Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUÐAGUR ÍO. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um útboð Á SÍÐUSTU mán- uðum hafa útboð verið nokkuð til umræðu á opinberum vettvangi. Þær umræður má rekja til þeirrar þróun- ar sem orðið hefur í útboðsmálum hér- lendis að undanfömu, auk einstakra deilu- mála sem upp hafa komið í tengslum við útboð, t.d. um það hvort bjóða á ákveðna samninga út eða ekki, hvaða útboðsaðferð skuli beita og reglur um töku tilboða svo eitthvað sé nefnt. Því er ekki úr vegi að taka saman þær reglur sem um útboð gilda á ís- landi í dag. Lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða Útboð eru ekki ný aðferð við að koma á samningi, þeim hefur verið beitt frá því löngu fyrir Kristsburð, og hérlendis hefur þessi aðferð verið notuð í a.m.k. eitt hundrað og fimmtíu ár. Þrátt fyrir að oft séu mikil verðmæti í húfi hafa einungis örfá ríki séð ástæðu til þess að setja lög um þetta mikilvæga svið viðskiptalífsins. ísland er nú eitt þess- ara ríkja því í maí síð- astliðnum voru á Al- þingi sett lög nr. 63/1993, um fram- kvæmd útboða. Þar er tekið fram að það sé útboð þegar „kaup- andi leitar skriflegra bindandi tilboða í það verk, vöru eða þjón- ustu sem verið er að bjóða út“. Lögin taka hins vegar ekki til út- boða á fjármagns- og verðbréfa- markaði. í þessum útboðslögum, sem gilda þegar útboði er beitt til að koma á viðskiptum milli tveggja aðila, eru lögfestar ýmsar megin- reglur um framkvæmd útboða. Þar er að finna ákvæði um auglýsing- ar útboða, afturköllun tilboðs, opn- un tilboða, tilboðsfresti, val á til- boði, samþykki og höfnun tilboða o.fl. í 20. gr. laganna er að finna mikilvægt nýmæli því í henni er lögð á bótaábyrgð ef ákvæði lag- Um síðustu áramót varð ísland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), segir Matthías G. Pálsson, sem hér fjallar um útboðsreglur Evrópubandalagsins. anna eru brotin, auk þess sem skylt verður að ógilda útboðið og endurtaka það. Margar þessara reglna eru aðilum á sviði verklegra framkvæmda vel kunnar, því þær eru oft efnislega samhljóða ákvæðum íslensks staðals 30 (ÍST 30) sem hefur að geyma almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir. Sá staðall gild- ir einungis ef aðilar samnings um verkframkvæmdir koma sér sam- an um slíkt, en fyrrnefnd útboðs- lög gilda að sjálfsögðu um útboð óháð vilja viðkomandi aðila, og ná ekki einungis til samninga um verkframkvæmdir heldur einnig til útboða á annars konar samning- Matthías G. Pálsson Bæjabær VIÐ lögtöku nú- gildandi sveitarstjóm- arlaga var opnuð leið fyrir fjölmenn þéttbýl- issveitarfélög til að gerast bæir án þess að leita sérstakrar lagaheimildar til stofnunar kaupstaðar. Jafnframt var brautin rudd fyrir stækkun sveitarfélaga með þjálum reglum um sameiningu. Hvorar tveggju þessara rétt- arbóta hafa haft ti- lætluð áhrif. Margir þéttbýlishreppar hafa orðið bæir og veruleg- ur skriður er kominn á sameiningu sveitarfélaga. Stefnt er að því að sveitarfélögum fækki í um það bil 35, í 2. mgr.'l. gr. sveitarstjórnar- laga 8 1986 segir að sveitarfélög nefnist hreppar, bæir eða kaup- staðir. Þetta virðast margir hafa túlkað svo að þessi orð verði að vera síðari liður eða viðhengi nafns sveitarfélags. Vegna þessa skiln- ings hafa ýmis sveitarfélög hlotið fremur snautleg nöfn þar sem önnur rismeiri komu til álita. Ég skil ákvæði laganna svo að þegar rætt sé um sveitarfélag í ræðu eða riti sé mönnum rétt að fjalla um það sem bæ, kaupstað eða hrepp og að þar af leiðandi sé rétt að tala um bæjarstjóm, bæjarstjóra, bæjarráð o.s.frv. í þeim sveitarfé- lögum sem hafa orðið bæir. í viss- um samböndum getur svo verið eðlilegt að bæta bæjarviðhenginu við nafn sveitarfélags ef það er þannig að vel fari á því. Stykkis- hólmur heitir þannig auðvitað Stykkishólmur og annað ekki, en Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson það kemur ekki í veg fýrir að talað sé um Stykkishólmsbæ þar sem það á við. Þótt Reykjavík sé kaup- staður mun þó tæp- lega koma fyrir að borgin sé nefnd Reykjavíkurkaupstað- ur nema verið sé að tala um löngu liðna tíð. Á hinn bóginn mælir ekkert gegn því að tala um Akur- eyrarbæ þegar það á