Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 37 kom aldrei. Það hafði komið upp vandamál og ívar gekk í málið, þann- ig var hann alltaf, til í að hjálpa. Þegar ég talaði við hann daginn eft- ir spurði ég hann af hveiju hann hefði ekki komið að ná í mig. „Hvað ertu að æsa þig, kallinn minn, ég gleymdi þér. Var ekki kominn tími á bað hjá þér?“ Svo hló hann, og ég hló með. Nú mun enginn kalla mig Lúffa og Lalla pabba. Enginn íbbi frændi til að púrra mann upp. Grín hjá okk- ur. Hann átti að heita Var en prestur- inn sagði: Allir í var, af því að her- flugvél flaug yfir. Ég átti að heita Rus en mamma missti mig og prest- urinn sagði: Þarna lá Rus. Ég er að kveðja mjög traustan og góðan vin. Þá koma upp í hugann orð úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran: Skamma stund mun ég hvíl- ast í faðmi vindanna og síðan verða endurborinn af nýrri móður. íbbi frændi, ég mun minnast þín í skræpóttu buxunum á fullu gasi að rétta bíla skellihlæjandi. Jóhanna, ég votta þér samúð mína, þú ert heppin að eiga svo góða að — föður þinn, tengdaforeldra, ættingja og vini, sem munu ásamt góðum guði styrkja þig í þessari raun. Lárus Jónsson. í dag er borinn til grafar ívar frændi minn, sem lést svo sviplega á björtum góðviðrisdegi þegar enginn gat átt von á. Aðeins nokkrum dög- um áður hafði ég hitt hann og þegið af honum greiða út af bíl mínum og það ekki í fyrsta skipti. Þá var ívar glaður eins og var hans eðli. Aldrei hitti ég hann öðru vísi en í góðu skapi og var hann að vonum vinsæll og elskaður af okkur, sem vorum svo lánsöm að þekkja hann og eiga hann að. Jafn sárt fínnst mér að missa ívar og minningin um hann er góð. Ég bið Guð almáttugan að styrkja for- eldra, tvíburabróður og systkini, eig- inkonu hans og dætur í sorg þeirra og hjálpa þeim að finna gleðina á ný. Einungis þannig get ég hugsað mér hinstu ósk ívars. Bjartsýnn og jákvæður og alltaf glaður lifði hann og hamingjusamur maður dó hann. Blessuð sé dýrmæt minning hans. Páll Jónsson. Það var alltaf jafn gaman að hitta ívar Amórsson. Andrúmsloftið varð léttara. Allur geðstirðleiki var víðs fjarri. Börn hændust að honum áreynslulaust. En léttlyndi hans átti ekkert skylt við kæruleysi. ívar frændi minn kom mér fyrir sjónir sem glaðlyndur al- vörumaður. Glaðlyndur var hann, það blasti við, en hann var líka al- vörumaður í allri merkingu; sam- viskusamur, ósérhlífinn og greiðvik- inn svo af bar. Hann var í stuttu máli einn af þeim mönnum sem læt- ur betur að leysa vandamál en búa þau til. ÞatÞer þungbærara en orð fá lýst að þessi harðduglegi sómamaður skuli hrifinn burt tæplega þrítugur að aldri. Það er þungbært og það er óréttlátt finnst okkur sem ekki skiljum hinstu rök. Við getum fátt annað en snúið okkur til þess sem öllu stýrir í bæn um líkn. Bæn um styrk og sálarfrið handa ungri ekkju, dætrunum þremur, systkinum og foreldrum. Megi Guð allrar huggunar styrkja þau. Þrátt fyrir myrkur sorgarinnar lýsa minningarnar um góðan dreng í dýpstu merkingu þeirra orða. Þær minningar veita yl og birtu. Þær geta veitt kraft og birtu til þess að bera hið þungbæra, taka því sem ekki verður breytt, hlúa að þeim sem áfram lifa. Innilegustu samúð- arkveðjur frá okkur Kristínu og Jó- hannesi Páli. Blessuð sé minning ívars Amórssonar. Sigurður