjá þátttakendum sem
störfuðu hjá sveitarfélögum með veika fjárhagsstöðu (M = 14,99; sf = 7,0) en þeim sem störfuðu
hjá sveitarfélögum með sterka fjárhagsstöðu (M = 13,39; sf = 6,6) og reyndist munurinn á meðal-
tölunum marktækur (t(4879) = 3,06; p < 0,001). Rúm 53% þátttakenda sem störfuðu hjá sveitarfélögum
með sterka fjárhagsstöðu mældust yfir viðmiðunarmörkum fyrir vinnutengda streitu og tæp 58%
þátttakenda sem störfuðu hjá sveitarfélögum með veika fjárhagsstöðu. Munurinn á þessum hlut-
föllum reyndist marktækur (χ2
(1, 4881) = 8,8; p < 0,05) sem þýðir að starfsfólk sem starfaði hjá sveitar-
félagi með veika fjárhagsstöðu mældist í meira lagi með vinnutengda streitu en starfsfólk sem starf-
aði hjá sveitarfélagi með sterka fjárhagsstöðu. Niðurstöðurnar sýna einnig að þeir sem störfuðu hjá
sveitarfélagi með veika fjárhagsstöðu voru almennt ánægðari í starfi (M = 4,20; sf = 0,8) en þeir
sem störfuðu hjá sveitarfélagi með sterka fjárhagsstöðu (M = 4,18; sf = 0,8) þó munurinn á meðal-
tölunum reyndist ekki marktækur (t(5216) = -0,77; p > 0,05). Jafnframt kom í ljós að meðaltal fyrir
félagslegan stuðning frá yfirmönnum var lægra hjá þeim sem störfuðu hjá sveitarfélagi með veika
fjárhagsstöðu (M = 4,03; sf = 1,0) en þeirra sem störfuðu hjá sveitarfélagi með sterka fjárhagsstöðu
(M = 4,18; sf = 0,9). Munurinn á meðaltölunum reyndist marktækur (t(4420) = 5,07; p < 0,001). Þetta
þýðir að starfsfólk sveitarfélaga með sterka fjárhagsstöðu taldi sig fá oftar félagslegan stuðning frá
yfirmönnum en starfsfólk sem starfaði hjá sveitarfélagi með veika fjárhagsstöðu. Hins vegar þegar
skoðaður var munurinn á meðaltölum fyrir félagslegan stuðning frá vinnufélögum og fjárhagsstöðu
sveitarfélaga reyndist hann ekki marktækur (t(4422) = 1,22; p > 0,05) þó meðaltalið fyrir starfsfólk
hjá sveitarfélögum með sterka fjárhagsstöðu (M = 4,20; sf = 0,9) hafi mælst hærra en hjá starfsfólki