Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 45 BREF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Moka, moka, moka meiri snjó EITTHVAÐ í þeim dúr gæti hann Ómar Möller veriö að hugsa. Þetta hefur verið algeng sjón á Siglufirði það sem af er sumri. Vakna þú sem sefur Frá Þórði Jóhannssyni: FYRIRLESTUR var haldinn í húsi aldraðra laugardaginn 16. apríl sl., áður Alþýðuhúsinu, og bar yfirskrift- ina „Hvað er nýöld“. Fyrirlesari var Gréta Sigurðardóttir sem áður að- hylltist hinar ýmsu nýaldarkenningar og starfaði í reiki og heilun, hún hafði einnig verið útvalin ein af sjö sterkustu nomum á íslandi, þegar hún sneri við blaðinu og frelsaðist og er nú í Veginum, kristnu samfé- lagi. Gréta kom inn á mál sem alltof margir Islendingar aðhyllast, en það er spíritismi. Það var athyglisvert hvernig hún, sem áður var skyggn og skynjaði hluti sem eru utan okkar veraldlega sviðs (en ailt slíkt hvarf frá henni eftir að hún gerði Jesús að frelsara sínum), dæmdi það hart og fullyrti að það sem fólk kallaði framliðna ættingja og vini sem sífellt væru að koma með einhver skilaboð til okkar væru í raun alls ekki það fólk heldur andar sem vilja blekkja og leiða til rangs átrúnaðar, enda eins og hún kom inná þá væri það óskemmtilegt að lenda í því eftir að maður deyr að vera sífellt að fylgjast með eftirlif- andi ættingjum og vinum sem alltaf eru að gera mistök, horfandi upp alla hluti án þess að geta gert neitt. Það væri meira í líkingu við helvíti en himnaríki að vera dæmdur til slíks. Kristin trú litin hornauga Það er eitt af einkennum þessara fræða sem flokkast undir nýöld að þetta fólk er alltaf að fást við eitt- hvað sem þau kalla „guðlega orku“ en geta ekki eða vilja ekki útskýra hvaðan þessi „guðlega orka“ er kom- in. Það er alveg ljóst að innan ramma þessara samtaka er kristin trú litin hornauga og í stórauknum mæli hoi-ft til austurs í leit að nýjum „sann- leika“ sem Vesturlandabúar þekkja sem hindúisma, búddisma, og innan þess er reiki, heilun, endurholdgunar- kenningin o.fl í þeim dúr, sem orð Guðs, Biblían, bannar með öllu, og kallast raunar andlegt framhjáhald í orði Guðs. Það er kannski einmitt það sem er, að fólk sem á annað borð leitar í austurlensk trúarbrögð og þykist finna þar allt sem það er að leita að hefur í fæstum tilfellum lesið eða kynnt sér Biblíuna og jafn- vel hafnar henni sem sannleika og hafnar þar með Guði. Þetta sama fólk er einnig tilbúið að fara á fyrirlestra hjá indverskum gúrúum og hlustar þar á hluti sem það skilur ekkert í, eða lesa hin flókn- ustu rit og skilja jafnvel enn minna, en af því að það er sett fram á nægi- lega fræðilegan og torskildan hátt heldur fólk að það innihaldi eitthvert sannleikskom. Þetta sama fólk kvartar einnig undan því að Biblían sé með öllu ólæsileg, en undirritaður getur fullyrt eftir að hafa verið með- limur í sálarrannsóknarfélagi um tíma og lesið hin ýmsu rit sem inn á borð flæddu að Biblían er eins og barnabók við hliðina á sumu sem þar var boðið upp á. Stefnuleysi og ruglandaháttur Enn er eitt sem á sínum tíma varð mér alvarlegt umhugsunarefni og Gréta talaði einnig um, en það eru hinar íjölmörgu stefnur sem ríkja innan nýaldarsamtakanna. Það væri að æra óstöðugan að fara að telja það allt upp, slík er ringulreiðin þar á bæ, og „allir“ hafa að sjálfsögðu besta eða öruggasta „leiðbeinand- ann“ eins og þær andafígúrur eru kallaðar sem fíflast með þetta aum- ingja fólk allan liðlangan daginn. Þar á bæ ríkir algjört stefnuleysi og ruglandaháttur sem væri nægilegt til að gera hvern mann vitlausan sem kemur að því andahlaðborði sem þar er boðið upp á. Ég vil benda fólki á að skoða þetta vel því að þá blasir við hver mótsögn- in á eftir annarri í kenningum þeirra, enda hvernig ætti annað að geta verið þar sem tugir af stefnum koma úr öllum áttum, hver í trássi við aðra. Lesandi góður, hugsaðu málið gaumgæfilega áður en þú ferð að vaða reyk blekkinganna, skoðaðu hvað orð Guðs segir um málið og vittu hvort nýöld stenst frammi fyrir Guði og gættu þess að hafna ekki skapara þínum með vanhugsuðum aðgerðum sem kunna að kosta þig lífið, eilífa lífið. Lesandi góður, skoðaðu sjálfan þig vel og þitt andlega líf. Munt þú stand- ast frammi fyrir Honum sem gaf þér tækifærið til að gefast sér, eða munt þú verða einn af þeim sem standa sorgmæddir og horfa á þann sem þú hafnaðir, Jesú Krist. Láttu það ekki spyijast um þig að þú hafi hafn- að syni Guðs, Jesú Kristi, af því þér fannst hann kjánalegur og gamal- dags. ÞÓRÐURJÓHANNSSON, meðlimur í Hvítasunnusöfnuðinum, Hjallalundi 20, Akureyri. Kynninqarbob til Kanan 23. maí Vinsælasti sumarleyfisstaöur í Evrópu S5*fín ■W' m W 9'S fröodinn' Með einstökum samningum geta Heimsfer&ir nú bo&ið 18 daga dvöl í þessum nýuppger&u íbú&um á hreint ótrúlegu ver&i. Vprð kr Aðeins 8 íbúðir eru í bobi á þessum einstöku kjörum. Críptu tœkifœrib og bókabu strax! 37.900 pr. mann m.v.hjón með 2 börn Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í íbúð r Þjónusta Heimsferba íslensk fararstjórn Spennandi kynnisferbir Vi&talstímar á gististö&um Þrif 5 sinnum í viku Akstur til og frá flugvelli HtlMSFERÐIR Við erum með þér í hverfinu Til 10. maí verða frambjóðendur sjálfstæðismanna með viðtalstíma á kosningaskrifstofunum milli kl. 17-19 sem hár segir. Vesturgata 2 Símar: 18400.18401 og M 18402. Guðrún Zoega Guðmundur Gunnarsson u Valhöll Sími: 880903. Jóna Gróa Sigurðardóttir “ t Kjartan Magnússon I ásvegur3 Símar: 880905,880906 og 880907. Austurstræti 17 Sími 624600 Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorbinn, kr. 2.405 f. barn. jy Þorbergur Aðalsteinsson Helga Jóhannsdóttir : Laugarnesv. 52 Sími: 880908. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmss. Sigríður Snæhjörnsdóttir Hraunbær 102b Sími: 879991. Inga Jóna Þórðardóttir Olafur F. Magnússon Álfabakki 14a \< Sími: 871992.871993 og 871994. Hilmar Guðlaugsson Kristjana M. Kristjánsd. Torgið, \< Hverafold 1-3 Sími: 879995. Gunnar Jóhann Birgisson Þórunn Pálsdóttir ► ► ► áfram *{ T) ! > ► Reyk|avíit > —J i c £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.