Pálsson. Við hlökkuðum til að fá ívar Arn- órsson og fjölskyldu hans í heimsókn síðdegis laugardaginn 30. apríl eins og fastmælum var bundið. Við viss- um ekki að hann var búinn að kveðja okkur hinstu kveðju, vissum það ekki fyrr en okkur bárust þau skelfi- legu tíðindi að hann hefði látist af slysförum þá um daginn. Dauðinn hafði hrifsað til sín ungan mann í blóma lífsins frá eiginkonu og böm- um, ættingjum og vinum. Tildrögin að dauða ívars voru táknræn fyrir líf hans og framkomu. Hann ætlaði að gera erlendum ferða- manni þann greiða að aka honum á snjósleða í veg fyrir hópinn sem ferðamaðurinn hafði orðið viðskila við. Rakst fyrir tilviljun á þennan ókunna mann sem var í vandræðum og bauð strax fram hjálp. En dauð- inn lá í leyni og hremmdi þá báða. Hjálpsemi, greiðvikni og ljúfmennska var Ivari í blóð borinn. Og hann beið ekki eftir því að vera beðinn um aðstoð heldur hringdi hann eða kom í heimsókn, glaður og kátur, og spurði hvort hann gæti ekki gert þetta eða hitt okkur til hægðarauka. ívar Amórsson var okkur afar kær vinur og félagi. Við minnumst allra ánægjustundanna í návist hans með þakklæti. Hann gaf okkur mikið af örlæti hjarta síns eins og svo mörgum öðrum. Við minnumst hljóðra stunda í sumarbústaðnum þegar ívar fékkst loksins til þess að sitja auðum hönd- um og hlusta á vindinn. Hann sem aldrei gat verið verklaus. Við minn- umst prakkaralegrar kátínu hans við spilaborðið, einbeitni hans við skákt- ölvuna, umhyggju hans og ástar í garð eiginkonu og bama. ívar var meðalmaður á hæð og myndarlegur á velli, ljós á hár og samsvaraði sér vel. Hann var skjótur til svars og skjótur til verka. Þegar kallið kom var hann fyrir skömmu orðinn framkvæmdastjóri bílaverk- stæðis sem hann átti með föður sín- um. Ekki er vafi á að þar hefðu eigin- leikar hans hjálpsemin og greiðviknin notið sín við að greiða götu annarra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Við hjónin sendum eiginkonu og bömum sem og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón og Ólöf. Okkur langar að minnast Ivars í nokkrum orðum héðan frá Kaup- mannahöfn. Það er einkennilegt að hugsa til þess að þegar við héldum utan eftir jólafríið vorum við að kveðja ívar í síðasta sinn. Það er erfítt að fá svona fréttir frá íslandi og geta ekki verið hjá fjölskyldunni á svona stundu. Þegar Ivar kom inn í fjölskylduna mína var hann fljótur að vinna hylli hennar enda opinn og skemmtilegur persónuleiki sem gaman var að vera með og hafa í kringum sig. Sérstak- lega er okkur í fersku minni sögu- snilli hans sem við fengum svo oft að njóta. Hann lék alltaf á als oddi þegar við hittumst og var hann oftar en ekki fmmkvöðull að því sem fjöl- skyldan gerði saman. Þá fengum við einnig að kynnast því hve orkumikill ívar var, en hann unni sér sjaldan hvíldar og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það er líka þannig sem við komum til með að muna hann. Elsku Jóhanna, Silja, Katrín og Eva Karen, það verður ekki auðvelt að sætta sig við að hann sé farinn frá okkur en við verðum bara að liugsa að hann sé komin á betri stað. Við samhryggjumst ykkur og öllum aðstandendum innilega. Megi minn- ing hans lifa meðal okkar svo lengi sem við lifum. Alida Jakobsdóttir, Helgi og Súsanna. Það kom strákur í bíl til að sækja Jóhönnu