Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 jltargftiiiftfnMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Að loknum landsfundi T andsfundur Sjálfstæðisflokks- I j ins hefur kveðið upp sinn úr- skurð í þeim átökum um formanns- embætti flokksins, sem staðið hafa síðustu vikur. Davíð Oddsson hefur verið kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins til næstu tveggja ára og Friðrik Sophusson, varaformaður. Þetta er niðurstaða tæplega 1400 landsfundarfulltrúa úr öllum lands- hlutum. Þetta er niðurstaða í lýð- ræðislegri kosningu og við hana hljóta allir Sjálfstæðismenn að una. Hinn nýkjörni formaður Sjálf- stæðisflokksins á að baki glæstan stjórnmálaferil. Hann tók við for- mennsku borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna eftir að flokkur- inn hafði í fyrsta sinn í sögu sinni misst meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Davíð Oddsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í borg- arstjórnarkosningunum 1982, þeg- ar flokkurinn endurheimti meiri- hluta sinn í borgarstjórn, hann hélt þeim meirihluta í kosningunum 1986 og fyrir tæpu ári vann Sjálf- stæðisflokkurinn undir hans forystu mesta sigur, sem sögur fara af í borgarstjómarkosningum, þegar flokkurinn fékk yfír 60% greiddra atkvæða í Reykjavík. Á landsfund- inum nú var Davíð Oddsson kosinn formaður með rúmlega helmingi atkvæða. Friðrik Sophusson var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný, eftir að hafa látið af því starfi haustið 1989. Þá dró hann sig í hlé er Davíð Oddsson hafði tilkynnt framboð sitt til varaformanns. Sú staðreynd, að Friðrik Sophusson er kjörinn í þetta embætti á nýjan leik er augljóslega vísbending um, að landsfundarfulltrúar telja hann hafa stöðu til þess að gegna sér- stöku hlutverki í því að tryggja sættir og samstöðu í flokknum í kjölfar harðra átaka á þessum landsfundi um formannsembættið. Aðdragandi þessara átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið umdeildur og verður um- deildur. Sjálfstæðismenn hafa löng- um horft til formennsku í flokki sínum með sérstökum hætti. Þegar mótframboð kom við formannskjör í fyrsta sinn í sögu flokksins árið 1979 töldu margir flokksmenn það brot á óskráðum starfsreglum flokksins. Ljóst er, að fjölmargir Sjálfstæðismenn telja, að framboð varaformanns Sjálfstæðisflokksins gegn formanni flokksins hafi af þessum sökum verið álitamál, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir hinir sömu telja nauðsynlegt fyrir velferð flokksins sjálfs, að þeir, sem gegna formennsku í Sjálf- stæðisflokknum geti gengið frá því starfi með reisn, þótt þeir verði óhjákvæmilega fyrir miklum ágjöf- um meðan þeir sitja á formanns- stóli. Úrslitin í formannskjörinu nú munu engu breyta um þessa skoðun fjölmargra Sjálfstæðismanna, þótt hitt sé ljóst, að fjölmennir hópar telja ekkert athugavert við framboð og kosningu af þessu tagi og raun- ar eðlilegan þátt í stjórnmálabar- áttu nýrra tíma. Þegar Þorsteinn Pálsson var kjör- inn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi haustið 1983 sagði hann m.a.: „Mikill vandi fylgir þessu starfi og það er undirorpið miklu miskunnarleysi.