Saga - 2017, Blaðsíða 182
um valdabaráttu milli lækna og ljósmæðra á 19. öld. Hér er vert að taka
dæmi úr ritgerðinni af ljósmóður í læknisumdæmi Jóns Finsen, héraðs -
læknis í Norðlendingafjórðungi, en hún sótti um það til landlæknis að fá að
nota fæðingartöng. Með umsókninni fylgdi meðmælabréf frá Finsen. Engu
að síður var beiðninni synjað (sjá bls. 189−90).
Þótt læknastéttin á 19. öld hafi beitt sér gegn ljósmæðrum sýna erlendar
rannsóknir að barátta lækna gegn ómenntuðum körlum, sem fengust við
lækningar, hafi verið talsvert hatrammari. Þessa sér einnig stað í ýmsum
áhugaverðum dæmum sem Erla Dóris greinir frá í meginmáli ritgerðar.
Nefna má eitt þeirra, nánar tiltekið þegar Jón Finsen „kom því til leiðar árið
1858 að „en gammal bonde“, eins og hann titlar Jón Jónsson á ytra-kálf -
skinni í skýrslu til heilbrigðisráðsins fyrir árið 1859, yrði stranglega bannað
að sinna fæðingarhjálp í læknaumdæmi sínu“ (bls. 52−56). Í ritgerðinni eru
einnig dæmi um fæðingarhjálpara sem voru ávíttir fyrir að hafa tekið sæng-
urkonum blóð án samráðs við lækni. Umfjöllun um samskipti lækna og
ljósfeðra hefði gjarnan mátt vera beittari og þar hefði samanburður við
erlendar rannsóknir um baráttuna milli menntaðra lækna og skottulækna/
alþýðulækna einnig styrkt röksemdafærsluna.
Ritgerðin Fæðingarhjálp á Íslandi 1760−1880 geymir gott yfirlit yfir þróun
lækna- og yfirsetukvennanáms samanborið við Danmörku. Sem slík á hún
eftir að gagnast sagnfræðingum sem fást við heilbrigðissögu. Áhugaverðasti
hluti ritgerðarinnar varðar aðkomu karla, sem ekki voru læknismenntaðir,
að fæðingum. Að mati andmælanda hefði gjarnan mátt gera meira úr þeim
þætti. Vonandi fær höfundur ritgerðarinnar tækifæri til að spinna þann þráð
áfram á komandi misserum.
ólöf ásta ólafsdóttir
Inngangur
Hún skal hvorki vera of ung og óreynd, né of gömul, heldur miðaldra,
með fullum kröftum, minni og forstandi, heil og ósjúk, ekki of lurkaleg,
of feit, eða stirð í vikum; þar með skal hún vera snarráð, siðlát, glað -
lynd og skynsöm, að hún kunni bæði að lesa og skrifa, og sérdeilis að
lesa; þar að auk forstandug og meðaumkunarsöm við fátæka, en fram
yfir allt annað, skal hún vera guðhrædd og hafa góða samvisku: þar
fyrir utan, má hún ekki vera þunguð af barni, nær hún skal öðrum
hjálpa, því það hindrar hana í hennar verki.
Svona hefst doktorsritgerðin Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880 eftir Erlu
Dóris Halldórsdóttur, sem hér er varin. Þessi texti er úr fyrstu kennslubók
um fæðingarhjálp á íslensku, Sá nýji yfirsetukvennaskóli, sem kom út á Hólum
andmæli180
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 180