stóru systur. Við, þessi yngri, urðum spennt. Svo þegar við hittum strákinn Ivar í fyrsta sinn var hann feiminn. Það var fljótt að breyt- ast; hann var aldrei aftur feiminn. Ivar var sá hressasti, skemmtileg- asti og hjálpsamasti. Tengslin urðu þannig að við gátum leitað til hans hvenær sem var, með hvað sem var. ívar var alltaf reiðubúinn. Hann gat hriflð alla með sér. Og fengið alla til að opna sig og gefa af sér í leik og gleði. Léttleikinn er gjöfin sem hann gaf okkur og mun fylgja okkur alla ævi. fvar gaf okkur líka annað, dæturn- ar þtjár, og gerði foreldra okkar að afa og ömmu. Við viljum þakka fyrir þessi tíu ár sem við fengum að vera með ívari. MINNIIMGAR Við biðjum Guð að varðveita Jó- hönnu, dæturnar, foreldra hans og systkini, þau hafa misst mikið. Systkinin Melbæ 38 og makar. Gleði og sorg, hversu skammt getur verið þar á milli. Að hann ívar, káti og hressi vinur okkar, gleðigjaf- inn sjálfur, skuli vera dáinn, því er erfitt að trúa. Nú eru tíu ár síðan við kynntumst honum, þegar hann og Jóhanna frænka okkar fundu hvort annað. Oft hittumst við öll fjölskyldan við ýmis tækifæri og var þá glatt á hjalla. Ekki brást það að ívar var hrókur alls fagnaðar og eru eftir- minnileg uppátækin hans, skoðanir hans og orðheppni. Ógleymanlegar eru sameiginlegar ferðir fjölskyldunnar til margra ára á hveiju sumri í Kjósina. Þá brá ívar sér í ýmis gervi og skemmti hinum, einn sér eða í félagi við aðra. Hann flutti frumsamdar sögur, brá sér í leikaragervi eða söng. Það var sama hvar borið var niður, alltaf var ívar tilbúinn að taka þátt í öllu og hlátur- inn hans, honum gleymum við ekki. Oft kom ívar með fjölskylduna, Jóhönnu og dæturnar, hingað til okkar í Keflavík og kom þá fyrir að Katrín og Eva Karen dvöldu hjá okkur næturlangt, okkur til mikillar ánægju. Oft birtist ívar óvænt hjá okkur ef hann átti erindi á Suðurnes- in vegna vinnu sinnar og ávallt hafði hann tíma til að setjast niður og fá kaffi og spjalla. Það er erfitt til þess að hugsa að þessar heimsóknir hans verða ekki fleiri, en það er bjart yfir minningu góðs drengs. Við kveðjum kæran vin með mikl- um söknuði og biðjum góðan Guð að styrkja Jóhönnu, dætumar og alla aðra aðstandendur ívars í þeirra þungu sorg. Hugur okkar er hjá þeim. Inga Brynja, Halldór, Sigrún Gróa, Magnús og Sigurbjörg. Þegar við hjónin fluttum heim til íslands eftir nokkurra ára dvöl er- lendis bjuggum við nokkrar vikur hjá tengdaforeldum mínum í Alftatröð 5. I risinu bjuggu ung hjón með sex ára tvíbura, jafnaldra syni okkar Orra. Þá hófust kynni, sem urðu undirstaða að góðum tengslum fjöl- skyldna okkur. Þó drengimir okkar væm góðir leikfélagar á þeim bemskuáram sem Orri var í daggæslu í Kópavogi, var það fyrst er þeir hófu nám í gagn- fræðaskólanum Víghól að vináttu- böndin voru hnýtt í þeim sérstaklega trausta og góða vinahópi sem synir okkar æ síðan hafa tilheyrt. Þeir sem era svo lánsamir að börn- in lenda í samhentum heilbrigðum vinahópi þekkja hve mikil gæfa það er fyrir foreldra. Vinimir verða sem hluti af fjölskyldunni og gifturík lífs- ganga þeirra verður manns eigin gleði. Þeirrar gleði höfum við Sverrir verið svo lánsöm að njóta fram að þessu. Höggið reið yfír svo óvænt, skelfilegt, óskiljanlegt. Ungur fjöl- skyldumaður hrifinn burt í mesta blóma