Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 133
Hjördís Sigursteinsdóttir
133 ..
sveitarfélaga með veika fjárhagsstöðu (M = 4,17; sf = 0,8). Þetta þýðir að starfsfólk sveitarfélaga
með sterka fjárhagsstöðu upplifir jafn mikinn félagslegan stuðning frá vinnufélögum og starfsfólk
með veika fjárhagsstöðu.
Tafla 3. Vinnutengd streita, starfsánægja og félagslegur stuðningur frá yfirmönnum og vinnufé-
lögum eftir staðsetningu og fjárhagsstöðu sveitarfélags
Staðsetning sveitarfélagsins Fjárhagsstaða sveitarfélagsins
Höfuðborgar-
svæði
M (SF)
Landsbyggð
M (SF)
Veik fjárhags-
staða
M (SF)
Sterk fjárhags-
staða
M (SF)
Vinnutengd streita 14,48 (6,91) 14,86 (6,67) 14,99 (6,99) 13,39 (6,63)
Almenn starfsánægja 4,23 (0,78) 4,14 (0,84) 4,20 (0,79) 4,18 (0,83)
Félagslegur stuðningur frá yfirmönnum 4,13 (0,96) 4,10 (0,98) 4,03 (1,00) 4,18 (0,94)
Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum 4,19 (0,86) 4,19 (0,83) 4,17 (0,83) 4,20 (0,85)
Tafla 4 sýnir niðurstöður fyrir forspárþætti vinnutengdrar streitu í sex líkönum. Niðurstöður fjöl-
breytu aðhvarfsgreiningarinnar sýndi að bakgrunnsþættir þátttakenda (kyn, aldur, hjúskaparstaða,
starfsaldur, staða og yfirvinna) skýrði aðeins 7% breytileika vinnutengdrar streitu (líkan 1). Mark-
tæk tengsl voru á vinnutengdri streitu við kyn, aldur, hjúskaparstöðu, 11-20 ára starfsaldur og fjölda
yfirvinnutíma á mánuði í öllum sex líkönunum. Starfsánægja, félagslegur stuðningur yfirmanna og
vinnufélaga, staðsetning sveitarfélaga og fjárhagsstaða þeirra reyndust einnig með marktæk tengsl
við vinnutengda streitu (líkön 2-6).
Með starfsánægju ásamt bakgrunnsþáttum þátttakenda var hægt að skýra tæp 21% af breytileika
í vinnutengdri streitu (líkan 2), þannig að meiri ánægja í starfi þýddi færri stig á kvarðanum um
vinnutengda streitu (beta = -3,209, p < 0,001) að teknu tilliti til kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfs-
aldurs, stöðu og yfirvinnu þátttakenda. Með því að bæta við félagslegum stuðningi frá yfirmönnum
og vinnufélögum við líkan 2 var hægt að skýra 1,5% til viðbótar af breytileikanum í vinnutengdri
streitu (líkan 3). Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum var með hærra beta gildi (beta = -0,743, p
< 0,001) en félagslegur stuðningur frá yfirmönnum (beta = -0,412, p < 0,05) í líkani 3 en það átti þó
einnig við um líkan 4-6. Það þýðir að félagslegur stuðningur frá vinnufélögum hafði meiri verndandi
áhrif á vinnutengda streitu en félagslegur stuðningur frá yfirmönnum, þ.e.a.s. þeir sem fengu félags-
legan stuðning frá vinnufélögum mældust með færri stig á kvarðanum um vinnutengda streitu en
þeir sem fengu félagslegan stuðning frá yfirmönnum. Í líkani 4 má sjá að staðsetning sveitarfélaga
var ekki með martæk tengsl við vinnutengda streitu að teknu tilliti til annarra þátta í líkaninu (beta
= 0,204, p > 0,05) sem þýðir að ekki var munur á stigum á streitukvarðanum eftir því hvort þátt-
takendur komu frá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Í líkani 5 var bætt við
áhrifum af fjárhagsstöðu sveitarfélaga við bakgrunnsþætti, starfsánægju og félagslegan stuðning frá
vinnufélögum og yfirmönnum og þannig mátti skýra 22,5% af breytileika í vinnutengdri streitu. Fjár-
hagstaða sveitarfélaga hafði marktæk áhrif á vinnutengda streitu (beta = 0,563, p < 0,05) að teknu
tilliti til bakgrunnsþátta, starfsánægju og félagslegs stuðnings frá vinnufélögum og yfirmönnum.
Þetta þýðir að í sveitarfélögum þar sem fjárhagsstaðan er sterk mælast þátttakendur með færri stig
á streitukvarðanum en hjá þátttakendum í sveitarfélögum með veika fjárhagsstöðu að teknu tilliti til
annarra þátta í líkaninu. Líkan 6 sýnir áhrif bakgrunnsþátta (kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsald-
urs, stöðu og yfirvinnu), starfsánægju, félagslegs stuðnings vinnufélaga og yfirmanna, staðsetningar
sveitarfélaga og fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaga á vinnutengda streitu. Sjá má að allir forspárþætt-
ir ef frá er talin staða þátttakenda og starfsaldur 6-10 ár og 21 ár eða lengur reyndust hafa marktæk
tengsl við vinnutengda streitu og skýrðu tæp 23% af breytileikanum í vinnutengdri streitu (F(16, 3837) =
69,78, p < 0,001). Niðurstöðurnar sýna að starfsánægja var sá þáttur sem hafði hvað mestu tengslin
við vinnutengda streitu að teknu tilliti til annarra þátta þannig að meiri almenn ánægja í starfi þýddi