Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDÁGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alvarleg bilun kom fram í einum af ofnum járnblendiverksmiðjunnar Viðgerð kostar um 75 m.kr. og veltan minnkar um 250 m.kr. ANNAR af tveimur ofnum Jám- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga bilaði á sunnu- dagskvöld, þegar glóandi kísil- jám brenndi sér leið gegnum eins metra þykka einangran í ofninum og flaut út á gólf. Tal- ið er að um 10 tonn af málmi hafí lekið úr ofninum áður en tókst að stöðva lekann um kl. 3 um nóttina. Málmurinn var um 1.650 gráðu heitur þegar hann lagaði út og bráðnuðu brot af ofninum, stálteinar og jámhjól, plastljós, málning á lofstokkum, veggklukka og fleiri hlutir í nágrenni ofnsins. „Hér var allt rauðglóandi ásamt tilheyrandi ógnarhita og miklum reyk, þannig að menn forðuðu sér um leið og búið var að slökkva á ofninum. Þeir notuðu síðan fyrsta tækifæri til að hefja kælingu," seg- ir Helgi Þórhallsson, framleiðslu- stjóri verksmiðjunnar. Hagnaður fyrra árs í hættu Hreinsa þarf út málminn um leið og hann kólnar, og verður það gert með fulltingi stórvirkra bora og sprengjuefnis. Stefán Reynir Krist- insson, verksmiðjunnar, segir að miðað við reynslu frá Noregi nemi kostnaður við að hreinsa ofninn og fóðra að nýju um 70-75 milljónum króna. Munatjón nemi 2-3 milljón- um króna. Ofninn verði óstarfhæfur í 6-8 vikur sem leiði ennfremur til að velta minnkar um 200-250 millj- ónir króna. Hagnaður verksmiðj- unnar nam 150 milljónum króna í fyrra, og segir Stefán að hætt sé við því að hann étist upp að miklu leyti. Ekki sé ljóst hversu mikið fæst bætt gegnum tryggingar verk- smiðjunnar. Ofninn verður einangraður Á meðan ofninn er í viðgerð er verksmiðjan einungis rekin með hálfum afköstum. Stefán segir ekki hægt að sjá fyrir bilun eins og þá sem varð í ofninum, en sambærileg- ar bilanir séu ekki óalgengar í sam- bærilegum verksmiðjum erlendis. Ofninn er 10,5 metrar í þvermál að ofanverðu og 5 metra djúpur, úr þykku jámi. Inni í ofninum er lag úr sérstökum, eldtraustum múr- steini og þar ofan á kolablokkir, og er þessi fóðring rúmur metri á þykkt. Hún er orðin 15 ára gömul. Ofninn verður síðan einangraður að nýju. Helgi segir það lán í óláni að málminum tókst ekki að komast gegnum gólfplötu undir ofninum, því þá hefði dýr búnaður sem snýr ofninum skemmst og leiðslur sem liggja undir svæðinu. Járnblendinu Morgunblaðið/Sverrir Framleiðslustjóri járn- blendiverksmiðjunnar Helgi Þórhallsson, kannar opin á ofninum þar sem sjóðheitur málmurinn rann út um. Á myndinni að ofan er Stefán Reynir Kristins- son fjármálastjóri. Fréttabann af yfirheyrslum í stærsta fíkniefnamálinu Afall í HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sett bann á fréttaflutning af yfirheyrslum yfir sakboming- um í umfangsmesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hérlendis en dómsmeðferð þess hófst í gær. Ákvörðun dómsins var tekin að kröfu ákæruvaldsins en dómurinn hafnaði kröfu sem nokkrir veijendur gerðu þegar hún lá fyrir um að réttarhöldin yrðu fyrir luktum dyrum. Samkvæmt ákvörðun dómsins er öllum heimill aðgangur að dómsalnum meðan á yfirheyrslum stendur, öðrum en sakbomingunum 18 og þeim 12 vitnum sem eru á vitnalista ákæruvaldsins. Ekki lokað, en bannað að segja frá Dómurinn hefur lagt bann á opinbera frásögn af atriðum í þinghöldum málsins þar til skýrslur hafa verið teknar af öllum sakborningum. Sak- borningar fá ekki að sitja yfirheyrslur fyrir en að loknum yfirheyrslum yfir öllum sakborning- um, en búist er við að fyrstu yfirheyrslum ljúki ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Meðferð málsins verður haldið áfram í dag en síðan gert hlé til 16. og 17. maí og þá gert hlé til 1. júní. Stærsti salurinn of lítill í rökstuðningi fyrir ákvörðun dómsins er vísað til dóms Hæstaréttar frá 19. apríl þar sem krafa ákæruvaldsins um að meina ákærðu aðgang að 46,3 kg af hassi og 5 af 6 kg af