Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 19 LISTIR Hið þekkta og óþekkta MYNPLIST Önnur hæð RICHARD TUTTLE Opið 14-18, alla miðvikudaga, út maúnánuð. Aðgangur ókeypis. AMERÍSKI myndlistarmaðurinn Richard Tuttle hefur látið hafa eft- ir sér að listsýning sé gullið tæki- færi til að öðlast nýja sýn. Hann telur að í myndverki kristallist hið þekkta, en listsýning sé tilraun til að höndla hið óþekkta. Þetta er m.a. undirstrikað með átta línu- teikningum í römmum úr skíragulli á sýningu verka hans í listhúsinu Önnur hæð á Laugavegi 36 (bak- hús), auk þess getur þar að líta þijú rúmtaksverk. Þetta er ekki fyrirferðamikil framkvæmd frekar en aðrar sýning- ar á staðnum, en hins vegar er mjög vel staðið að kynningu á lista- manninum með bókum um hann sem liggja frammi og áhugavert er að fletta í. Framsláttur listamannsins telst ekki ýkja frumlegur en er góð árétt- ing gamalla sanninda, því að list- sýning á að sjálfsögðu að vera eins konar leiðangur inn í nýjan veru- leikaheim sem er gerandans hverju sinni. Því er mikilvægt að sá heim- ur sé spennandi og grípi skoðand- ann, en síður alfarið stafesting á því sem hann hefur áður séð. Til þess þarf listaverkið ekki að vera frumlegt eða framúrstefnulegt og síst á síðustu tímum, er framúr- stefna er kennd í listaskólum eins Nýjar bækur ■ Út er komin hjá íslenska kiljuklúbbnum bókin íslands- heimsókn — Ferðasaga frá 1834 eftir John Barrow og er þetta frumútgáfa bókarinnar hér á landi. í kynningu segir: „í bókinni lýsir Englendingurinn John Barrow heimsókn sinni hingað sumarið 1834. Þótt byggðin og mannlífið í Reykjavík hafí valdið þessum enska séntilmanni vonbrigðum hreifst hann bæði af íslenskri náttúru og fornri frægð þjóðarinnar. Hann lýs- ir Þingvöllum og Geysi, Hafnar- firði, Bessastöðum og hrakför sinni á Snæfellsnes. Náttúran og jarð- sagan eru í fyrirrúmi í frásögn Barrows, en einnig er sagt frá kynnum af fyrirmönnum á Islandi, þar á meðal Friðrik Danaprins, sem þá var hér í heimsókn, og lýst siðum og sérkennum innfæddra." Tuttugu teikningar höfundarins prýða bókina. Haraldur Sigurðsson, fyrrv. bókavörður, þýddi íslands- heimsókn Barrows og skrifar for- mála og skýringar. Bókin er 171 blaðsíða, í kilju- broti. Hún kostar 799 krónur. 'og t.d. raunvísindi í háskólum, heldur þarf helst eitthvað að vera í því sem grípur skoð- andann og vekur til umhugsunar. En til þess þarf mót- tökutækið að vera í lagi því að djúpar kenndir listamannsins kalla á samhljóm frá hálfu skoðandans. Ric- hard Tuttle er mjög vel þekktur listamaður í sínu heimalandi og hefur að auk verið markaðssettur með miklum glæsibrag í Evrópu, eins og vegleg sýningarskrá á staðnum er til vitn- is um. Hann er einn þeirra listamanna er gera athöfnina að list, þ.e. at- höfnin sjálf er hluti af tilorðningu listaverksins og hefur gildi í sjálfu sér. Auðvitað verður ekkert lista- verk til án athafnar og ansi væri nú gaman að geta litið inn á verk- stæði endurreisnarmálaranna með slíkt skilgreiningarstefnumark í malnum. Að sjálfsögðu voru þeir hávaxnir sem lágvaxnir, digrir sem magrir ásamt því að vafalaust hafa sumir þeirra haft skondna kæki. Fyrirtektir þeirra fyrir framan dúk- HAFNAR eru æfingar á fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur á litla sviðinu í haust. Það er leik- rit Jóhanns Siguijópssonar — Galdra Loftur eða Óskin, frum- sýningin verður í byrjun septem- ber í Borgarleikhúsinu. Um þessar mundir eru áttatiu ár frá því Jó- hann lauk við þetta verk á dönsku en það var frumsýnt af Leikfélag- inu í desemberlok 1914. Síðan hefur félagið sett það á svið fjór- um sinnum. Að þessu sinni fara sex leikarar með hlutverk í leikritinu, en leik- ana fjölþættar og næsta ólíkar, en þau atriði virðist hafa sér- gildi hjá sumum lista- mönnum dagsins, jafn- vel mun frekar árangr- inum við sérkennilega smumingu litanna á myndflötinn. Ekki skal það lastað því að mannlegt atferli er áhugavert til rann- sóknar og þannig em tilburðir Tuttles við línuteikningar með stálvír markverð at- höfn ásamt því að fram kemur næm tilfinning fyrir hrynjandi línunn- ar. Sýnishorn þessa þáttar listar hans er að vísu ekki á staðnum, nema í bók, en áðurnefndar línu- teikningar í gullrömmunum stað- festa það djúpan skilning á eðli lín- unnar að jaðrar við snilldartakta. Þrívíddarverkin, sem eru hrá efnis og veggverk minna hins vegar á föndur og snertu mig mun minna, en á þeim vettvangi hefur listamað- urinn einnig gert mjög athyglisverð verk. Fyrir áhugasama sem ekki þekkja Iist Richards Tuttle, er sýn- ingin dijúgur hvalreki. stjóri sýningarinnar er Páll Bald- vin Baldvinsson. Hlutverk Lofts leikur Benedikt Erlingsson, en þær Steinunn og Dísa eru i hönd- um Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Margrétar Vilhjálmsdóttur. Benedikt og Margrét útskrifast frá Leiklistarskóla íslands í vor. Aðrir leikarar eru Arni Pétur Guðjónsson, Ellert A. Ingimundar- son og Theodór Júlíusson. Leik- mynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson, lýsingu annast Lár- us Björnsson, og um tónlistina sér Hilmar Orn Hilmarsson. Richard Tuttle. Bragi Ásgeirsson Æfingar eru nú hafnar á fyrsta verkefni Leikfélags Reylyavík- ur á litla sviðinu í haust. Galdra-Loftur eða Óskin hjá LR LAUGAVEGI 61-63, SfUI 10655 Honda á íslandi • VatnagÖrðum • Sími 689900 ~ ~ ’avelum hendumar. Kauptu Honda. Það er ekki allra að standa sjálfir í bifreiðaviðgerðum. Lág bilanatíðni, mikil ending og sparneytni hljóta að vera mikilvægustu kostir bifreiða þegar til lengri tíma er litið. f könnun breska blaðsins European á gæðum og áreiðanleika bifreiða var Honda í efsta sætinu þar sem aðeins fjórar af hverjum hundrað bifreiðum biluðu. Bilanatíðni bifreiða næsta samkeppnisaðila var fimmfalt hærri. -klikkar ekki Við styðjum D-listann Þórhallur Sigurðsson leikari Erla Vílhjálmsdóttir kaupkona í Tékk-Kristal Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræði Sveinn H. Guðmarsson nemi Inga J. Amardóttir lyfjafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.