Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VISA ■■■ 10.5. 1994 Nr 382 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0009 7116 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Afgreitelufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavík Simi 91-671700 HESTASÝNINGAR MÉfcÉ ■■ w KJARKUR frá Egilsstöðum hlaut 9,5 fyrir tölt sem telst mikið ræktunarverðmæti, knapi er Vignir Siggeirsson. ÓVENJU vel skapaður stóðhestur með prýðilega hæfileika Hjörvar frá Arnarstöðum, knapi Vignir Siggeirsson. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni L— • Hár / — \ • Ðömubindi m • Sótthreinsar einnig lagnir §m One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum Tilbúinn þyngra en vatn. stíflu Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ^.eyöirj byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími677878 - fax677022 IVAKORTALISTI Dags. 10.5.1994.NR. 157 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8301 5422 4129 5221 0010 5413 0312 0310 5102 3163 0113 3164 7117 0494 0100 7979 7650 9115 1423 3386 5018 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka berúr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. kreditkorthf., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatna&ur | Skeiðlausir Oturssynir slá í gegn HESTAR Gunnarsholt KYNBÓTADÓMAR 8. maí ÞRÁTT fyrir að Otur frá Sauðár- króki væri bundinn við bás á Sauðár- króki var það hann sem kom sá og sigraði á sýningu Stóðhestastöðvar- innar í Gunnarsholti á laugardag. Tveir synir hans, þeir Hjörvar frá Arnarstöðum sem er stöðvarhestur og Kjarkur frá Egilsstöðum, vöktu verðskuldaða athygli enda fengu þeir vægast sagt ævintýralegar ein- kunnir hvor á sínu sviði. Hjörvar fékk 8,47 fyrir byggingu sem er með því hæsta sem stóðhest- ur hefur fengið. Hann fær 9 fyrir bæði háls, herðar og bóga og sam- ræmi, 8,5 fyrir höfuð, fótagerð og hófa, 8 fyrir bak og lend og 7 fyrir réttleika. Aldeilis góðar einkunnir sem hann virðist verðskulda nema ef vera kynni.samræmiseinkunnin sem setja má spurningarmerki við að svo komnu máli. Fyrir hæfileika fær hann 7,86 sem er aldeilis gott hjá aðeins fjögra vetra skeiðlausum hesti. Er með 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið. 8 fyrir brokk, stökk og geðslag. ... en GULLTOPPUR frá Þverá, Skiðdal, hlaut hæstu einkunn fimm vetra hesta, knapi er Eirikur Guðmundsson. Hjá Kjarki sem er ári eldri er þessu öfugt farið, hann fær 8,43 fyrir hæfileika en hann er skeiðlaus eins og Hjörvar. Fær hann 9,5 fyr- ir tölt, 9 fyrir stökk, vilja og fegurð í reið, 8,5 fyrir brokk og 8 fyrir geðslag. Hann fær 7,85 fyrir bygg- ingu, allar einkunnir yfir 8 nema fótagerð og réttleiki sem er aðeins 7. Sjálfsagt verða þessir bræður bornir saman við stóra bróður, Orra frá Þúfu, sem ennþá hefur vinning- inn yfir þá en þeir Kjarkur og Hjörv- ar eiga alla möguleika á að ná bróð- ur sínum í einkunn og spennandi verður að sjá hvernig málin þróast en það skýrist á næstu tveimur árum. Frammistaða þessara tveggja hesta frískar óneitanlega upp á Blup-stöðu Oturs nú í upp- hafi dóma sem væntanlega kemur fram á landsmóti sem heiðursverð- launahestur. Munu þessir tveir væntanlega skreyta hópinn sem fylgir klámum. En það voru fleiri hestar sýndir á stöðinni. Af stöðvarhestum sem vora aðeins sjö var frekar fátt um fína drætti ef borið er sam- an við sýningar síðustu ára og má segja að aðkomuhestarnir hafi bjargað sýningunni að þessu sinni. Þrír af stöðvarhestum náðu einkunn inn á lands- mót. Gulltoppur frá Þverá í Skíðdal stóð efstur fimm vetra hesta með 8,0 í aðaleinkunn. Litfagur hestur sem gerir allt vel en vantar þó broddinn til að heilla fólk verulega. Áður