við, þótt bærinn sé kaupstaður. Þótt „kaupstaðarréttindin" kunni að hafa glatast við sameiningu Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps ber enginn nauður til að nefna hið nýja sveit- arfélag Neskaupstaðarbæ í nokkm sambandi. Það er raunar undrunarefni að Norðfirðingar skyldu ekki einfaldlega kalla sveit- arfélagið sem sameinar þá eftir langan aðskilnað Norðfjörð. I seinni tíð hefur borið á að ofannefndum réttarbótum hafi slegið saman þannig að sameinuð sveitarfélög hafí tekið sér bæjar- nafn. Við þessu er fátt að segja ef t.d. þéttbýli tveggja sameinaðra sveitarfélaga er samvaxið eins og er um Njarðvík og Keflavík. Séu hinsvegar tveir eða fleiri aðskildir bæir sameinaðir í einu sveitarfé- lagi er einkennilegt að gefa því nafn sem endar á viðhenginu bær. Næst gætu menn átt von á því að allir hreppar og kaupstaðir í Skagafirði gengju í eitt sveitarfé- lag og nefndu það Skagabæ. Þeg- ar sveitarstjórnarlögin voru sett vora svo stór sveitarfélög ekki í augsýn en nú virðist tímabært að Á undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Léttir meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandl. y Góð varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 29, sími 38640 FYRIRIIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SA6ARDLÖB - Vönduð IramleÍÖSla. Heitir nýtt sveitarfélag á Suðurnesjum Suður- nes en ekki Suðumesja- bær?, spyr Steingrímur Gautur Kristjánsson, o g vill vita hvort nafnið er eintöluorð eða fleirtölu. umorða 2. mgr. 2. gr. t. d. þannig: „Sveitarfélög ... nefnast hrepp- ar, bæir og héruð.“ Kjarni þessa máls virðist vera sá að nöfn sveitarfélaga fara, eins og annað sem varðar mannlegt mál, eftir lögmálum tungunnar og málvenjum. Löggjafínn á lítið er- indi inn á þetta svið enda er réttar- staða allra sveitarfélaga hin sama samkvæmt sveitarstjórnarlögum, hvort sem þau teljast hreppar, kaupstaðir eða bæir. Mér var skemmt þegar ég heyrði að Snæfellingum hefði komið í hug að nefna nýstofnað sveitarfélag undir rótum Snæfell- sjökuls „Undir Jökli“. Nafnið er ekki einu sinni nafnorð og mun víst teljast atviksliður í málfræði. Ég gat þó ekki betur séð en Snæ- fellingar væru þarna í fullum rétti og ólíkt þykir mér það rismeira en Snæfellsbær. Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt heitir nýtt sveitarfélag á Suðurnesjum Suðurnes en ekki Suðurnesjabær, en hvort er nafnið eintöluorð eða fleirtölu? Gætu kannski aðrir Suðurnesjamenn sæst á eintöluna? Höfundur var formaður sveitarsljórnarlag-anefndar þeirrar sem samdi frumvarp til núgildandi sveitarstjórnarlaga. - kjarni málsins! um, svo sem vörukaupa- og þjón- ustusamningum. ÍST 30 hefur reyndar haft mikil áhrif á útboð á mörgum öðram sviðum en sviði verklegra framkvæmda, því hon- um hefur verið beitt beint eða hann hafður til hliðsjónar við alls kyns önnur útboð. Sá háttur að beita útboðsreglum ÍST 30 beint eða óbeint um önnur útboð reynd- ist ekki viðunandi þegar til lengd- ar lét og ljóst var orðið að fleiri eða breyttra reglna var þörf, bæði vegna fjölgunar útboða og nýrra gerða þeirra. Þessi þörf fyrir skýr- ar reglur um útboð leiddi til setn- ingar laga nr. 65/1993, um fram- kvæmd útboða. Alltaf þarf að gæta ákvæða útboðslaganna við útboð, en auk þess er mjög al- gengt að fleiri reglur geti gilt sam- hliða þeim, t.d. ÍST 30, ÍST 32 um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa, sérreglur ein- stakra aðila og stofnana, og jafn- vel alþjóðlegar reglur. Útboðsreglur EES- samningsins Um síðustu áramót varð ísland aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu (EES) og tóku útboðsreglur Evrópubandalagsins þá gildi hér- lendis. í þeim felst m.a. að skylt er að bjóða tiltekna samninga op- inberra aðila út á samevrópskum útboðsmarkaði, og fylgja verður ákveðnum aðferðum við útboðin. Bjóðendum frá öllum aðildarlönd- um EES er heimilt að gera tilboð í siíka samninga. Þeir samningar sem skylt er að bjóða út eru þeir samningar sem að verðgildi eru yfir vissum viðmiðunarmörkum sem gefin eru upp í evrópskum mynteiningum (ECU). Skylt er að bjóða út vörukaupasamninga rík- isfyrirtækja að upphæð (í ísl. krón- um) um 10,6 milljónir króna, vöra- kaupasamninga