Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 93

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 93
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 93 .. 2000). Viðskiptamódel ólíkra flugfélaga hafa jafnframt mismunandi áhrif á einstaka samfélagshópa (Halpern og Brathen, 2011; Reynolds-Feighan, 2000; Suzuki o.fl., 2003). Dýrt tengiflug hefðbund- inna flugfélaga er ekki valkostur fyrir margar fjölskyldur í orlofsferðum en það getur engu að síður verið afar mikilvægt fyrir vinnuferðir á vegum fyrirtækja eða stofnana. Stakar ferðir í leiguflugi á vegum orlofsflugfélaga geta á hinn bóginn aukið lífsgæði almennings án þess að nýtast til vinnu- ferða. Flug lággjaldaflugfélaga geta gagnast ýmsum hópum á fjölförnum leiðum milli tiltekinna staða en þau geta líka grafið undan tengiflugi og þannig skert möguleika á að nýta sér möndul og teina hefðbundinna flugfélaga (Zeigler o.fl., 2017). Hvort sem stór flugfélög teljast til hefðbundinna flugfélaga, lággjaldaflugfélaga eða ferðaþjón- ustuflugfélaga eru þau almennt stórfyrirtæki fjarri vettvangi sem meta arðsemi tiltekinna flugleiða á móti ýmsum öðrum möguleikum í flugheiminum. Óskir heimafólks vega þess vegna ekki alltaf þungt í ákvörðunum um áfangastaði eða flugáætlanir. Allmörg dæmi eru því um að einstaklingar og fyrirtæki á tilteknum svæðum hafi stofnað lítil svæðisbundin flugfélög sem bjóða upp á áætlunar- flug til stærri borga og stundum árstíðabundið flug til vinsælla sumarleyfisstaða (Chabiera, 2021; Þóroddur Bjarnason o.fl., 2023). Slík félög byggja á sveigjanleika og þekkingu á heimamarkaðnum í samkeppni sinni við stærðarhagkvæmni stærri félaganna sem oft fljúga frá stærri, fjarlægari flug- völlum. Þau geta þannig boðið upp á flug á leiðum sem eru ekki umstangsins virði fyrir stærri félög og aðlagað flugáætlanir sínar að þörfum samfélagsins hverju sinni. Rekstur svæðisbundinna flugfélaga er oft í járnum og samkeppnin við tengiflug hefðbundinna flugfélaga og beint flug lággjaldafyrirtækja reynist mörgum erfið (Chabiera, 2021). Þau eru því oft skammlíf og verða ýmist gjaldþrota eða eru keypt upp af stærri flugfélögum innan fárra ára, en önnur vaxa hratt og yfirgefa að lokum heimamarkaðinn. Tilkomumesta dæmið um slíkan vöxt svæðisbund- ins flugfélags er líklega saga Ryanair, stærsta flugfélags Evrópu, sem árið 1985 hóf áætlunarflug með einni lítilli skrúfuvél milli smáborgarinnar Waterford á suðurströnd Írlands og Gatwick flugvallar í London (Ganesh, 2022). Ýmis svæðisbundin flugfélög í Evrópu hafa þó árum saman verið með eina eða tvær flugvélar í áætlunarflugi (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2023). Jaðarsetning byggðarlaga fjarri Keflavíkurflugvelli Umsvif millilandaflugs um Keflavíkurflugvöll eru afar mikil í samanburði við mannfjölda á Íslandi og hafa margfaldast með fjölbreyttari flugstarfsemi, aukinni samkeppni og lægra verði á flugmiðum. Árið 2022 komu 2,3 milljónir flugfarþega til landsins um Keflavíkurflugvöll og tæplega átta hundruð þúsund skiptifarþegar til viðbótar höfðu viðdvöl á flugvellinum (Isavia, 2023b). Það ár voru farnar ríflega 66 þúsund flugferðir milli flugvallarins og 188 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum (Ferðamálastofa, 2023). Auk íslenska lággjaldaflugfélagsins Play flaug á þriðja tug erlendra flug- félaga um Keflavíkurflugvöll árið 2023, þar á meðal ýmis hefðbundin bandarísk og evrópsk flug- félög, lággjaldaflugfélög, flugfélög í eigum stærri ferðaþjónustufyrirtækja og svæðisbundin flug- félög litlu nágrannalandanna Færeyja og Grænlands (Isavia, 2023a). Icelandair ber engu að síður höfuð og herðar yfir önnur flugfélög með meirihluta allra flugferða um Keflavíkurflugvöll (Ferða- málastofa, 2023). Ólíkt möndul-og-teina kerfi Icelandair á Keflavíkurflugvelli er innanlandsflug félagsins um Reykjavíkurflugvöll skipulagt með geislum út frá höfuðborginni að hætti evrópskra ríkisflugfélaga á síðustu öld. Komu- og brottfarartímar á Reykjavíkurflugvelli eru ekki samræmdir þar sem innan- landsvélar Icelandair fljúga á víxl til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar auk Grænlands og litlu flugfélögin Ernir og Norlandair sem fljúga til smærri áfangastaða víða um land fá ekki leyfi til farþegaafgreiðslu í flugstöð Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Líkt og annars staðar þar sem hefð- bundin flugfélög sitja ein að flugi til svæðisbundinna flugvalla (Halpern og Brathen, 2011; Rey- nolds-Feighan, 2000; Suzuki o.fl., 2003) er innanlandsflugið gjarnan dýrasti hluti utanlandsferða fyrir íbúa fjarri suðvesturhorninu. Verð á 30–45 mínútna flugi með fullbókaðri skrúfuflugvél til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.