“ Það fer ekkert á milli mála, að á tæplega átta ára formannsferli hefur Þorsteinn Páls- son fundið fýrir þessu miskunnar- leysi. Hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir tímabil mikiila átaka. Hann stóð frammi fyrir alvarlegum klofningi í flokkn- um fjórum árum seinna. Hann tók á þeim vandamálum af manndómi og leysti þau. Hann getur glaðst yfir því, að þegar hann stendur nú upp úr formannsstól skilar hann Sjálfstæðisflokknúm sameinuðum til eftirmanns síns og staða flokks- ins í skoðanakönnunum er betri en hún hefur verið um langt árabil. Átök á borð við þau, sem staðið hafa í Sjálfstæðisflokknum síðustu vikur skilja alltaf eftir sig einhver sár. Nú reynir á hina nýju forystu flokksins að halda þannig á málum, að samstaða takist á milli manna. Með málflutningi sínum að undan- fömu hefur hinn nýi formaður Sjálf- stæðisflokksins vakið vonir hjá stuðningsmönnum flokksins um breiðan og sterkan flokk. Þess vegna ekki sízt verða gerðar til hans miklar kröfur. Alþýðusam- band Is- lands 7 5 ára álþýðusamband Islands á 75 ára afmæli í dag. Mikið vatn er v ivar runnið síðan þessi heildar- samtök launafólks í landinu voru stofnuð. Áratugum saman stóð um þau pólitískt stríð enda var Alþýðu- sambandið lengi beinn eða óbeinn aðili að stjórnmálabaráttunni í landinu. Alþýðusamband íslands hefur breytzt með sama hætti og þjóðfé- lagið sjálft. Heildarsamtök launa- fólks eru eftir sem áður mikilvægur aðili að ákvörðunum, sem geta skipt sköpum fyrir þjóðina alla. En Al- þýðusambandið er ekki lengur aðili að stjómmálabaráttunni með bein- um eða óbeinum tengslum við stjórnmálaflokka og verður vonandi aldrei aftur. Þótt lífskjör almennings hafi batnað mikið á þeim 75 árum, sem liðin eru frá stofnun Alþýðusam- bandsins er enn mikið verk að vinna. Margt bendir til þess, að Iífskjaramunur í landinu hafi stór- vaxið á síðustu áratugum. Spyrja má, hvort bryddi á fátækt á ný á íslandi. Alþýðusambandið hefur veigamiklu hlutverki að gegna í því að stöðva slíka þróun. ) 29. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Ekkert annad í huga fólks en að flokkurinn snúi sér sam- einaður að andstæðingunum - segir Davíð Oddsson nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræða saman á landsfundi flokksins. DAVÍÐ Oddsson nýkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins telur enga hættu á að formannskjörið milli hans og Þorsteins Pálssonar hafi í för með sér deilur eða klofn- ing í flokknum. Hann segist heita því, að allir landsmenn muni sjá það í stprfum þeirra Friðriks Sophussonar varaformanns flokksins, að þeir séu forustumenn flokksins alls. „Ég fann það mjög glöggt á lands- fundinum, og eins í fjölmennu og vel heppnuðu samkvæmi sem flokkurinn hélt að fundinum loknum, að það er ekkert annað í huga fólks en að Sjálf- stæðisflokkurinn snúi sér sameinað- ur að andstæðingunum, og þetta er afskaplega góður tími til að láta sár gróa, þegar glíma þarf við verðug verkefni eins og það að velta vinstri- stjórnarokinu af Iandinu,“ sagði Davíð Oddsson þegar hann var spurður hvort hann teldi hættu á að formannskjörið hefði í för með sér átök og deilur milli forustumanna og fylkinga í flokknum. „Áuðvitað eru menn nokkuð móðir en ekki sárir, og sá móður rennur fljótt af mönnum þegar þeir snúa sér að því verkefni að eiga við andstæð- ingana. Og þar sem kosningabarátt- an milli okkar Þorsteins fór fram málefnalega og heiðarlega, þá er enginn vafi á því í mínum huga að þau sár sem kunna að hafa opnast, gróa fljótt, og flokkurinn verður sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Davíð. Fyrir landsfundinn sagði Davíð, að eðlilegt væri að flokkurinn kysi á milli manna í forustustörf. