Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAI1994 AÐSENDAR GREINAR Hjólumholl Reykjavíkurborg ÞAÐ sem .gerir borgir eftirsóknar- verðar til að búa í getur verið marg- víslegt. Hver og einn lítur það sínum augum hvað það er sem skiptir ein- hveiju máli. Á seinni árum gerist krafan um flölbreyttar aðstæður til útiveru æ kröftugri og allt sem lýtur að holl- ustu í einhverri mynd verður eftirsóknarverð- ara. Aðstæður til ör- uggra hjólreiða er eftir- minnilegur gæðastimp- ill fyrir hveija þá borg sem hefur þau mál í viðunandi ástandi. Þar getur Reykjavikurborg tekið ærlega til hend- inni og komist fremst í röð annarra borga á Vesturlöndum í stað þess að reka lestina. Hjólumholl borg Stofnbrautakerfi, samræmt veg- vísunarkerfí fyrir hjólreiða- og göngustíga, hjólagrindur, sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk, hjól- reiðakort og leiðabók fyrir íslenska og erlenda hjólreiðamenn. Þetta eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt að gjörbreyta aðstæðum til hjólreiða í okkar hreinu og fallegu borg og myndi að vissu marki draga úr notk- un einkabílsins. Hreint loft (oftast!) og víðáttan gerir Reykjavík einmitt sérlega spennandi fyrir erlenda hjóla- kappa. móladagur fjölskyld- unnar 15. maí 1. mars síðastliðinn samþykkti borgarráð að 15. maí skyldi vera Hjóladagur fjölskyldunnar í Reykja- vík. Þessi dagur er al- þjóðlegur fjölskyldu- dagur Sameinuðu þjóð- anna. Ráðgert er að Hjóla- dagurinn hefjist form- lega kl. 11:00 með því að hjóla frá fímm upp- hafsstöðum; Melaskóla, Hlíðaskóla, Hólabrekku- skóla, Árbæjarskóla og Foldaskóla eftir leiðar- korti dagsins inn f Laug- ardal í lögreglulylgd og stýringu hjólakappa úr íslenska fjallahjóla- klúbbnum og Hjólreiðafélagi Reykja- víkur. Hjálparsveit skáta í Reykavík og flugbjörgunarsveitin sjá um sjúkragæzlu. Einstaklingar og hópar geta auðveldlega komið inn í raðir hjólreiðamanna þegar þeir fara fram hjá. Bílar Nýju sendibílastöðvarinnar verða til taks ef á þarf að halda ásamt færanlegum hjólreiðaverkstæðum. Skemmtiatriði og kynningar tengdar hjólreiðum verða í dalnum. Vari hf. sér um vöktun hjóla inni á skauta- svellinu. Um þijúleytið fara hjólreiða- menn heimleiðis sömu leið samkvæmt leiðakorti dagsins í samskonar örygg- isfýlgd og var frá upphafsstöðunum fyrr um daginn. Guðrún Þórsdóttir Mcljskóli. Hagurrwlur, Fíírkiicíui. Hringbnuil, Miklahraui. K'rinylum'tarbratn, Suftirrl’andshrauL Rt’ykíavcjiur ng (-j)gj.avegur ffí/ðahiitöíi. liskiíorÍ!- Íjtógafttfð. Miktsbratrt. KriögítimýratbráHt, íiWarlandshtáöt ftfcykj'avegur t»g fingjávfgcí HpjrfbickkuskÚli. Suðudtúlar, Hiiíðabafcki. Slckkjudiakki Rcykjancsbriim Suðurlaadsbraui pg lip£ja,ye£ur FoídaskÓli, Íjaílkmiuvégur, ptllíittbrcf; HöfOabákki. VéSiurlandsvegur fiúUrlaodsÍrtaui og Kfij'jaýéfjíir Hjóladagur fjölskyld- unnar verður 15. maí nk. segir Guðrún Þórs- dóttir og minnir á að góðar aðstæður til hjól- reiða séu gæðastimpill fyrir hverja byggð. Gildi