Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 49

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 49
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 49 .. Lokaáfanginn í framkvæmdinni var svo rýnifundur með þátttakendum sem haldinn var undir lok mars 2022 þar sem skoðað var hvernig til hafði tekist og í kjölfarið gerðar breytingar á skriflegri afurð verkefnisins í samræmi við reynsluna. Nokkrum dögum fyrir rýnifund fengu þátttakendur sent minnisblað til undirbúnings og upprifjunar fyrir fundinn. Rýnifundur hafði verið áætlaður í desember en vegna óviðráðanlegra aðstæðna af völdum Covid-19 var ekki unnt að halda hann fyrr en undir lok mars. Niðurstöður rýnifunda – mat þátttakenda Á rýnifundi í mars komu fram ábendingar um mikilvægi þess að stjórnendur starfseininga væru virkir þátttakendur og leiðandi í þessari vinnu og einnig að yfirmaður sviðs og bæjarstjóri væru þátt- takendur í æfingum. Skipulag og viðfangsefni námskeiðsins þyrftu að vera skýr í upphafi þannig að þátttakendur hefðu skýrt markmið og sæju lokaáfangann fyrri sér. Nauðsynlegt var talið að hafa hvern fund að minnsta kosti þrjár klukkustundir, meðal annars til að gefa rými fyrir samtal milli þátt- takenda og speglun reynslu þeirra á milli. Að loknum rýnifundi tók umsjónarmaður verkefnisins saman skýrslu um framkvæmd og niður- stöður ásamt tillögu að námskeiði fyrir félagsþjónustu á sviði samfélagslegra áfalla og gerð verk- ferla og gátlista sem skilað var til almannavarnanefndar og bæjarstjóra í apríl 2022. Í skýrslunni var áhersla á að félagsþjónustan gæti verið sjálfbær að hluta eða öllu leyti um að halda slíkt námskeið og um gerð og viðhald verkferla og gátlista. Einnig var sett fram ábending um mikilvægi þess að félags- þjónustan yrði þátttakandi í æfingum og áætlanagerð almannavarna á viðkomandi svæði. Lagt var til að verkferlum og gátlistum yrði lokið sem fyrst í kjölfar verkefnisins undir forystu deildarstjóra í Árborg til að nýta sem best þá þekkingu sem til hafði orðið. Niðurstaðan felur í sér áherslu á að til séu verkferlar og gátlistar sem starfsfólk hafi tekið þátt í að móta og þekki vel. Í þeim tilgangi þurfi starfsfólk að fá tækifæri til að æfa notkun ferlanna og gátlistanna út frá sviðsmyndum samfélagslegs áfalls og við sín daglegu verkefni. Viðtalsrannsókn 2023 Til að svara spurningunni „Hvernig getur félagsþjónusta sveitarfélaga búið sig undir að takast á við afleiðingar samfélagslegra áfalla“ og í viðleitni til að leggja mat á gagnsemi almannavarnaverk- efnisins sem lýst er hér að framan voru í september 2023 tekin viðtöl við fimm starfsmenn Árborgar úr hópi þeirra sem tóku þátt í velferðarverkefni almannavarna veturinn 2021–2022. Viðmælendur voru: sviðsstjóri Fjölskyldusviðs (var deildarstjóri félagsþjónustu þegar verkefnið fór fram), teymis- stjóri barnaverndar, forstöðumaður vinnu- og hæfingarstöðvar, forstöðumaður skammtímavistunar fatlaðs fólks og forstöðumaður búsetukjarna fatlaðs fólks. Viðmælendur voru valdir í samráði við sviðsstjóra Fjölskyldusviðs og voru valdir allir þeir sem þátt tóku í almannavarnaverkefninu og voru í starfi sem lykilstjórnendur á Fjölskyldusviði þegar viðtölin fóru fram. Viðtölin fór fram með hliðsjón af viðtalsvísi og voru hljóðrituð og í framhaldinu skráð og þema- greind með opinni kóðun. Við greiningu viðtalanna komu fram fimm meginþemu: ábyrgð stjórnenda, virk þátttaka starfsfólks, sameiginlegur skilningur, fræðsla og æfingar og loks reynsla og lærdómur. Ábyrgð stjórnenda Viðmælendur voru allir sammála um að það væri yfirmanna hjá sveitarfélaginu, yfirmanna í félags- þjónustu og bæjarstjóra, að skapa aðstæður til þess að félagsþjónustan gæti verið undir það búin að takast á við samfélagsleg áföll. Þeir þyrftu að leggja línur um sameiginlega fræðslu og þjálfun og veita stjórnendum starfseininga umboð til að vinna áætlanir fyrir sínar einingar með sínu starfsfólki. Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs sagði: Það er okkar, stjórnenda, að búa til rými fyrir forstöðumenn til að sinna þessu en það er best að þeir vinni þetta sjálfir með sínu fólki. Þetta er svona verkefni sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.