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði stungið upp á Friðriki Sophus- syni sem varaformanni og þar með í raun komið í veg fyrir kosningu um það embætti, svaraði hann að hafa yrði í huga að á fundinum hefði þegar farið fram erfið kosning. „Og þó að aðeins einn maður hafi boðið sig fram í embætti varaformanns, þá breytir það ekki hinu, að það er ekkert óeðlilegt að kjósa á milli manna. Ég hef þó ekki talið að það sé nauðsynlegt að gera það í hvert skipti; allt fram að þessum fundi hef ég til dæmis stutt fyrrverandi form- . ann til þeirra verka. En það sem ég sagði, var það að ef menn vildu að kosið væri á milli manna þá sé það ekkert óeðlilegt." — Það er horft til þess að bæði þú og varaformaðurinn koma úr Reykjavík og jafnframt er vitnað til ummæla þinna um að eðlilegast væri að varaformaður þinn kæmi af landsbyggðinni. Varstu með þessu að ganga á bak orða þinna? „Ég orðaði þetta eitthvað á þá lund, þegar ég var spurður um vara- formann, að ég teldi ekki óeðlilegt að það yrði leitað að varaformanni í öðru kjördæmi en mínu eigin. Þeg- ar úrslit í formannsskjörinu lágu fyr- ir, átti ég viðræður við menn, og það var alveg ljóst að mest samstaða yrði um Friðrik Sophusson, þótt margir aðrir væru inni í myndinni. Þar kom ekki hvað síst til afstaða ýmissa forustumanna úti á landi, sem töldu að með því móti yrði vel skipað málum. Hitt var hins vegar mín skoð- un, en þetta varð niðurstaðan og ég fann ekki annað en það væri mikil og góð sátt um það á fundinum. Það breytir þó ekki því, eins og kom fram hjá Friðriki á landsfundin- Þorsteinn Pálsson: Mjög sáttur við þá stöðu Sjálf- stæðisflokksins sem ég skil við „ÞAÐ eru fengin úrslit og ég finn auðvitað til viss söknuð- ar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fráfarandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Rætt var við hann um niðurstöðu for- mannskjörs á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á sunnudag og hvernig hann meti framtíð sína og flokksins. „Ég taldi að ég hefði verið búinn að byggja flokkinn upp í mjög góða stöðu, bæði með því að samcina sundruð öfl og skila um margra missera skeið bestu niðurstöðum í skoðanakönnun- um sem við höfum fengið, þannig að ég er mjög sáttur við þá stöðu Sjálfstæðisflokks- ins sem ég skil við.“ — Verður einhver breyting á Sjálfstæðisflokknum við form- annsskiptin? „Reynslan ein sker úr um það.“ — Rætt' hefur verið um mis- jafnan stíl ykkar Davíðs, hveiju breytir hann? „Ég held að vinnubrögðin í kring um þetta séu þess eðlis að Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Pálsson ávarpar landsfund Sjálfstæðisflokksins eftir að úrslit lágu fyrir í formannskjörinu. niðurstaðan hljóti að túlkast sem ósk fundarins um harðara yfir- bragð á flokknum en er í dag.“ — Geturðu lýst því nánar? „Nei, ég held að menn skynji og skilji alveg hvað í því felst. Ég hef ekki orðið var við neinn teljandi skoðanaágreining, en þetta er svolítið önnur sál en við höfum þekkt í Sjálfstæðisflokkn- um fram til þessa.“ — Áttu von á að einhver eftir- mál verði, eða er málinu lokið? „Kosningunum lauk með niður- stöðu.“ — Menn hafa velt fyrir sér hvort af formannskjörinu leiddi klofningur í flokknum. „Ekki af minni hálfii.