Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 177
Kolbeinn Stefánsson
177 ..
hafa búið lengst á landinu. Heilt yfir er þó ekki hægt að draga þá ályktun að búsetumynstur pólskra
innflytjenda í Reykjavík á þessum tímapunkti séu best skýrð með kenningum um almenna aðlögun.
Það er erfiðara að gera upp á milli tilgáta 4 og 5 þar sem báðar tilgátur leiða að sömu niðurstöðu,
að saman söfnun innflytjenda í tiltekin hverfi sé ekki tímabundin, þó orsakirnar séu ólíkar. Sömu
tveir þættir og mæla með almennum kenning um aðlögun mæla með kenningum um lagskipta að-
lögun fremur en um sértæka aðlögum. Hugsunin er þá að saman söfnunin sé drifin áfram af nauðsyn
fremur en vali sem kemur fram í því að þeir pólsku innflytjendur sem hafa búið lengst á Íslandi og
hafa hæstu tekjurnar hafa vissa tilhneigingu til að búa í nýrri úthverfunum þar sem hlutfall pólskra
innflytjenda er lágt. Heilt yfir má því segja að á þessum tímapunkti virðast kenningar um lagskipta
aðlögun hafa mest skýringargildi fyrir búsetumynstur pólskra innflytjenda.
Það er engu að síður svo að engin ein kenning fær afgerandi stuðning og sennilega er veruleikinn
flóknari en hver kenning nær að fanga. Það er líka ágætt að hafa í huga að kenningarnar útiloka ekki
hverja aðra og mögulegt að þær hafi allar áhrif en á mismunandi hópa.
Búsetumynstrið sem stýrir ólíkindavísitölunum er saman söfnun pólskra innflytjenda á tveimur
svæðum í Reykjavík, það er í skólahverfunum við Norðurströndina og svo í eldri úthverfunum. Þessi
svæði eru svipuð hvað varðar tekjur íbúa og fjölda innflytjenda en pólsku innflytjendurnir sem búa
á þeim eru mjög ólíkir. Skólahverfin við norðurströndina eru algengasti fyrsti viðkomustaður en
pólskir innflytjendur virðast svo leita í eldri úthverfin þegar þeir skjóta rótum í borgarsamfélaginu.
Á sama tíma er áberandi að sá hluti hópsins sem hefur búið hvað lengst á Íslandi og hefur hæstu
tekjurnar leitar í nýrri úthverfin þar sem fjöldi pólskra innflytjenda er takmarkaður.
Ef við gefum okkur að búsetumynstrin eins og þau voru 2020 séu ekki endapunktur aðlögunar bú-
setumynstra pólskra innflytjenda að borgarsamfélaginu heldur sé ferlið enn í gangi opnast ýmsir túlk-
unarmöguleikar. Í fyrsta lagi á saman söfnun hópsins á tveimur svæðum sér stað vegna þess að bæði
svæðin eru að umtalsverðu leyti lágtekjusvæði sem er auðveldara fyrir innflytjendur með takmarkaðar
bjargir að finna húsnæði í. Þegar saman söfnunin er byrjuð að myndast viðheldur hún sér í gegnum svo-
kallaðar flutningskeðjur og félagsleg tengsl innan hópsins. Það kann einnig að skipta nýja innflytjendur
máli að hafa mikið af samlöndum í kringum sig þegar þeir koma fyrst til nýs lands (sértæk aðlögun).
Það sem skólahverfin við norðurströndina hafa hugsanlega að bjóða nýjum innflytjendum er
mikið af litlum íbúðum í kjöllurum og á háaloftum sem henta sæmilega til skammtímabúsetu, sem
myndi þá skýra hvers vegna þetta svæði er algengasti fyrsti viðkomustaður. Spurningin er þá hvers
vegna meðlimir hópsins hafa tilhneigingu til að færa sig yfir í eldri úthverfin þegar þeir skjóta rótum
í samfélaginu. Svarið kann að liggja í húsnæðismarkaðnum.
Ef það er ekki nóg framboð af húsnæði sem hentar til langvarandi búsetu í skólahverfunum við
norðurströndina gæti það skapað þennan aðskilnað í búsetumynstrum á milli hópa pólskra innflytj-
enda. Þau sem hafa ákveðið að setjast að á Íslandi og hafa náð að koma ár sinni sæmilega fyrir borð
verða þá að finna sér ásættanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og ef til vill er framboðið af slíku
mest í eldri úthverfunum. Það væri þá fjárhagur þeirra í samspili við húsnæðismarkaðinn sem skýrði
búsetumynstrið. Saman söfnunin í eldri úthverfunum og flutningurinn á milli svæðanna tveggja væri
þá í samræmi við kenningar um lagskipta aðlögun. Það getur einnig verið að á þessum tímapunkti í
aðlögunarferlinu sæki pólskir innflytjendur enn í nálægð við samlanda sinna, til dæmis vegna þess
að stuðningur af tengslanetum skipti þá enn miklu máli eða af ýmsum félagslegum og menningar-
legum ástæðum (kenningar um sértæka aðlögun hefði þar af leiðandi enn gildi). Það gæti hins vegar
skipt máli að hafa meira af samlöndum í svipaðri stöðu í kringum sig og losna úr umhverfi þar sem
velta hópsins er mikil og flestir tjalda til einnar nætur.
Spurningin er þá hvort eldri úthverfin séu millileikur fyrir að minnsta kosti hluta hópsins, til
dæmis ef búseta í eldri úthverfunum helst í hendur við húsnæðiskaup. Að kaupa sína fyrstu íbúð
getur verið áskorun, sérstaklega eins og húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þróast á
undanförnum árum. Það kann því að vera að eldri úthverfin bjóði auðveldustu leiðina inn á eignar-
markaðinn. Að minnsta kosti hluti hópsins mun hins vegar ekki stoppa þar heldur flytja í önnur