Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 98
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri
98 ..
Tafla 2. Mat íbúa á Norður- og Austurlandi á því hvort beint millilandaflug frá Akureyri hafi
aukið lífsgæði þeirra samkvæmt könnun á vegum Félagsvísindastofnunar 2023
Mjög
ósammála
Frekar
ósammála
Hvorki
né
Frekar
sammála
Mjög
sammála
Flugu ekki frá Akureyri:
Norðurland vestra 10% 0% 52% 16% 22%
Akureyri 11% 1% 28% 18% 42%
Norðurland eystra annað 9% 1% 36% 19% 36%
Austurland 13% 5% 31% 33% 19%
Samtals 11% 2% 36% 22% 30%
Kíkvaðrat (df): 48,7(12), p. < 0,001
Flugu frá Akureyri:
Norðurland vestra 17% 0% 0% 0% 83%
Akureyri 7% 0% 10% 3% 81%
Norðurland eystra annað 12% 2% 6% 18% 62%
Austurland 14% 0% 0% 43% 43%
Samtals 9% 0% 8% 10% 73%
Kíkvaðrat (df): 105,9(12), p. < 0,001
Saga og starfsemi Niceair
Í ársbyrjun 2022 var Niceair stofnað um áætlunarflug frá Akureyri til London, Kaupmannahafnar og
Tenerife. Hluthafar voru fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki á Norðurlandi og var markmið þess
að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða heimafólki upp á borgarferðir og sólarlandaferðir í beinu
flugi, auk tengiflugs um stóra alþjóðaflugvelli í Bretlandi og Danmörku. Félagið lagði mikla áherslu
á tengsl við nærsamfélagið og að sögn forstjórans Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar voru 25 starfs-
menn þess búsettir á Akureyri þegar mest var. Flugáhafnir voru ráðnar samkvæmt íslenskum kjara-
samningum og voru að stórum hluta íslenskar til að félagið væri hluti daglegs lífs í nærsamfélaginu.
Niceair var ekki með eigið flugrekstrarleyfi en var með 150 sæta Airbus A319 þotu í votleigu til
þriggja ára hjá HiFly Malta. Samningurinn við HiFly sem gerður var í lok Covid var félaginu afar
hagstæður en aðeins var greitt fyrir flognar stundir að uppfylltu tilteknu lágmarki í hverjum mánuði.
HiFly var þó ekki eigandi vélarinnar heldur leigði hana í þurrleigu hjá írska félaginu Avolon.
Upphafleg rekstraráætlun gerði að sögn forstjórans ráð fyrir 60% sætanýtingu í fimm millilanda-
flugum á viku; tvisvar í viku til Kaupmannahafnar og London og einu sinni í viku til Tenerife árið
um kring. Fjárþörf fyrstu tvö árin var áætluð 7-800 milljónir en aðeins tókst að safna 350 milljónum
króna í hlutafé áður en starfsemin hófst. Félagið var því vanfjármagnað frá upphafi og fremur illa í
stakk búið til að standa af sér áföll.
Fyrsta flug Niceair frá Akureyri var til Kaupmannahafnar 2. júní 2023 en flugið til London Stans-
ted stöðvaðist strax í fyrstu vikunni þar sem flugrekstaraðilinn HiFly Malta hafði ekki fullnægjandi
leyfi til flugs milli Íslands og Bretlands. Hins vegar var flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife
samkvæmt upphaflegri áætlun, auk þess sem boðið var upp á stakar ferðir frá Akureyri til Berlínar
og Edinborgar um haustið. Jafnframt flaug vél Niceair leiguflug fyrir Greenland Air, Play og fleiri
flugfélög og ferðaskrifstofurnar Aventura, Heimsferðir, Tripical og Verdi seldu pakkaferðir með fé-
laginu. Áætlanir voru um flug til Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi sumarið 2023, auk
þess sem áfram var stefnt að því að hefja flug til Bretlands.
Flugáætlun vetrarins gekk samkvæmt áætlun og aðeins varð einu sinni seinkun á flugi vegna af-
takaveðurs og rauðrar viðvörunar um land allt. Hins vegar var reksturinn þungur yfir vetrarmánuðina
og sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot félagsins drógu að líkindum úr bókunum fyrstu mánuði árs-