“ — Kom til tals að þú yrðii varaformaður, varst þú beðinn um það? „Nokkrir menn nefndu það. Ég skynjaði að fundurinn var auðvit- að á miklum tilfinninganótum eftir þessi úrslit og ýmsir áttu erfitt með að ganga út af fundin- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 31 Friðrik Sophusson kjörinn vara- formaður Sjálfstæðisflokkins: Þessi staða kom mér jafn mikið á óvart og* öðrum Tel ekki að stefna flokksins breytist með formannsskiptunum FRIÐRIK Sophusson segist telja að stuðningur sein hann fékk í varaformannskjöri Sjálfstæðisflokksins stafi af því að fólk telji hann geta hjálpað til að búa um sár seni hugsanlega liafi komið við formannskjörið. um, að við gerum okkur ljóst að við erum forustumenn flokksins alls. Ég heiti því að allir landsmenn munu sjá það í störfum okkar tveggja. Reyndar hefur það oft verið þannig, að einmitt þeir forustumenn flokks- ins sem komið hafa úr Reykjavík, hafa lagt sig í framkróka við að sanna þetta og sýna. Við vitum að menn horfa til þessa, og því erum við ennþá meira vakandi fyrir því, að ekkert það gerist í okkar störfum sem gæti bent til þess að við lítum til þess hluta landsins frekar en ann- ars,“ sagði Davíð. Ætla ekki að geysast um með fyrirgangi Þorsteinn Pálsson fráfarandi formaður flokksins sagði eftir for- mannskosninguna á sunnudag, að þar hefði verið kosið milli harða og mjúka stílsins í forustu flokksins. Þegar Davíð var spurður hvort hann væri sammála þessari skilgreiningu, svaraði hann neitandi, og sagðist raunar hafa hafa heyrt það frá sum- um talsmönnum Þorsteins í kosn- ingabaráttunni fyrir formannskjörið, að hann hefði rekið mestu félagslegu þjónustu sem nol.kur hefði rekið í Reykjavík. „Þannig að ef menn horfa til þess þá er ég fulltrúi hinna mjúku gilda umfram aðra menn hvað það snertir. Ef menn hins vegar eiga við það að ég vilji að stefna flokksins sé skýr og skörp, og komist til skila með ákveðnum hætti, þá má það vera rétt.“ — Megum við þá eiga von á skarp- ari kosningabaráttu frá Sjálfstæðis- flokknum nú en áður? „Ég skal ekki um það segja. Ég vona að þetta verði góð kosningabar- átta og glögg, og menn átti sig á því hvað sé í húfi. Við munum gera okkar, sjálfstæðismenn, til að það liggi ijóst fyrir. Ég sagði hins vegar í minni ræðu, að við vildum engar kollsteypur eða byltingar heldur þró- un, og ég áskil mér rétt til að taka minn tíma til að setja mark á flokk- inn; ég ætla ekki að geysast þar fram með fyrirgangi og gauragangi, held- ur fara með löndum, njóta krafta og ráða þeirra sem fyrir eru og vel þekkja til. Ég vænti þess til dæmis að þar muni ég njóta stuðnings og aðstoðar þingflokksins þar sem sitja menn með mikla reynslu," sagði Davíð. Þegar hann var spurður um hvort um. Ég leit nú á þær óskir í því ljósi, en mitt svar við þeim var mjög einfalt. Þegar búið er að reka skipstjóra, þá er hann ekki beðinn um að gerast stýrimaður." — Hvað gerir hann þá, fer hann í land? „Nei, hann heldur bara'afram sínu striki. Nú fæ ég langþráð tóm til að sinna mínu fólki á Suðurlandi betur, svo sem það á skilið og vikurnar framundan fara fyrst og fremst í það.