lífsins, að þessu sinni einn úr hópnum okkar. Harmafregnin vakti okkur öllum djúpa sorg og sú stað- reynd að hann á aldrei aftur eftir að birtast í dyranum bjartur á svip með glettni í auga, fá sér kaffibolla í eldhúskróknum og slá á létta strengi er sársaukafull. ívar og Páll vora framburðir Betsýar ívarsdóttur og Arnórs Páls- sonar, yngri börn þeirra era Ágúst og Elísabet. Eftir gagnfræðaskólann hóf ívar nám í Iðnskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan námi 1985. Hann varð meistari í bifreiðasmíð 1993. Á árunum 1984 til 1991 vann hann á bifreiðaverkstæðunum Kyndli og Brimborg, en eftir það á Alp-bíla- verkstæði föður síns og var hann nýlega orðinn meðeigandi að því. Það var mikið gæfuspor þegar ívar giftist Jóhönnu Steinsdóttur 18. apríl 1987 og það gæfuspor átti eft- ir að hafa áhrif inn í okkar fjöl- skyldu. Þau Jóhanna eignuðust tvær dætur, Katrínu sem er á sjötta ári og Evu Karen sem er þriggja ára. Áður hafði ívar eignast dóttur með Hallgerði Thorlacíus, Silju sem er á tólfta ári. Silja hefur dvalið mikið hjá Jóhönnu og föður sínum og var mjög hænd að honum. í gegnum Jóhönnu átti Orri eftir að kynnast konuefni sínu sem er besta vinkona Jóhönnu og ekki minnkaði hin djúpa vinátta við þetta aukna samband. Eftir að ívar lauk námi áttum við hjónin hauk í horni þar sem hann var. Það var alveg sama á hvaða viðviki við þurftum að halda með bílana okkar, það þurfti ekki annað en slá á símann til ívars og hann sá um það sem til stóð. Það var líka einstaklega mikils virði fyrir okkur þegar Orri var fjarverandi erlendis við nám og síðar störf, að fá tvíbur- ana í heimsókn til að fá fréttir og segja frá sínum högum og framtíð- aráformum. Það er næstum sárt nú að hugsa um hve þeir bræðurnir voru sam- rýndir, því við gerum okkur Ijóst hve missir Palla er mikill. Á sorgarstund er gott að eiga góðar minningar. Strákamir í skólasprelli, strákarnir í skellinöðrustandi með því fjöri og ákefð sem ríkti í bílskúmum á þeim árum. Strákamir með hausana ofan í vélinni á hvor annars bíl, eða undir bíl þegar það tímabil rann upp. Strákamir glaðir og eftirvæntingar- fullir á leið í útilegu eða ferðalag. En ekki síst strákarnir allir saman í eldhúskróknum og glaðværðin og lífsgleðin allsráðandi. Þá eins og ávallt gat ívar haldið okkur föngnum með frásagnarlist sinni og skop- skyni. Aldrei ólund, aldrei rifrildi. Okkur verður alltaf minnistæð frá- bær ræðan sem Ivar hélt á brúð- kaupsdegi Geimýjar og Orra og skemmtiatriði þeirra vinanna sem þeir settu á svið í kjölfarið. Besta minningin verður þó alltaf hve þessi ungi heimilisvinur var traustur og vandaður og hversu dugmikill fjöl- skyldufaðir hann reyndist, því föð- urhlutverkið axlaði hann afar ungur. Kæra Betsý og Amór, þig getið ver- ið svo stolt af lífshlaupi þessa góða drengs sem er hrifinn brott svo snemma. Á þessari erfiðu kveðju- stund langar okkur Sverri að þakka allar góðar samverastundir, hlýhug og vináttu sem við og ekki síst Jón Einar yngsti sonur okkar nutum af hálfu Ivars. Líka þar sýndi ívar hvað í honum bjó, með því að hlaupa í skarðið fyrir fjarverandi vin sinn og sýna yngri bróður hans bróðurþel og hjálpsemi. Fyrir allt þetta þökkum við. Ég flyt einnig innilegar kveðjur Sigríðar tengdamóður minnar og hennar barna, sem votta samúð