var getið um Hjörvar, Sveipur frá Skáney, fjögra vetra, tryggði sér farseðilinn á lands- mót með góðum skeið- spretti á sýningunni og hækkaði úr 7 í 8 fyrir skeið og var þar með kominn yfir 7,80 sem er lágmark fjögra vetra hesta. Sömu- leiðis tryggði Hrynjandi frá Hrepp- hólum sig inn á landsmót er hann hækkaði um hálfan fyrir geðslag. Þótti mörgum hann áhugaverður hestur þótt skeiðlaus sé. Af að- komuhestum náðu tíu einkunn inn á landsmót. Svartur frá Unalæk var með 8,40, efstur sex vetra hesta og jafnframt hæst dæmdi hestur sýningarinnar. Aðrir hestar sem náðu inn á landsmót voru Kolfinnur frá Kvíarhóli með 8,27, Hrannar frá Kýrholti með 8,25, Dalablpsi frá ^ Miðdal með 8,16, Garpur frá Kirkjubæ með 8,14, Kópur frá Mykjunesi með 8,10, Galdur frá Laugarvatni með 8,23, aðeins fimm vetra gamall, Blængur frá Sveina- tungu, Gandur frá Skjálg, Gnýr frá Hrepphólum með 8,07, Asi frá Kálf- holti með 7,85 og Elri frá Heiði með 7,82 en tveir síðasttöldu eru fjögra vetra. Sem sagt sextán hest- ar búnir að tryggja sér sæti á lands- móti. Aldrei þessu vant var þurrviðri á sýningunni og má segja það skemmtilega nýbreytni að sjá knapa og hesta þurra í Gunnarsholti. Þul- ir voru hrossaræktarráðunautarnir Kristinn Hugason og Þorkell Bjarnason sem að venju lét vaða á súðum mönnum til skemmtunar. Fram kom í máli þeirra að nú yrðu framvegis gerðar kröfur um sýn- ingu hægatölts í kynbótasýningum sumarsins. Ef ekki, verður einkunn lækkuð sama hversu hratt er riðið á tölti, sagði Þorkell. Þá var skemmtileg nýbreytni fyrir sýn- ingargesti að fá að fylgjast með hvort hestar hækkuðu sig í einkunn á yfirlitssýningunni og er vonandi að framhald verði á því. Minnti Þorkell einna helst á góðan íþróttaf- réttamann þegar hann lýsti því hvort Asi frá Kálfholti fengi 7,5 eða 8 fyrir skeiðsprettinn. Svona vinnu- brögð geta stóraukið áhuga manna fyrir kynbótasýningum og dómum, meira af þessu! Hestarnir voru vel útlítandi að venju og sýnir að vel hefur verið um þá hugsað í vetur. Reiðmennsk- an til sóma og ekki að efa að allir hafi skemmt sér vel á þessari sýn- ingu Stóðhestastöðvarinnar. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Beislið óþarft RAGNAR Ólafsson tamningamaður sýndi 'fram á að beislið væri óþarft og hleypti fáki sínum á fullri stökkferð fram og til baka um höllina. Þar var stjórnað með hinum ósýnilega þræði. Hestadagar Fáksfélaga í Víðidal Ungir menn í aðalhlutverki ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir mál- tækið. En. eftir sýningu Fáks- manna og Sunnlendinga vissu hestamenn hvað þeir hefðu misst ef veirusýkingin hefði reynst al- varlegri en raun varð. á. Þrátt fyrir útreiðastoppið og einangr- unina í tæpa viku var ákveðið að láta ekki deigan síga og He- stadagarnir haldnir eins og ekk- ert hefði í skorist. Miðað við aðstæður hefði mátt búast við frekar hraðsoðinni sýn- ingu sem ekki virtist þó vera raun- in. Atriðin frekar fjölbreytt og sjá mátti ýmsar nýjar æfingar í skraut- reiðum. Þá vakti það athygli að allar helstu stórstjörnur hesta- mennskunnar voru í fríi en ungu mennirnir fengu að njóta sín. Já, hér er skrifað „ungu mennirnir" því mörgum fannst hlutur kvenna í þessari sýningu heldur lítill. Fátt gleður augað til jafns við fagra konu á góðum hesti. Nú í fyrsta sinn var boðið upp á hóflega langa sýningu í Reiðhöll- inni, rétt um tveir tímar, þannig að enginn var orðinn þreyttur þegar yfir lauk. Aðsókn að þessu sinni var rétt í meðallagi og kann að vera að gott útreiðarveður um helg- ina hafi þar haft sitt að segja. Boð- ið var upp á mörg prýðileg atriði en ekki sérstök ástæða til að nefna þar eitt öðrum fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.