“ — Hver er þín framtíð í stjórn- málunum í framhaldi af þessu? „Ég hef aldrei lagt áætlanir fram í tímann fyrir sjálfan mig. Ég hef tekið á verkefnunum eins og þau hafa blasað við hveiju sinni. Það sem blasir við núna er að vinna í kjördæminu og skila góðum árangri þar í kosningun- um. Svo tekur næsti kafli við og hann ræðst auðvitað af því hver úrslitin verða í kosningunum." — Ertu þá að breyta um áherslur og stíl í þínu þingmanns- starfi? „Nei, ég er ekki að breyta um áherslur eða stíl, en þegar maður er laus við ábyrgð flokksforyst- unnar þá fær maður meira svig- rúm til að sinna sínu kjördæmi. Því er auðvitað ekki að neita að formannsstarfið hefur komið nið- ur á þeim skyldum. Það getur aldrei farið hjá því. Nú gefst tóm til að sinna því betur og ég er í sjálfu sér mjög glaður yfir því, mér finnst ég skulda mínu fólki þar,“ sagði Þorsteinn Pálsson. hann teldi að landsfundur flokksins hefði markað nægilega skýra stefnu í mikilvægum málaflokkum, sagði hann svo vera, og það hefði raunar komið á óvart hve mikill áhugi hefði ríkt á málefnastarfi á landsfundinum og þátttaka í störfum málefnanefnda verið góð. Aðspurður um sjávarút- vegsályktun, sagði hann að ekki hefðu verið gerðar tillögur um stór- vægilegar breytingar á sjávarútvegs- stefnu, enda ljóst að hún verðf ekki endurskoðuð fyrr en á næsta ári. Hins vegar hefði náðst um ályktun- ina mikilvæg samstaða. Um skattamál sagði Davíð, að hjá honum og öðrum forustumönnum flokksins hefði komið skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn legði höfuðá- herslu á að stöðva skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. Eftir það væri næsta skrefið að lækka skattana, taka útgjaldahækkanir ríkisins fyrir stig af stigi og jafnframt að skapa ríkinu tekjur með öðrum hætti, svo sem þeim að selja ríkisfyrirtæki. „Við viljum í raun ekki segja neitt annað en við teljum okkur geta, í samvinnu við aðra, staðið við. En þetta er eins og að aka bifreið. Ef að hún er á rangri leið er fyrsta skrefið að stöðva hana og síðan beina henni á aðra braut.“ Samstarf við Alþýðubandalag ekki útilokað — í ræðu þinni á landsfundinum varst þú þungorður í garð ríkisstjórn- arflokkanna, en menn tóku eftir því að þú skammaðir Alþýðuflokkinn minnst. Má lesa úr því hvaða óskir þú hefur um stjórnarmynstur eftir næstu kosningar? „Nei, ég hef ekki látið neitt slíkt í ljós. Það eina sem ég hef sagt um þetta er að eftir kosningarnar, ef við verðum ekki einir á ferð, þá munum við reyna að eiga samskipti við þann flokk, sem er tilbúinn til að mæta okkur best hvað okkar málefni varð- ar, og hefur þá þau málefni á sinni könnu sem við getum vel unað við. Við vitum að í stjórnarsamstarfi og stjórnarmyndun er það aldrei vilji eins sem ræður. Þar verða að koma til samningar og sátt.“ — Kæmi til greina að eiga sam- starf við Alþýðubandalagið? „Það er ekkert útilokað. Hins veg- ar virðast þeir ekki vera á þeim bux- unum, því þeir hafa sent mér frekar kaldar kveðjur," sagði Davíð Odds- son formaður Sjálfstæðisflokksins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins voru kosnir 11 menn í mið- stjórn flokksins. Eftirtaldir náðu kjöri: Þorgrímur Daníelsson Tannastöð- um Hrútafirði, 888 atkvæði, Þuríður Pálsdóttir Reykjavík, 869, Drífa Hjartardóttir Keldum Rangárvöllum, 788, Gunnar Ragnars Akureyri, 788, Sigurður Einarsson Vestmannaeyj- um, 788, Hildigunnur Högnadóttir ísafirði, 787, Guðlaugur Þór Þórðar- son Borgarnesi, 783, Theódór Blön- dal Seyðisfirði, 710, Björn Jónasson Siglufirði, 688, Davíð Scheving Thor- steinsson Garðabæ, 685, Magnús L Sveinsson Reykjavík, 660. Þau Þorgrímur, Drífa og Guðlaug- ur komu ný inn í miðstjórnina. Einar Guðfinnsson og Hreinn Loftsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en Lilja Hallgímsdóttir náði ekki kosningu aftur í miðstjórn. 