sína á kveðjustund. Megi guð styrkja ykkur öll, Jó- hönnu, dæturnar, foreldrana, systk- inin og vinina. Blessuð sé minningin um traustan vin og góðan dreng. Rannveig Guðmundsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur langar með nokkram orðum að minnast æskuvinar okkar. Við kynntumst tvíburabræðranum ívari og Palla á unglingsáram okk- t KROSSAR Á LEIÐI Framleiði krossa á leiði. Útvega skilti ef með þarf. Upplýsingar í síma 91 -73513. ar. Margs er að minnast frá liðnum tíma eins og stundirnar sem við átt- um með ívari og Palla þegar þeir vora að bóna bíla í bílskúrnum á Digranesvegi og síðar í Hlaðbrekku í Kópavogi. Og allar þær stundir sem við áttum í góðra vina hópi. Ætíð var stutt í brosið og hláturinn hjá ívari. Hann var einn af þeim sem geislaði af fjöri og smitaði út frá sér. ívar eignaðist ungur að aldri dótt- ur, Silju, og axlaði þar með meiri ábyrgð en við jafnaldrar hans. Síðar kvæntist hann yndislegri stúlku, Jó- hönnu Steinsdóttur, og eignaðist með henni tvær dætur þær Katrínu og Evu Karen. Elsku Jóhanna, Palli, dætur, for- eldrar, systkini og aðrir ástvinir, við vottum ykkur innilega samúð. Megi Guð blessa ykkur og veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. __ Berglind, Kristín Ösp og Elísabet. Okkur setti hljóð þegar sú sorgar- fregn barst að ívar, sonur vina okk- ar Betsyar og Arnórs hefði látist af slysförum hinn 30. apríl sl. Upp í hugann koma minningar um tápmik- inn, brosmildan ungling sem alltaf hafði nóg fyrir stafni. Lífsgleðin og jákvæðnin í fyrir- rúmi, allt eins og best varð á kosið enda fjölskyldan samhent í leik og starfi. Snemma kom í ljós að þeir bræð- urnir, ívar, Palli og Gústi, voru gæddir einstakri ljúfmennsku og vinnusemi. Ungir tóku þeir til hen4»*- inni í fjölskyldufyrirtækinu, ALP- bflaleigunni, og aldrei þótti neitt til- tökumál að veita aðstoð hveijum þeim sem á þurfti að halda. Enginn fór bónleiður til búðar. Samheldni bræðranna og systur- innar Elísabetar er sem órofa heild í hugum okkar. Brátt varð unglingurinn að at- orkusömum ungum manni með fram- tíðardrauma um nám og störf, stað- ráðinn í að sjá vel fyrir eiginkonu sinni, Jóhönnu, og dætranum. ívar lauk námi í bifreiðasmíði Of? stundaði þau störf síðustu árin í fjöl- skyldufyrirtækinu. Með dugnaði og eljusemi jukust umsvif og fyrirtækið flutti í nýtt og betra húsnæði. Fram- tíðardraumurinn um fullbúið rétt- inga- og sprautuverkstæði var orðinn að veruleika þar sem þekking ívars kom að fullum notum. En skjótt skipast veður í lofti. Svo skyndilega og svo óvænt verður sak- laus skemmtun á björtum degi að þungbærri raun og vinurinn ungi kvaddur úr þessari jarðvist til nýrra heimkynna. Sorgin er sár og söknuðurinn mik- ill. Við stöndum álengdar og hugsum hlýtt til okkar kæru vina. Við kveðjum góðan dreng og þökk-. um honum samfylgdina. Eiginkonu hans, Jóhönnu, dætranum Silju, Katrínu og Evu Karen, ástkærum foreldrum, systkinum, ömmu og afa og öðram ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk á sorgarstundu. Ásta og Ævar. Fleiri minningargreinar um ívar Arnórsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Blómostofa Friófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 tilkl. 22,- e* Skreytingar vi5 öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.