Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐ UR BJARNFREÐSDÓTTIR + Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, fyrrverandi al- þingismaður og formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, var fædd á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skafta- fellssýslu 8. ágúst 1921. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 26. apríl síðastliðinn, 72 ára að aldri. Minningarathöfn um hana var haldin í Hallgríms- kirkju föstudaginn 6. maí, en jarðarför hennar fór fram frá > - Stórólfshvolskirkju laugar- daginn 7. maí. ÉG HEIMSÓTTI hana að Vífils- stöðum á sumardaginn fyrsta og við spjölluðum saman í tvo tíma eða meira. Hún var greinilega veik, eins og hún hafði lengi verið, en andlega hress, skýr og skemmtileg. Undir lokin bað hún mig að koma sér ekki oftar til að hlæja, það væri svo erfitt. Annars var enginn bilbugur á henni. Sem fyrr var hún full áhuga á þeim málefnum sem hún bar fyrir bijósti, ekki sízt málum Sóknar, sem alltaf voru ofarlega í huga hennar, en annars ræddum við um heima og geima og hún sagði mér merkilega sögu, sem ég skil núna að hún gerði í ákveðnum tilgangi. Ég kynntist Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur á vettvangi kjaramála þar sem tekizt var á um hagsmuni sem við höfðum ólíkra að gæta. Ætla mætti að sá jarðvegur sé ekki til þess fallinn að stofna til vináttu en sú varð samt raunin á milli okkar. Áður hafði ég unnið árum saman að samningum Sókn- ar með annarri merkiskonu, Mar- gréti Auðunsdóttur, og með okkur tekist gagnkvæmt traust og trún- aður. Margrét hafði látið af for- mennsku og önnur tekið við þegar yfir stóð hörð deila á vinnumark- aðnum og Sóknarsamningar komnir í sérstakan hnút. Fékk ég þá fyrir allar aldir hringingu heim til mín frá Margréti, sem tilkynnti mér að aftur væri kominn nýr for- maður í Sókn, Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Vafningalaust, eins og henni var lagið, sagði hún mér að þessari konu ætti ég að treysta og að ég yrði að ná sambandi við hana strax. Síðan lét hún mig skrifa niður þau atriði sem þyrfti að ganga frá til að höggva á samn- ingshnútinn. Fór ég eftir öllu sem Margrét sagði og síðar þennan sama dag, eftir að við Aðalheiður höfðum ræðzt lengi við í einrúmi, komst skriður á málin,- sem Ieiddi til niðurstöðu. Upp frá þessu unn- um við saman málefnalega og vel og leystum öll mál með samkomu- lagi. Reykjavíkurborg er stærsti vinnuveitandi Sóknar og samskipt- in mikil. í öllu talinu um að bæta kjör þeirra lægst launuðu felst sjaldan vilji til að gera það án þess að aðrir fylgi á eftir. Þótt Sókn sé enn láglaunahópur tókst samt að breyta mörgu til batnaðar með góðum vilja beggja. Varð þá stund- um að leita ráða sem dygðu frekar Sókn en öðrum. Man ég hvað hýrn- aði yfir Aðalheiði þegar ég bauð að fyrra bragði að viðurkenna hús- móðurstörf til starfsaldurs, en það var þá óþekkt í kjarasamningum. Seinna hringdi hún í mig frá Alþingi til að segja mér að hún væri búin að koma því inn í þingtíð- indi að ég væri höfundur þess ama og kunni ég henni litlar þakkir fyrir því ég hafði sagt öllum að þetta hefði verið krafa Sóknar. Ekki veit ég hvað það var öðru fremur sem leiddi til þess að utan við dagleg störf og annir tókst vin- áttusamband með okkur Aðalheiði. En við áttum skap saman; hún var hreinskiptin, heiðarleg og skemmtileg, en umfram allt virti ég hana fyrir djúpa samúð með þeim sem minna máttu sín og ein- beittan vilja til að hjálpa þeim sem hún gat. Engin leið var að stand- ast hana þegar hún bar upp slík mál. Stundum gat ég haldið undir hom með henni og einnig leitað til hennar og var þá ekki að sökum að spyija. Skilningur hennar á högum þeirra sem höllum fæti stóðu var hertur í eigin lífsreynslu sem hún beiskjulaust minntist og rak hana áfram til að láta gott af sér leiða. Fátt er meira virði í lífinu en kynni af góðu fólki. Ég hef kynnzt mörgu og vil ekki gera upp á milli þess en lifandis ósköp þótti mér vænt um að þekkja haíia Aðalheiði vel og eiga hana fyrir vin. Það var heiður og upphefð og fyrir það er ég þakklátur. Eiginmanni hennar og aðstandendum öllum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Magnús Óskarsson. RAÐAUGl YSINGAR Vantar konu Hjartahlýja, geðgóða, einhleypa konu um fimmtugt vantar í sveit til ekkjumanns sem býr einn. Upplýsingar í síma 96-41942. ft Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Verið velkomin að koma og kynna ykkur heimilið, vinnutíma og vinnuhlutfall. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðn- um og í síma 26222 alla virka daga. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. SAUÐÁRKRÓKSBÆR Fóstrur - fóstrur Leikskólinn Furukot óskar eftir leikskóla- stjóra í 100% stöðu. Einnig vantar yfirfóstru í 100% stöðu og deildarfóstrur að Furukoti. Sömuleiðis vantar deildarfóstru að leikskól- anum Glaðheimum. Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar, Furukot Herdís Jónsdóttir, sími 95-35945, Glaðheimar Helga Sigurbjörnsdóttir, sími 95-35496. Umsóknarfrestur er til 14. maí. Umsóknum ber að koma til féiagsmálastjóra, Stjórnsýsluhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki. Félagsmálastjóri. Uppboð Framhald uppboðs á ms. Hafey SK-194, talinni eign Steindórs Árna- sonar, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs, fer fram á skrif- stofu embsettisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, föstudaginn 13. maí 1994 kl. 10.00. Sýslumaðurirm á Sauðárkróki. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, föstudaginn 13. maí 1994 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Birkimelur 16, Varmahlíð, þingl. eig. Guðmundur Ingimarsson og Sigurlaug Helga Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Fornás 13, Sauðárkróki, þingl. eig. Guðbrandur Frímannsson, gerðar- beiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og Lífeyrissjóður rafiðnaðar- manna. Hvannahlíð 8, Sauðárkróki, þingl. eig. Björn Ottósson, gerðarbeið- endur innheimtumaður ríkissjóðs og Lífeyrissjóöur múrara. Kringlumýri, Akrahreppi, þingl. eig. Sigurður Hansen, gerðarbeið- andi Húsnæðisstofnun ríkisins. Lambanesreykir, Fljótahreppi, íbúðarhús, þingl. eig. Fljótahreppur, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Melur, Staðarhreppi, þingl. eig. Sigurður Jónsson, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Narfastaðir, Viðvíkurhreppi, þingl. eig. Ólöf Þórhallsdóttir, gerðar- beiðendur Lind hf. og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Reykir, Hólahreppi, þingl. eig. Jarðakaupasjóður ríkisins, gerðarbeið- andi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Stokkhólmi, Akrahreppi, þingl. eig. Halldór Sigurðsson, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki (slands og Húsnæðisstofnun ríkisins. Suðurbraut 19, Hofsósi, þingl. eig. Sjöfn Skúladóttir, gerðarbeiöend- ur innheimtumaður ríkissjóðs, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sam- einaði lífeyrissjóöurinn, Tryggingastofnun ríkisins og Húsnæðisstofn- un ríkisins. Suðurgata 22, Sauðárkróki, þingl. eig. Sigurður Kárason, gerðarheið- andi Guðbjörg Kristín Jónsdóttir. Sæmundargata 5, íbúð, verkstæði og geymsla, Sauðárkróki, þingl. eig. Pétur Helgason, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Túngata 10, Hofsósi, þingl. eig. Pétur Arnar Unason, gerðarbeið- andi Lffeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði. Túngata 8, Hofsósi, taldir eig. Stefán Jón Óskarsson og Anna Guð- rún Tryggvadóttir, gerðarbeiðandi Haukur Ingólfsson. Víðigrund 16, íbúð 1.h. t.v., Sauðárkróki, þingl. eig. Eiríkur Hansen, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu miðvikudaginn 11. maí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar, mætum vel á aðalfundinn. Stjórn Dagsbrúnar. B 0 0 »> Eftirfarandi útboð eru til sölu eða afhend- ingar á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, Reykjavík: 1. Útboð 10034 forval, spelkur, gervi- limir og skór. Umbeðnum upplýsingum skal skila 16.05. 1994. 2. Útboð 4097-4 gólfteppi fyrir Þjóðar- bókhlöðu. Opnun 17.5. 1994 kl. 11.00. Gögn seld á kr. 6.225,- m/vsk. 3. Útboð 10043 leigubílaakstur fyrir Ríkisspítala. Opnun 18.05. 1994 kl. 11.00. 4. Útboð 10038 Sondumatur og fylgi- hlutir fyrir Ríkisspítala. Opnun 25.05. 1994 kl. 11.00. 5. Útboð 10063 Forval Svæðisskipulag fyrir miðhálendið. Opnun 24.5. 1994 kl. 14.00. 6. Útboð nr. 10014 Kennaraháskólinn Varmalandi utanhússfrágangur. Opnun 25.05. 1994 kl. 14.00. 7. Útboð 10048 lín fyrir þvottahús Rík- isspítala. Opnun 14.06. 1994 kl. 11.00. 8. Útboð 10065 Tollhúsið Tryggvagötu viðhald og breytingar utanhúss. Opnun 31.05. 1994 kl. 11.00. Gögn seld á kr. 12.450,- frá kl. 13.00 9. maí 1994. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk., nema annað sé tekið fram. RÍKISKAUP Ú t b o ð t k i I a árangrií BORGARTÚNI 7, I 05 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFASÍMI 91-626739 Seglskúta Storebro Royal 33 Til sölu er 1/6 hluti í seglskútunni Uglu 1754, sem nú er á Mallorka. Verðhugmynd kr. 550.000. Gott tækifæri fyrir áhugamenn um siglingar. Ugla er 33 fet og skráð á íslandi. Ugla er vel tækum búin og eru innréttingar sérlega vandaðar. Svefnpláss er fyrir 6. Nánari upplýsingar í síma 628183 á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.