20 manns fengu atkvæði i kosningum til mið- stjórnar, en ekki fengust upplýsingar um hveijir aðrir fengu atkvæði í kjör- inu. Þá kaus þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins fimm fulltrúa úr sínum hópi í miðstjórn flokksins í gær. Kosin voru Halldór Blöndal, Matthías Bjarnason, Pálmi Jónsson, Salome Þorkelsdóttir og Þorsteinn Pálsson. Koma þau Þorsteinn, Halldór og Salome í stað Birgis ísleifs Gunnars- ' sonar, Friðriks Sophussonar og Matthíasar Á. Mathiesens. „Það kom í ljós á fundinum að það virtist vera mjög víðtæk sam- staða um að ég tæki þetta að mér. Eftir að hafa hugsað það mál og borið mig saman við fjöl- marga af forustumönnunum féllst ég á að gera það,“ sagði Friðrik við Morgunblaðið eftir varafor- mannskjörið. Þegar hann var spurður hvort að í ljósi þess að hann vék úr varaformannsstóli fyrir Davíð Oddssyni á síðasta landsfundi, mætti nú líta á að það hafi verið millileikur Davíðs á leið í form- annssætið, sagði hann það vera af og frá. „Ákvörðun mín á síðasta lands- fundi byggðist á því að ég taldi mig eigá að víkja fyrir Davíð Oddssyni því það væri eðlilegt að hann tæki við sem varaformaður. Að þessi staða skuli nú hafa kom- ið upp er álíka óvænt fyrir mig og alla aðra og ég býst við því að sá mikli stuðningur sem ég hlaut hér sé fyrst og fremst vegna þess að menn telja að ég, vegna reynslu minnar og hvað ég þekki vel til í flokknum, geti hjálpað til við að búa um þau sár sem kannski verða að loknu þessu formannskjöri," sagði Friðrik. Aðspurður hvort stefna Sjálf- stæðisflokksins myndi breytast með formannsskiptunum sagðist hann ekki telja að svo færi. Það væri landsfundurinn.sem markaði stefnu flokksins og henni hlyti forystan að fylgja. — En telur þú að niðurstaða þessa landsfundar verði til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái meirihluta í næstu kosningum? „Ég skal ekkert um það segja, hvort þessi landsfundur hafi bein áhrif á úrslit kosninganna. En ég get fullyrt það, þegar maður finn- ur fyrir því afli sem er á þessum fundi, að það sé alveg ljóst að flokkurinn er á uppleið, hann er að efla sig og sitt fylgi, þannig að ég hef mikla trú á því að hann fái mjög góð kosningaúrslit," sagði Friðrik Sophusson. Þorgrímur Daníelsson efstur í miðstjómarkjöri Kjör formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1991 Formaður Davíð Oddsson 733/ 52,8% Þorsteinn Pálsson 651/ 46,9% 1388 greiddu atkvæði, tveir fengu eitt atkvæði hvor og tveir seðlar voru auðlr. Varaformaður Friðrik Sophusson 998/ 75,9% H 57/ 4,3% Sigriður A. Þórðardóttir £40/ 3,0% Einar Oddur Kristjánsson 1314 greiddu atkvæði, 21 fékk 20 atkvæði eða minna. 98 seðlar voru auðlr og 14 ógildir. í miðsfjörn voru kjörin: Þorgrímur Daníelsson, Tannastöðum, Hrútafirði Þuriður Pálsdóttir, Reykjavík Drífa Hjartardóttir, Keldum, Rangárvallasýslu p Gunnar Ragnars, Akureyri Sigurður Einarsson, Vestmannaeyjum Hildigunnur Högnadóttir, ísafirði | Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgarnesi Theódór Blðndal, Seyðisfirði Björn Jónasson, Siglufirði Davið Scheving Thorsteinsson, Garðabæ Magnús L. Sveinsson, Reykjavík 888 atkvæði 869 atkvæði 788 atkvæði 788 atkvaeði 788 atkvæði 787 atkvæði 783 atkvæði 710atkvæði 688 atkvæði 685 atkvæði 660 atkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.