hjólreiða Við nútíma þæginda- og bíla- aðstæður gleymist það auðveldlega að líkaminn, þetta undratæki, er „hannaður" til stó'rkostlegrar hreyfí- færni. Trúlega hafa stökk frum- mannsins ekki verið jafn glæsileg og hjá óskamanni þjóðarinnar, Magnúsi Scheving, en þau dugðu vel til viður- væris og vamar í fæðustríðinu. Lík- aminn er fyrst og fremst „farar- tæki“. En á sléttum strætum borgar- innar er hjólið mun fljótlegra sem farartæki og tekur bílnum fram i öllu líkamlegu tilliti. Þeir sem hjóla mikið nota gjarnan islensk bjúgu sem viðbit til að fá bensín á pedalana. Þeim dugar ekkert minna. Sam- kvæmt mælingum Manneldisráðs brennur líkaminn 135 hitaeiningum við það að hjóla 4 km á 30 mínútum. Það jafngildir einni smurðri brauð- sneið með osti! Áherslur í tillögum sem Hjólanefnd Reykja- vikur lagði fyrir borgaráð 1. apríl síðastliðinn eru lagðar skýrar línur til bættrar hjólreiðamenningar í borginni. Með markvissum pólitísk- um áherslum tekst að gera krafta- verk, líka að breyta bílaborginni Reykjavík í borg sem gerir ráð fyrir hjólandi og gangandi umferð. Áskorun Hvílum bílinn 15. maí og njótum útivistar á hjóli með samstilltri að- gæslu, tillitssemi og ánægju! Nýtum daginn til að undirstrika skýr skilaboð um breyttar áherslur í umferðarmál- um borgarinnar. Gefum bömum okk- ar tækifæri til að alast upp við örugg- ar hjólaaðstæður og virðingu fyrir allrí umferð. Kennum uppvaxandi kynslóð að líta á hjólið sem farartæki en ekki sem hættulaust leiktæki sem lýtur engum umferðarreglum. Undirstrikum bíl með belti og hjól með hjálmi! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjóladags fjölskyldunnar í Reykjavík. SUMARTILBOÐÁ HREINLÆTISTÆKJUM 15-30% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Armúla 21, simar 68 64 55 - 68 53 I Muniö trú 1 ofunarhri nga iitniyndalistann (gulUS: éúlfuv Ij/f Laugavegi 35 • Sími 20620 TOPPTILBOB Verð kr. Stærðir: 40-46 Litur: Svartur PÓSTSENDUIVl SAMDÆGURS 0PIÐ FRÁ Kl. 1217 SAFIR 1500 cc 5 gíra Lada Sport er afar góður kostur. í bílnum fara saman mjög miklir notkunarmöguleikar og 798. ótrúlega hagstættverð. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt. Innifaliö í veröi er ryðvörn með 6 ára ábyrgð. Auk þess útvarp, segulband og hátalarar. u tadaþega,. ^ ^&feincHn n^r’ 1954 - 1994 ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Lada Safír er ódýrasti fólksbíllinn á markaðnum. Hann er mjög rúmgóður og sparneytinn með 1500 cc vél og 5 gírum. 558. SKUTBÍLL 1500 cc 5 gíra /ux Lada skutbíllinn hentar vel bændum, iðnaðarmönnum og raunar öllum sem þurfa rúmgóðan, traustan og sparneytinn bíl. Hann er einnig ákjósanlegur til lengri sem skemmri ferðalaga. 647 rrrrni SAMARA 1500 cc 5 gíra Sífellt fleiri eru komnir á þá skoðun að það vegi þyngst að aka um á rúmgóðum, spameytnum og ódýrum bfl þótt eitthvað vanti á þann íburð sem einkennir marga bíla, en kemur akstrinum ekkert við. 694
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.