Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 133

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 133
Hjördís Sigursteinsdóttir 133 .. sveitarfélaga með veika fjárhagsstöðu (M = 4,17; sf = 0,8). Þetta þýðir að starfsfólk sveitarfélaga með sterka fjárhagsstöðu upplifir jafn mikinn félagslegan stuðning frá vinnufélögum og starfsfólk með veika fjárhagsstöðu. Tafla 3. Vinnutengd streita, starfsánægja og félagslegur stuðningur frá yfirmönnum og vinnufé- lögum eftir staðsetningu og fjárhagsstöðu sveitarfélags Staðsetning sveitarfélagsins Fjárhagsstaða sveitarfélagsins Höfuðborgar- svæði M (SF) Landsbyggð M (SF) Veik fjárhags- staða M (SF) Sterk fjárhags- staða M (SF) Vinnutengd streita 14,48 (6,91) 14,86 (6,67) 14,99 (6,99) 13,39 (6,63) Almenn starfsánægja 4,23 (0,78) 4,14 (0,84) 4,20 (0,79) 4,18 (0,83) Félagslegur stuðningur frá yfirmönnum 4,13 (0,96) 4,10 (0,98) 4,03 (1,00) 4,18 (0,94) Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum 4,19 (0,86) 4,19 (0,83) 4,17 (0,83) 4,20 (0,85) Tafla 4 sýnir niðurstöður fyrir forspárþætti vinnutengdrar streitu í sex líkönum. Niðurstöður fjöl- breytu aðhvarfsgreiningarinnar sýndi að bakgrunnsþættir þátttakenda (kyn, aldur, hjúskaparstaða, starfsaldur, staða og yfirvinna) skýrði aðeins 7% breytileika vinnutengdrar streitu (líkan 1). Mark- tæk tengsl voru á vinnutengdri streitu við kyn, aldur, hjúskaparstöðu, 11-20 ára starfsaldur og fjölda yfirvinnutíma á mánuði í öllum sex líkönunum. Starfsánægja, félagslegur stuðningur yfirmanna og vinnufélaga, staðsetning sveitarfélaga og fjárhagsstaða þeirra reyndust einnig með marktæk tengsl við vinnutengda streitu (líkön 2-6). Með starfsánægju ásamt bakgrunnsþáttum þátttakenda var hægt að skýra tæp 21% af breytileika í vinnutengdri streitu (líkan 2), þannig að meiri ánægja í starfi þýddi færri stig á kvarðanum um vinnutengda streitu (beta = -3,209, p < 0,001) að teknu tilliti til kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfs- aldurs, stöðu og yfirvinnu þátttakenda. Með því að bæta við félagslegum stuðningi frá yfirmönnum og vinnufélögum við líkan 2 var hægt að skýra 1,5% til viðbótar af breytileikanum í vinnutengdri streitu (líkan 3). Félagslegur stuðningur frá vinnufélögum var með hærra beta gildi (beta = -0,743, p < 0,001) en félagslegur stuðningur frá yfirmönnum (beta = -0,412, p < 0,05) í líkani 3 en það átti þó einnig við um líkan 4-6. Það þýðir að félagslegur stuðningur frá vinnufélögum hafði meiri verndandi áhrif á vinnutengda streitu en félagslegur stuðningur frá yfirmönnum, þ.e.a.s. þeir sem fengu félags- legan stuðning frá vinnufélögum mældust með færri stig á kvarðanum um vinnutengda streitu en þeir sem fengu félagslegan stuðning frá yfirmönnum. Í líkani 4 má sjá að staðsetning sveitarfélaga var ekki með martæk tengsl við vinnutengda streitu að teknu tilliti til annarra þátta í líkaninu (beta = 0,204, p > 0,05) sem þýðir að ekki var munur á stigum á streitukvarðanum eftir því hvort þátt- takendur komu frá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Í líkani 5 var bætt við áhrifum af fjárhagsstöðu sveitarfélaga við bakgrunnsþætti, starfsánægju og félagslegan stuðning frá vinnufélögum og yfirmönnum og þannig mátti skýra 22,5% af breytileika í vinnutengdri streitu. Fjár- hagstaða sveitarfélaga hafði marktæk áhrif á vinnutengda streitu (beta = 0,563, p < 0,05) að teknu tilliti til bakgrunnsþátta, starfsánægju og félagslegs stuðnings frá vinnufélögum og yfirmönnum. Þetta þýðir að í sveitarfélögum þar sem fjárhagsstaðan er sterk mælast þátttakendur með færri stig á streitukvarðanum en hjá þátttakendum í sveitarfélögum með veika fjárhagsstöðu að teknu tilliti til annarra þátta í líkaninu. Líkan 6 sýnir áhrif bakgrunnsþátta (kyns, aldurs, hjúskaparstöðu, starfsald- urs, stöðu og yfirvinnu), starfsánægju, félagslegs stuðnings vinnufélaga og yfirmanna, staðsetningar sveitarfélaga og fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaga á vinnutengda streitu. Sjá má að allir forspárþætt- ir ef frá er talin staða þátttakenda og starfsaldur 6-10 ár og 21 ár eða lengur reyndust hafa marktæk tengsl við vinnutengda streitu og skýrðu tæp 23% af breytileikanum í vinnutengdri streitu (F(16, 3837) = 69,78, p < 0,001). Niðurstöðurnar sýna að starfsánægja var sá þáttur sem hafði hvað mestu tengslin við vinnutengda streitu að teknu tilliti til annarra þátta þannig að meiri almenn ánægja í starfi þýddi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.