Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 LISTIR MORGU NBLAÐIÐ Sönggleði og þokki TONLIST Langholtskirkja KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjómandi Margrét Pálmadóttir. Undirleikari Svana Víkingsdóttir. 7. maí 1994. íslensk lög og kaflar úr erl. söngleikjum. KVENNAKÓR Reykjavíkur er orðinn stórveldi og hyggur á sér- stæða tónleikaferð til Finnlands, í tengslum við Norrænu kvennaráð- stefnuna, Nordisk Forum, sem haldin verður í ágúst nk. Tónleikamir í Langholtskirlq'u sl. laugardag marka að nokkru tímamót í starfi Kvenna- kórs Reykjavíkur, því nú hafa kon- umar náð að samræma söngmáta TONLIST Listasafn Sigurjóns Óla fssonar ÓBÓTÓNLEIKAR Matej Sarc og Steinunji B. Ragnarsdóttir Tónverk eftir Schumann, Mihalovici, Poulenc, Pasculli og frumflutt einleiksverk, eftir Þorkel Sigurbjömsson. 8. maí 1994. MATEJ Sarc óbóleikari og Stein- unn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari hófu sumartónleika Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar sl. sunnudag. Fyrstu viðfangsefnin voru þtjár rómönsur, op. 94, eftir Schumann, falleg tón- list, sem Sarc og Steinunn léku mjög vel. Frumflutt var einleiksverk fyrir óbó eftir Þorkel Sigurbjömsson og heitir verkið Duo, sem er eins konar samsett eintal sálarinnar, þar sem takast á að mestu hægferðugar línur á hásviðinu og hraðar línur á lágsvið- inu, mikið unnar út frá stórum og litlum þríundum. Það er trúlega erf- itt að blása þetta verk og það gerði sinn en raddþjálfari kórsins hefur verið Jóhanna V. Þórhallsdóttir og aðrir leiðbeinendur Björk Jónsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. End- anlegur frágangur verður þó ávallt í höndum stjómandans en þar hefur Margrét J. Pálmadóttir unnið gott starf og laðað fram fallega og áhrifa- mikla túlkun, eins og heyra mátti t.d. sérstaklega í íslenska þjóðlaginu Kmmmi svaf í klettagjá í raddsetn- ingoi Jóns Þórarinssonar og Betlikerl- ingunni eftir Sigvalda Kaldalóns. Önnur þjóðlög, öll vel flutt, voru List- húskvæði í raddsetningu R.A. Ottós- sonar, Góð böm og vond, Hrafninn flýgur (ekki getið hver raddsetti), Sofðu unga ástin mín og Móðir mín í kví, kví. Nokkur íslensk einsöngslög voru sungin af Sigrúnu Hjáimtýsdóttur, bæði einni og með kómum og þar má nefna til Vísur Vatnsenda-Rósu (ekki getið hver raddsetti), Hvert Sarc á nokkuð sannfærandi máta. Sónatína op. 13 eftir Mihalovci er á köflum kreflandi verk í svipuðum anda og tónlist eftir félaga hans, Martinu, og minnti auk þess stundum á Stravinskíj. Sarc og Steinunn léku verkið af glæsibrag en bestur var leikur þeirra í óbósónötu eftir Pou- lenc. Síðasta verk tónleikanna nefn- ist „Gran Conserto" eftir óbóleikar- ann Pasculli og er þetta eins konar „Transcription" á lögum úr Les Vépre sicilienne eftir Verdi. Pasculli leikur sér með óbóið eins og snillingi sæmir og var leikur Matej Sarc f einu orði sagt frábær. Matej Sarc er góður óbóleikari, ræður yfir míkilli tækni og hefur sterka tilfinningu fyrir túlkun og mótun blæbrigða. Túlkun hans kom best fram í Schumann og í síðasta kafla sónötunnar eftir Poulenc, en leikfæmin í verki Mihalovici, en þó sérstaklega í leiktæknisýningarverki Pascullis. Samleikur Steinunnar Bimu var mjög vel mótaður, en mest reyndi þó á í verici Mihalovici, sem hún skilaði með glæsibrag. Jó'n Ásgeirsson örstutt spor eftir Jón Nordal (nafn þess sem raddsetti á að vera Ríkharð- ur Ö(m) Pálsson, ekki Ríkharður A. Pálsson) og fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi, í allt að því móðgandi raddsetningu eftir Gunnar Hahn, Svanasöngur á heiði sem Sigrún flutti á áhrifamikinn og óvenjulegan máta og Ave Maria, sem var glæsilega sungin af Sigrúnu. Betlikerlingin eftir Sigvalda var mjög vel sungin af kómum og þar mark- aði Margrét raunalegt innihald text- ans með skýrum línum. Seinni hluti söngskrár var numinn úr ýmsum söngleikjum og óperum og auk þess nokkur rómantísk söng- lög. Söngmáti kórsins var helst til of grannur fyrir slíka tónlist, því rómantíkina þarf að syngja með „heitum" tóni. Best voru amerísku lögin, Climb every mountain úr Söngvaseiði Rogers og Summertime eftir Gerswin, sem Sigrún söng með TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar var stofnaður 1964 og minnist skólinn 30 ára afmælis síns með ýmsu móti. Vortónleikar eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr, en nær allir tónleikar skól- ans fara fram í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Fyrstu vortónleikarnir fóru fram 24. apríl, en þar komu fram söngnemendur Sieglinde Ka- hmann. Tvennir einleiks- og sam- leikstónleikar voru haldnir í