Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 10
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
10 ..
Tafla 3. Lýsandi tölfræði háðu breytanna
Háðar breytur Lýsing Fjöldi Meðalt. Staðalfrv.
Aldraðir Þjónusta við aldraða; staðan í þínu sveitarfélagi.
Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2339 3,433 0,965
Ásýnd Ásýnd bæja og sveita ásamt almennri umgengni;
staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög slæm = 1 og mjög
góð = 5. 1378 3,790 0,865
Dvalarheimili Dvalarheimili aldraðra; staðan í þínu sveitarfélagi.
Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2301 3,531 1,116
Fatlaðir Þjónusta við fatlaða; staðan í þínu sveitarfélagi.
Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2184 3,139 0,942
Fjárhagsvandi Aðstoð við fólk í fjárhagsvanda; staðan í þínu sveit-
arfélagi. Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2028 2,908 0,792
Grunnskóli Gæði grunnskóla; staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög
slæm = 1 og mjög góð = 5. 2293 3,827 0,946
Innflytjendur Þjónusta við fólk af erlendum uppruna; staðan í þínu
sveitarfélagi. Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2127 3,185 0,813
Íþróttir Tækifæri til íþrótta/tómstundaiðkunar; staðan í þínu
sveitarfélagi. Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2418 3,443 1,039
Leikskóli Gæði leikskóla; staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög
slæm = 1 og mjög góð = 5. 2275 3,847 0,910
Skipulagsmál Skipulagsmál; staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög
slæm = 1 og mjög góð = 5. 2339 2,979 0,993
Sorpmál Sorpmál; staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög slæm = 1
og mjög góð = 5. 1358 3,406 1,148
Tónlistarskóli Tónlistarskóli; staðan í þínu sveitarfélagi. Mjög
slæm = 1 og mjög góð = 5. 2311 3,768 0,985
Unglingastarf Gæði unglingastarfs; staðan í þínu sveitarfélagi.
Mjög slæm = 1 og mjög góð = 5. 2214 3,248 0,917
Viðhorf Á heildina litið, hversu jákvætt eða neikvætt er við-
horf þitt til sveitarfélagsins sem þú býrð. Að öllu
leyti neikvætt = 1, að öllu leyti jákvætt = 7. 2477 5,030 1,212
Síðan voru svör þátttakenda við eftirfarandi spurningu greind: „Á heildina litið, hversu jákvætt eða
neikvætt er viðhorf þitt til sveitarfélagsins sem þú býrð?“ Svar við þessari spurningu gat verið á bil-
inu 1 (að öllu leyti neikvætt til 7 (að öllu leyti jákvætt). Í tölfræðilegri úrvinnslu var stuðst við tölu-
gildin að framan. Þetta var mikilvægasta háða breyta rannsóknarinnar. Síðan komu nokkrar aðrar og
hverfðust þær um miklu afmarkaðri þjónustu sveitarfélagsins. Þær byggðu á eftirfarandi spurningu:
„Hvert er álit þitt á stöðu eftirfarandi þátta/málaflokka í þínu sveitarfélagi?“. Svör voru á bilinu 1
(mjög slæmt) til 5 (mjög gott). Þarna gátu þátttakendur gefið 40 þáttum einkunn en í þessari rann-
sókn nýttust einkunnir 13 þeirra þátta sem tengjast þjónustu sveitarfélagsins helst: Skipulagsmál,
ásýnd, sorpmál, þjónusta við aldraða, dvalarheimili, þjónusta við fatlaða, aðstoð við fólk í fjárhags-
vanda, þjónusta við innflytjendur, grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli, möguleikar til íþrótta- og
tómstundaiðkunar, unglingastarf.
Til þess að draga fram áhugaverðasta hóp þessarar rannsóknar var svar við viðkomandi spurn-
ingu nýtt: „Býrðu í bæ eða sveit?“ Þarna gátu menn svarað „bæ, þorpi eða öðru þéttbýli“ eða „sveit
eða dreifbýli“. Þeir sem merktu við seinni kostinn eru með í rannsókninni hér. Á þessu sést að ein-
göngu íbúar í dreifbýli eru með í þessari rannsókn. Þarna var þó mikilvægur munur. Sumir bjuggu
í blönduðum sveitarfélögum en aðrir bjuggu í hreinum dreifbýlissveitarfélögum. Til hreinna dreif-
býlissveitarfélaga töldust eftirfarandi sveitarfélög í þessari rannsókn:
·