amfetamíni, var yfirheyrður. Þeirri yfirheyrslu verður fram haldið í dag. Framseldur aftur? Tveir sakborninganna 18 eru búsettir í Sví- þjóð og annar er þarlendur ríkisborgari. í dómin- um í gær kom fram að sá er því aðeins tilbúinn að koma til að vera viðstaddur dómsmeðferðina að íslenska ríkið greiði farseðla hans og uppi- hald hér á landi. Ákæruvaldið hefur synjað þeirri beiðni lögmanns hans og í dóminum í gær var gefin út handtökuskipun á hendur manninum og í framhaldi af henni má búast við að óskað vérði eftir handtöku hans í Svíþjóð og jafnframt að hann verði framseldur til Islands og að sendir verði íslenskir lögreglumenn til Svíþjóðar að sækja hann og flytja til landsins á kostnað ríkis- ins. Við rannsókn málsins var maðurinn fram- seldur til íslands og sat í gæsluvarðhaldi í tæpa 2 mánuði ytra meðan framsalskrafan var þar til meðferðar. Hann var síðan látinn laus og kom heim að nýju. Veijandi mannsins, Helgi Jóhann- esson hdl., sagði í héraðsdómi í gær að sænskir lögfræðingar sem maðurinn hefði ráðfært sig við segðu að samkvæmt sænskum lögum væri ekki heimilt að framselja sænska ríkisborgara tvívegis til annars ríkis vegna sama málsins. Morgunblaðið/Þorkell Verjendurnir Örn Clausen, Brynjar Níels- son, Sigurður Þóroddsson og Páll Arnór Pálsson í dómsal. skjölum málsins var tekin til greina. „Sýnt þykir að réttaráhrif ofangreinds dóms ... væru að engu orðin ef opinber umræða yrði um skýrslur ákærðu jafnharðan og þær verða gefnar,“ segir í ákvörðun dómsins. Réttarhaldið fer fram í stærsta sal Dómhúss- ins við Lækjartorg en sá er þó hvergi nærri nógu stór til að rúma svo vel sé lögmennina sem að málinu koma. Bætt hefur verið við borðum í salinn og stólum fyrir áhorfendur fækkað. Meðferð málsins hófst í gær á því að 38 ára gamall maður, sem er meintur höfuðpaur máls- ins og talinn hafa átt aðild að 13 af 19 smygl- ferðum og eiga þátt í innflutningi á 34,2 af Þingfundi slitið eftir að Sýn rauf útsendingu UPPNÁM varð á Alþingi í gær- kvöldi þegar sjónvarpsstöðin Sýn rauf útsendingu frá þing- fundi til að sýna þáttinn í Graf- arvogi með borgarstjóra, sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera í tengslum við væntanlegar borg- arstjómarkosningar. Var þing- fundi fyrst frestað að kröfu full- trúa stjórnarandstöðuflokkanna og síðan slitið eftir fundahöld forseta og formanna þingflokka. Valgerður Sverrisdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, staðfesti úr forsetastóli, að samningur Sýnar og Alþingis um útsend- ingar hefði verið brotinn. „Viðbrögðin eru út í hött,“ sagði Páll Magnússon, útvarps- stjóri íslenska útvarpsfélagsins. Hann sagði, að stjómmálaflokk- um á útsendingasvæði Sýnar hefði verið boðinn aðgangur að dreifikerfí stöðvarinnar fyrir sveitarstjómarkosningamar. Þá hafí Alþingi stefnt að því að ljúka þingstörfum í um seinustu helgi, en af því hafi ekki orðið. Sagðist Páll hafa ákveðið að sýna þáttinn einu sinni kl. 21.40 og ijúfa útsendingu frá þinginu í 20 mínútur. f MORGUNBLAÐINU þessa dagana taka lesendur eftir nokkr- um breytingum á niðurröðun eftiis blaðsins. Markmiðið er að færa saman tengda efnisþætti, þannig að þeir verði aðgengilegri Efnisskipan í Morgunblaðinu fyrir lesendur. Á myndinni hér að neðan er sýnt hvar helstu efnis- þætti er að finna. Dagskrá ljós- vakamiðlanna er nú á öftustu opnu blaðsins ásamt dagbók og veðurkorti. íþróttaopnan færist fram um eina opnu. Teikning Sigmunds verður á sama stað og áður — á blaðsíðu 8 — innan um innlendar fréttir. Staksteinar verða aftarlega í blaðinu I grennd við Bréf til blaðsins, Velvakanda og Víkverja og ýmsa þjónustu- tengda þætti. Aðsendar greinar r- Leiöari 27 Baksíða, Dagbók- innlendar Veður fréttir Krossgáta Utvarp/ Sjónvaip Unglingar Kvikmynda- auglýsingar Fólkí fréttum Velvakandi Stjörnuspá Víkverji Bréftil blaðsins Mynda- sögur Staksteinar Þjónusta Peningamarkaður Miðopna-^ Sérblað dagsins eru íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.