Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 98

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 98
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 98 .. Tafla 2. Mat íbúa á Norður- og Austurlandi á því hvort beint millilandaflug frá Akureyri hafi aukið lífsgæði þeirra samkvæmt könnun á vegum Félagsvísindastofnunar 2023 Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki né Frekar sammála Mjög sammála Flugu ekki frá Akureyri: Norðurland vestra 10% 0% 52% 16% 22% Akureyri 11% 1% 28% 18% 42% Norðurland eystra annað 9% 1% 36% 19% 36% Austurland 13% 5% 31% 33% 19% Samtals 11% 2% 36% 22% 30% Kíkvaðrat (df): 48,7(12), p. < 0,001 Flugu frá Akureyri: Norðurland vestra 17% 0% 0% 0% 83% Akureyri 7% 0% 10% 3% 81% Norðurland eystra annað 12% 2% 6% 18% 62% Austurland 14% 0% 0% 43% 43% Samtals 9% 0% 8% 10% 73% Kíkvaðrat (df): 105,9(12), p. < 0,001 Saga og starfsemi Niceair Í ársbyrjun 2022 var Niceair stofnað um áætlunarflug frá Akureyri til London, Kaupmannahafnar og Tenerife. Hluthafar voru fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki á Norðurlandi og var markmið þess að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða heimafólki upp á borgarferðir og sólarlandaferðir í beinu flugi, auk tengiflugs um stóra alþjóðaflugvelli í Bretlandi og Danmörku. Félagið lagði mikla áherslu á tengsl við nærsamfélagið og að sögn forstjórans Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar voru 25 starfs- menn þess búsettir á Akureyri þegar mest var. Flugáhafnir voru ráðnar samkvæmt íslenskum kjara- samningum og voru að stórum hluta íslenskar til að félagið væri hluti daglegs lífs í nærsamfélaginu. Niceair var ekki með eigið flugrekstrarleyfi en var með 150 sæta Airbus A319 þotu í votleigu til þriggja ára hjá HiFly Malta. Samningurinn við HiFly sem gerður var í lok Covid var félaginu afar hagstæður en aðeins var greitt fyrir flognar stundir að uppfylltu tilteknu lágmarki í hverjum mánuði. HiFly var þó ekki eigandi vélarinnar heldur leigði hana í þurrleigu hjá írska félaginu Avolon. Upphafleg rekstraráætlun gerði að sögn forstjórans ráð fyrir 60% sætanýtingu í fimm millilanda- flugum á viku; tvisvar í viku til Kaupmannahafnar og London og einu sinni í viku til Tenerife árið um kring. Fjárþörf fyrstu tvö árin var áætluð 7-800 milljónir en aðeins tókst að safna 350 milljónum króna í hlutafé áður en starfsemin hófst. Félagið var því vanfjármagnað frá upphafi og fremur illa í stakk búið til að standa af sér áföll. Fyrsta flug Niceair frá Akureyri var til Kaupmannahafnar 2. júní 2023 en flugið til London Stans- ted stöðvaðist strax í fyrstu vikunni þar sem flugrekstaraðilinn HiFly Malta hafði ekki fullnægjandi leyfi til flugs milli Íslands og Bretlands. Hins vegar var flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife samkvæmt upphaflegri áætlun, auk þess sem boðið var upp á stakar ferðir frá Akureyri til Berlínar og Edinborgar um haustið. Jafnframt flaug vél Niceair leiguflug fyrir Greenland Air, Play og fleiri flugfélög og ferðaskrifstofurnar Aventura, Heimsferðir, Tripical og Verdi seldu pakkaferðir með fé- laginu. Áætlanir voru um flug til Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi sumarið 2023, auk þess sem áfram var stefnt að því að hefja flug til Bretlands. Flugáætlun vetrarins gekk samkvæmt áætlun og aðeins varð einu sinni seinkun á flugi vegna af- takaveðurs og rauðrar viðvörunar um land allt. Hins vegar var reksturinn þungur yfir vetrarmánuðina og sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot félagsins drógu að líkindum úr bókunum fyrstu mánuði árs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.