ríkis og sveitarfé- laga að upphæð 16,4 milljónir króna, opinbera samninga um verklegar framkvæmdir yfir 410 milljónum króna og opinbera þjón- ustukaupasamninga að upphæð 16,4 milljónir króna (uppgefið án virðisaukaskatts). Um opinberar veitustofnanir sem sjá um vatns- veitur, orkuveitur, flutninga og fjarskiptaþjónustu gilda sérstakar reglur. Óvíst er hvort þessi skylda til að bjóða samninga út á Evrópu- markaði breytir miklu í fram- kvæmd fyrir íslenska aðila. íslend- ingar hafa ætíð keypt megnið af sínum vörum frá öðram löndum en útflutningur þjóðarinnar hefur að mestu verið fískur eða fiskaf- urðir. Hérlendis er áratugalöng reynsla af því að halda opin, al- þjóðleg útboð á ýmsum opinberam samningum og hefur þessi aðferð gefið góða raun og oft og tíðum leitt til mjög hagstæðra samninga. Af þessum sökum telja margir að útboðsskyldan sem fylgir EES- samningnum feli ekki í sér stórar breytingar fyrir íslenska aðila, hugsanlega hefði stór hluti þeirra samninga sem skylt verður að bjóða út á Evrópumarkaði hvort sem er verið boðinn út erlendis. Útboðsstefna ríkisins Þá opinberu samningá sem era undir þessum viðmiðunarmörkum EES-samningsins þarf ekki að bjóða út á Evrópumarkaði, en samkvæmt útboðsstefnu ríkisins, sem samþykkt var af ríkisstjórn- inni 25. maí síðastliðinn, er opin- berum aðilum skylt að bjóða út (a.m.k. á innlendum markaði) ýmsa smærri samninga. Almenna stefnan í innkaupum ríkisins, hvort heldur er við kaup á vörum, þjónustu eða verklegum fram- kvæmdum, er samkvæmt sam- þykktinni sú að útboð sé viðhaft. Innkaup og aðkeypta þjónustu yfir 2 milljónum króna og fram- kvæmdir yfir 5 milljónir króna skal bjóða út nema augljóst sé að það þjóni ekki hagsmunum við- komandi stofnunar. Einnig er tek- ið fram í útboðstefnu ríkisins að það sé æskilegt, eftir því sem við á, að nota útboð við innkaup und- ir ofangreindum mörkum. Til að reyna að tryggja samhæfða fram- kvæmd á útboðum hefur stjórn opinberra innkaupa gefið út al- mennar reglur um það hvernig staðið skuli að útboðum og vali tilboða, og nefnast þær Reglur um innkaup ríkisins. Ábyrgðin er ríkisvaldsins FJÓRAR vikur era liðnar frá því að verk- fall meinatækna hófst og rúmar sex vikur frá boðun verkfalls, en hvorki gengur né rek- ur í viðræðum þeirra við samninganefnd ríkisins þrátt fyrir að u.þ.b. 30 fundir hafi verið haldnir. Meina- tæknar hafa slegið verulega af upphaf- legum kröfum sínum og era fullir samn- ingsvilja, en fundir með viðsemjendum þeirra hafa einkennst af hangsi, enda virðist samninga- nefnd ríkisins ekki hafa umboð til að semja um neitt, eða eins og hæstvirtur fjármálaráðherra sagði sjálfur við fulltrúa meinatækna í mars sl., að samninganefnd ríkis- ins hefði fullt umboð til að gera helst ekki neitt. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir embætti fjármálaráðherra þegar menn sem þar sitja sýna slíkt ábyrgðarleysi. Þeir sem rita leiðara Morgun- blaðsins hafa vegið að meinatækn- um í leiðurum sínum oftar en einu sinni. Þeir skilja ekki „hvernig menn geta búist við kjarabótum, þegar þúsundir ganga um atvinnu- lausir“ (17/4 ’94). Þetta er að kasta steini úr gler- húsi. Þar sitja menn með einhver hundruð þúsunda króna í mán- aðarlaun og grýta fá- mennar starfsstéttir sem eru einungis að fara fram á smávægi- lega leiðréttingu launa sinna til samræmis við laun annarra sam- bærilegra stétta. Svo segir: „Það getur ekki talizt til mannréttinda að geta valdið öðrum skaða, heilsutjóni eða fjárhagstjóni" (29/4 ’94). Þá spyr ég: Eru það mannréttindi að geta engan veginn lifað af dagvinnulaunum sínum? Er launamisrétti mannrétt- indi? Eru það mannréttindi að þvinga fólk til verkfallsaðgerða? Sá skaði sem hlýst af verkfalli meinatækna skrifast alfarið á ráðamenn þjóðarinnar. Ábyrgðin er þeirra sem með ríkisvaldið fara en þeir virðast engan skilning hafa á því hversu alvarlegt ástandið er á spítölunum. Þeir sem þjóðfélag- inu stýra virðast frekar kjósa millj- óna króna tap á spítölunum og láta biðlista eftir aðgerðum lengj- ast, en að leiðrétta launkjör meina- tækna. Þó hafa þessir sömu herrar viðurkennt opinberlega oftar en Lísbet Grímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.