Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 42

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 42
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 42 .. Að þessu sögðu er ljóst að það er gífurlega mikilvægt að viðbragðsaðilar séu í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem hamfarir skapa. Sveitarfélög leika lykilhlutverk í viðbragðskerfi al- mannavarna og mikil áhersla er lögð á að viðbragðsaðilar í héraði geti sinnt þeim verkefnum sem takast þarf á við á neyðarstundu, auk þess sem uppbygging eftir samfélagsleg áföll er nánast alfarið á höndum sveitarfélaga (Sólveig Þorvaldsdóttir og fleiri, 2008). Það er mikilvægt að þau séu virkir þátttakendur í viðbragðskerfinu frá upphafi og vinni út frá heildarsýn á líf og aðstæður íbúa á þeim svæðum sem um ræðir hverju sinni. Vaxandi áhersla er um allan heim á hlutverk félagsþjónustu í tengslum við hamfarir og samfélagsleg áföll, því hún býr yfir mikilvægri þekkingu á aðstæðum og þörfum fólks í viðkvæmri stöðu og á viðnámsþrótti og tjónnæmi samfélagsins í heild sinni. Dagleg viðfangsefni félagsþjónustu snúa að því að vinna með tjónnæmum hópum og það sama á við á tímum samfélagslegra áfalla. Ný verkefni koma þá einnig til sögunnar sem geta varðað einstaklinga og hópa sem að jafnaði sækja ekki til félagsþjónustunnar eða hafa ekki áður gert það og einnig verkefni sem verða aðkallandi á tímum vár og snúa að samfélaginu í heild sinni (Alston o.fl., 2019; Bartoli o.fl., 2022; Eydal o.fl., 2016; Hay og Pascoe, 2022; Redondo-Sama o.fl., 2020). Í skýrslu sem unnin var um áfallastjórnun stjórnvalda hérlendis í kjölfar Covid-19 faraldursins var einnig bent á þetta atriði og í niðurstöðum segir m.a.: „Annar meginlærdómur sem draga má af viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum er að gefa þarf aukinn gaum að þeirri umfangsmiklu velferðarþjónustu sem sveitarfélög veita viðkvæmum hópum og almenningi, sem halda þarf órofinni á tímum áfalla“ (Ást- hildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022, bls. 497). Stofnanir hér á landi hafa lagalega skyldu til að vinna eigin viðbragðsáætlanir (Lög um almanna- varnir nr. 82/2008) en þrátt fyrir það hefur miðað hægt í þeim efnum. Árið 2008 kom út bókin Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum, þar sem fjallað er um gerð viðbragðsáætlana og langtíma- uppbyggingu, og bætti hún úr þörfinni fyrir fræðslu þótt ljóst sé að enn vantar mikið upp á. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því, svo sem að stofnanir hafi ekki yfir mannafla að ráða til að vinna viðbragðsáætlanir og skortur á leiðbeiningum um hvernig best sé að vinna slíkar áætlanir. Í niður- stöðum könnunar um stöðu almannavarnamála í sveitarfélögum landsins sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun Sæmundar fróða stóðu að árið 2019 kom fram að einungis 18 af þeim 64 sveitarfélögum sem svöruðu könnuninni höfðu staðfest viðbragðsáætlun (Ásthildur Elva Bernharðs- dóttir o.fl. 2020). Í þessari grein er fjallað um tilraunaverkefni sem unnið var með átta sveitarfélögum á Suður- landi þar sem nálgun notendasamráðs var beitt við gerð fræðslu- og þjálfunarefnis fyrir lykilstjórn- endur félagsþjónustu og þátttakendur í verkefninu unnu sjálfir að gerð viðbragðsáætlunar fyrir sína stofnun. Hér er spurt hvaða lærdóma megi draga af verkefninu og hvernig þeir geti nýst öðrum sveitarfélögum. Til að kanna áhrif tilraunaverkefnisins voru tekin viðtöl við fimm þátttakendur frá sveitarfélaginu Árborg. Í lokakafla er rætt um hvaða lærdóma megi draga af rannsókninni varðandi það hvernig félagsþjónusta geti undirbúið sig sem best til að takast á við samfélagsleg áföll. Fyrirliggjandi þekking Ýmsar skilgreiningar hafa verið settar fram á hugtakinu samfélagslegt áfall. Hér er stuðst við viður- kennda skilgreiningu Sundelius, Stern og Bynander (1997) þar sem litið er á upplifun þeirra sem verða fyrir áfallinu í ljósi þriggja þátta og horft er bæði til þolenda og viðbragðsaðila. Þeir þættir sem þurfa að vera til staðar ef atburður á að teljast vera samfélagslegt áfall eru: að mikilvægum verð- mætum eða gildum sé ógnað, að tími til ákvarðanatöku sé takmarkaður og loks að þolendur upplifi að þeir séu ekki öruggir í aðstæðunum (Sundelius o.fl., 1997). Svonefnd viðlagahringrás er gjarnan notuð til að lýsa þeim verkefnum sem bregðast þarf við fyrir og í kjölfar áfalls. Hefðbundin og einföld mynd af viðlagahringrás sýnir fjóra fasa eða stig viðfangs- efna (Gillespie og Danso, 2010, þýðing höfunda).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.