Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 21 LISTIR Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga Nær helmingur nem- enda tók stigspróf Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ÞESSI hópur gítarleikara á gítarnámskeiði var hluti af 180 nemendum skólans í vetur. Hvolsvelli - Um 70 nemendur í Tónlistarskóla Rangæinga tóku stigspróf í vor. Er það helmings aukning frá því sem áður hefur ver- ið. Þetta kom fram í ræðu skólastjór- ans, Agnesar Löve, við skólaslitin sem voru 1. maí sl. í Félagsheimilinu Hvoli fyrir fullu húsi gesta. Alls stunduðu 180 nemendur nám við skólann í vetur og voru allir í fullu námi. Skólinn hefur nú verið lengdur í átta mánuði og hefur það skilað mun betri árangri að mati skólastjórans þar sem nemendur komast fyrr í gang á haustin. Boðið er upp á kennslu á flest hljóðfæri, að auki er starfrækt poppdeild, söng- deild og lúðrasveit. Þá er einnig boðið upp á kennsiu í námskeiðs- formi t.d. raddæfingar, nótnalestur og gítarnám. Bestum árangri að þessu sinni náði Berglind Hilmarsdóttir frá Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi, en hún stundar píanónám. Fékk hún fyrstu ágætiseinkunn, 9,4. Ekki sákar að geta þess að Berglind er 38 ára en tveir hæstu nemendur skólans eru báðir komnir vel á fertugsaldurinn. Það sýnir það að tónlistarnám hent- ar fullorðnum ekki síður en börnum. Á skólaslitunum flutti fjöldi nem- enda fjölbreytt skemmtiatriði og nokkrir velunnarar skólans og kenn- arar fengu afhentar rósir í tilefni dagsins. Tónlistarskóli Garðabæjar Burtfararprófstón- leikar Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur BURTFARARTÓN- LEIKAR Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur, sópransöngkonu frá Tónlistarskóla Garða- bæjar, verða fimmtu- daginn 12. maí. Undir- leikari er Davíð K. Ját- varðsson. Tónleikarnir verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17. Jóhanna byrjaði ung að árum að læra á píanó í Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan burtfararprófi í píanóleik árið 1988 Jóhanna Vigdís Arnardóttir undir handleiðslu Gísla Magnússonar, skóla- stjóra skólans. Undan- farin þrjú ár hefur hún lagt stund á söngnám við söngdeild skólans hjá Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur og lýkur nú þaðan burtfarar- prófi ineð framhalds- nám erlendis í huga. Á efnisskrá tónleikanna eru ljóð og aríur m.a. eftir Hándel, Purcell, Dvorák, Fauré, Pucc- ini, Rossini og Hjálmar H. Ragnarsson. Njjar bækur Slægjur: Fyrsta ljóðabók Sverris Pálssonar skólastjóra ÚT er komin ljóðabók- in Slægjur eftir Sverri Pálsson, fyrrverandi skólastjóra á Akur- eyri, í tilefni sjötugs- afmælis hans nú í sumar. Hann hefur ekki sent frá sér ljóðabók fyrr, en nokkrar frum- samdar bækur hafa komið út frá hans hendi, einkum um söguleg efni. Enn- fremur hefur hann þýtt nokkrar bækur. í Sverrir Pálsson bókinni eru rösklega 50 kvæði, sem skipt- ast í fimm efniskafla: Land oglíf, Um ársins hring, Ýmsum ætlað, Hálfkæringur og Þýð- ingar. Slægjur er 112 bls. og innbundin. Bókin er prentuð í 250 ein- tökum sem eru öll tölusett og árituð af höfundi. Höfundur gefur bókina sjálfur út. Hún kostar 1.800 krónur. 1 lciinilislang: óstnúmer: koma r KIMS snaKK Búðu til smellið slagorð fyrir KIMS snakkið og sendu okkur. Næstu föstudaga, kl. 14 verður dregið úr öllum innsendingum á Bylgjunni og veitt þrenn verðlaun: Þrjár kúffullar körfur af KIMS gæðasnakki í hvert skipti. Fimmtudagurinn 16. júní er svo stóri dagurinn, þá veljum við besta KIMS slagorðið og kynnum sigurvegarann á Bylgjunni milli kl. 14.00 og 14.30. iP *? Klipptu út seðilinn hér fyrir neðan og sendu okkur Kims slagorðið þitt ásamt nafni og heimilisfangi. Einnig fást þátttökuseðlar í verslunum og söluturnum um land allt. Fylgstu með KIMS slagorða- leitinni á Bylgjunni. Slagorð fyrir KIMS snakk: styðjum D-listann Svava Johansen verslunarmaður Áshildur Bragadóttir starfskona Stígamóta ísól Fanney Ómarsdóttir nemi María Ólafsdóttir tísku- og búningahönnuður Kristín Magnúsdóttir rekstrarhagfræðingur íiíttiiitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.