Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 166

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 166
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík 166 .. Ofangreind þrjú kenningarleg sjónarhorn leiða í sumum tilfellum til sömu tilgáta. Þannig leiða allar kenningar til tilgátu 1, um að pólskir innflytjendur safnist saman í tilteknum hverfum og að hverfin sem um ræðir séu lágtekjutekjuhverfi, að minnsta kosti til að byrja með (T1). Almennar aðlögunar- kenningar spá því hins vegar að með tíð og tíma dragi úr aðskilnaði í búsetu (T2) og að það sé fall af tíma sem einstaklingar hafa búið í landinu og fjárhag þeirra (T3). Kenningar um lagskipta og sértæka aðlögun spá hins vegar fyrir um að aðskilin búsetumynstur innflytjenda og innfæddra séu viðvarandi, að minnsta kosti í því samhengi sem hér er til skoðunar. Ástæðurnar eru hins vegar mis- munandi. Frá sjónarhorni kenninga um lagskipta aðlögun er það vegna viðvarandi jaðarsetningar hópsins (T4) en samkvæmt kenningum um sértæka aðlögun má rekja viðvarandi aðskilnað í búsetu til óska meðlima innflytjendahópsins sjálfs (T5). Að lokum er vert að taka fram að sumar tilgátur væri einnig hægt að leiða af kenningum um mis- munun. Því miður bjóða gögnin ekki upp á að prófa tilgátur um mismunun með beinum hætti og því mikilvægt að hafa í huga að stuðningur við tilgátur sem leiða af þessum kenningum útiloka hana ekki. Dæmi um mismunun gagnvart innflytjendum á íslenskum vinnumarkaði má meðal annars sjá í grein Önnu Wojtynska og Unnar Dísar Skaptadóttur (2019) og nýlegri skýrslu Vörðu – rannsóknar- stofnunar vinnumarkaðarins (Kristín Heba Gísladóttir og Maya Staub, 2023). Vísbendingar um mis- munun á húsnæðismarkaði má finna í skýrslu Hallfríðar Þórarinsdóttur og Önnu Wojtynska (2015). Gögn og aðferðir Gögnin Þessi rannsókn byggir á skráagögnum Hagstofu Íslands og nær yfir árin 2000 til 2020. Gögnin inni- halda alla íbúa Reykjavíkur við lok árs og raunar upplýsingar um alla íbúa höfuðborgarsvæðisins (e. functional urban area). Það er fullt tilefni til að greina aðgreiningu í búsetu í víðara samhengi höfuð- borgarsvæðisins. Ástæðan fyrir því að hér er einblínt á Reykjavík er fyrst og fremst sú að gögnin bjóða upp á ítarlegra niðurbrot eftir skólahverfum fyrir Reykjavík en ekki fyrir önnur sveitarfélög enda sérstaða Reykjavíkur í krafti stærðar umtalsverð. Reykjavík er skipt niður í 32 svæði eftir skólahverfum en skólahverfi hafa þann kost að þau er hægt að afmarka út frá upplýsingum úr stjórnsýslunni (Reykjavíkurborg e.d.). Auk þess má ætla að þau endurspegli að einhverju leyti upplifun á hverfaskiptingu í daglegu lífi fólks að því marki sem það hverfist um hverfisskólann. Afmörkun svæða hefur lengi verið ágreiningsmál í rannsóknum á aðskilinn búsetu þar sem afmörkun svæða og stærð þeirra getur haft áhrif á niðurstöður. Þannig getur aðskilnaður í búsetu á milli stærri svæða mælst fremur lítill en með því að greina minni svæði innan þeirra, kemur í ljós að aðskilnaðurinn er umtalsverður og bundinn við minni svæði (Fowler 2016). Hið gagnstæða er einnig mögulegt, að tilteknir hópar safnist saman á stærri svæðum án þess að þjappast endilega saman á minni svæðum innan þeirra. Gögnin innihalda ýmsar upplýsingar svo sem fæðingarár, búsetu, menntun, uppruna, tekjur og fjöl- skyldugerðir. Í þessari grein er notast við upplýsingar um búsetu, tekjur og uppruna. Árið 2020 (það ár sem mest er unnið með) innihéldu gögnin upplýsingar um 133.262 einstaklinga, þar af 25.669 innflytj- endur. Þar af voru 7.242 frá Póllandi. Einstaklingar með íslenskan bakgrunn voru alls 107.593. Uppruni er skilgreindur útfrá tveimur breytum. Fyrri breytan flokkar einstaklinga í gögnunum eftir því hvort þeir eru með íslenskan bakgrunn eða eru innflytjendur. Til að teljast innflytjendur þurfa einstaklingar að hafa fæðst erlendis og hvorugt foreldri þeirra er fætt á Íslandi. Einstaklingar sem eru með íslenskan bakgrunn eru því allir sem eru fæddir á Íslandi eða erlendis og eiga að minnsta kosti eitt foreldri sem fæddist á Íslandi. Einstaklingar sem teljast önnur kynslóð innflytj- enda, það er fæddir á Íslandi en eiga báða foreldra fædda erlendis, eru ekki hluti af þeim greiningum sem hér verða birtar þar sem ekki er mögulegt að greina þann hóp eftir uppruna í þeim gögnum sem hér er unnið með. Tekjuhugtakið sem liggur til grundvallar þeim tekjugreiningum sem verða birtar hér er jafngildar ráðstöfunartekjur á ársgrundvelli (e. equivalised disposable household income). Slík tekjumæling er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.