síðustu viku við húsfylli. Blásarasveit tónlistarskólans og Hofstaðaskóli stóðu sameiginlega að flutningi á söngleiknum Töfratónum eftir Ólaf B. Ólafsson sl. fimmtudag. í lok tónleikanna var flutt nýtt lag tileinkað Garðabæ eftir sama höf- und. Alls tóku um 100 börn þátt í flutningnum fyrir troðfullu húsi. Sýningin var svo endurtekin á laug- ardag. Næstu tónleikar verða miðviku- daginn 11. maí kl. 19 í Kirkjuhvoli. Þar koma fram nemendur á efri stig- um og leika verk eftir ýmsa þekkta höfunda svo sem Bach, Scarlatti, Mozart, Beethoven, Chopin o.fl. Einn Húsavík - Þingeyski karlakórinn Hreimur hélt tónleika í sl. viku á Húsavík, Skjólbrekku og Skúla- garði. Stjórnandi kórsins er Robert Kaulkner, einsöngvarar Baldur Baldvinsson, Baldvin Kr. Baldvins- kómum og var auðheyrt að þar var söngfólkið vel heima. Undirleikari með kómum var Svana Víkingsdóttir og reyndi mest á leik hennar í síðari hluta tónleik- anna, einkum í Zigeunerleben eftir Schumann og Sígaunakómum úr La Traviata eftir Verdi, sem Svana leysti vel af hendi. í efnisskránni, var bæði getið höf- unda lags og texta, nema þar sem þess er hér getið innan sviga og því vill undirritaður bæta því við, að efn- isskráin var vel úr garði gerð, þó tilgreindur væri á einum stað texti á þýsku, sem var svo sunginn á ensku. Þetta em samt smáatriði en aðalatriðið er, að tónleikamir voru framfærðir af sönggleði og þokka, sem merkir að Kvennakór Reykjavík- ur undir stjóm Margrétar J. Pálma- dóttur er vaxandi kór. nemandi, Birkir Rúnar Gunnarsson, leikur fmmsamið verk fyrir píanó er hann nefnir Glamur I. Fimmtudaginn 12. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Jóhönnu Vigdísar Amardóttur sópransöng- konu, undirleikari er Davlð K. Ját- varðsson. Laugardaginn 14. maí kl. 14 verða tónleikar blásarasveita með Qölbrej^ttri efnisskrá. Sunnudaginn 15. maí kl. 17 verða tónleikar söng- nemenda Snæbjargar Snæbjamar- dóttur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Lokatónleikar og skólaslit verða svo miðvikudaginn 18. maí kl. 18. Strengjasveit skólans flytur Menúett úr Eine kleine Nachtmusik og 2. þátt úr Píanókonsert K. 488 eftir Mozart, einleikari er Arndís Hreið- arsdóttir. Einnig verður frumfluttur þáttur úr bamasöngleiknum Hnetu- Jóni, sem Hildigunnur Rúnarsdóttir hefur samið sérstaklega fyrir skólann í tilefni afmælisins. Söngleikur þessi verður svo fluttur í heild sinni í nóv- ember nk. Allir em velkomnir á þessa viðburði og er aðgangur ókeypis. son og Einar Hermannsson og und- irleikarar Aðalsteinn ísfjörð, Inga Hauksdóttir og Juliet Faulkner. í sumar mun kórinn fara til Finn- lands og syngja í vinabæjum Húsa- víkur þar í landi og í nágrenni þeirra. íbúatalan á tónleikum í Brúarási Vaðbrekka, Jökuldal - Tón- skóli Norður Héraðs hélt loka- tónleika sína og Samkór Norður Héraðs tónleika að Brúarási 1. maí sl. Fjöldi fólks kom á þessa tón- leika eða hátt í þijúhundmð manns, sem segja má að sé íbúa- talan á svæðinu eins og hún leggur sig. Spiluðu nemendur Tónskólans á öllum aldri og sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í vetur á píanó, gítar og blokkflautu. At- hyglisvert er að flestir krakkar á svæðinu skuli læra að spila á hljóðfæri. Skólastjóri Tónskóla Norður Héraðs er Halla Skúla- dóttir. Á söngskrá kórsins vom lög úr ýmsum áttum. Undirleikari kórsins er Þórður Sigvaldason og stjómandi Helga Guðrún Loftsdóttir. Gamla samkomuhúsið þar sem Leikfélagið hefur aðstöðu. Leikfélag Húsavíkur sýnir „Alte Heidelberg“ Húsavík - Leikfélag Húsavík- ur hefur sýnt sjónleikinn „Alte Heidelberg" undanfarið við góða aðsókn heimamanna og aðkomugesta allt frá Þórshöfn til Dalvíkur. Lokasýningin og sú 21. er ákveðinn hinn 12. maí og af sérstökum ástæðum er ekki búist við að sýningar geti orðið fleiri. Frá Austfjörðum. Olía á striga 24x49 cm 1993. Olíumyndir í Café 17 KRISTMUNDUR Þ. Gíslason listmálari opnaði sýningu á þrettán olíumyndum í Café 17 á Laugavegi 91 í Reykjavík föstudaginn 6. maí sl. Á þessari sýningu getur að líta þrettán olíumálverk, sem flest eru máluð á þessu ári og hinu síðasta. Fyrirmyndimar eru sóttar í náttúm landsins. Þetta er sextánda einkasýn- ing Kristmundar og stendur hún til 30. maí og er opin á hefðbundunm afgreiðslutíma verslunarinnar kl. 10-18 alla virka daga og kl. 10-16 á laug- ardögum. Jón Ásgeirsson Sterk tilfinn- ing fyrir túlkun Tónlistarskóli Garðabæjar minnist 30 ára afmælis síns með ýmsu móti. Tónlistarskóli Garðabæjar Tónleikahald í til- efni 30 ára afmælis Morgunblaðið/Silli ÞINGEYSKI karlakórinn Hreimur. Söngferð til Finnlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.