Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Deila um þjóðaratkvæði eykur enn vanda Majors Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRN breska íhaldsflokksins varð fyrir enn einu áfallinu um helg- ina þegar skýrt var frá nýju kynlífshneyksli innan þingflokksins og upp kom deila meðal íhaldsmanna um hvort efna bæri til þjóðarat- kvæðis um peningalegan samruna Evrópusambandsríkjanna. Þingmaðurinn Michael Brown sagði af sér sem einn af „þingvörð- um“ íhaldsmanna, en þeir hafa þann starfa að halda uppi flokksaga á meðal þingmanna. Astæða afsagn- arinnar er að dagblaðið The News of the World hafði skýrt frá því að þingmaðurinn hefði átt í ástarsam- bandi við annan karlmann, tvítugan háskólanema. Brown vísaði þessu á bug og sagðist ætla að höfða mál gegn blaðinu. John Major forsætisráðherra og helstu ráðherrar hans komu saman í gær til að ræða hvemig standa bæri að kosningabaráttunni vegna kosninganna til Evrópuþingsins 9. júní. Fái íhaldsflokkurinn þar sömu útreið og í sveitarstjórnarkosning- unum í vikunni sem leið er talið að Major verði að víkja sem forsætis- ráðherra. Þótt ráðherrar í stjórninni hafi lýst yfír stuðningi við Major og reynt að gera lítið úr vangaveltum um mótframboð gegn honum í haust eru atkvæðamiklir þingmenn þegar teknir að ræða hvernig forsætisráð- herrann geti sagt af sér með reisn gjaldi flokkurinn afhroð í júní. Líkur era á að svo verði sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Sunday Times á sunnudag. Þar fær íhaldsflokkurinn aðeins 12 sæti á Evrópuþinginu í kosningunum í júní, en Verkamannaflokkurinn 56 og Fijálslyndir demókratar 14. Óleysanleg deila? Fijálslyndir demókratar hafa ákveðið að krefjast þess að efnt verði til þjóðaratkvæðis um einn sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu- sambandsins og talið er að það verði eitt af helstu kosningamálunum. Innan Ihaldsflokksins er kominn upp ágreiningur um hvort efna eigi til þjóðaratkvæðis um málið. „Þetta er eina leiðin til að leysa deiluna innan flokksins,“ sagði Norman Lamont, sem Major vék úr embætti fjármálaráðaherra í fyrra. Major tók hugmyndinni fálega og fyrstu viðbrögð flokksforystunn- ar benda til þess að þjóðaratkvæði myndi aðeins leiða til enn dýpri ágreinings. Margir þingmenn íhaldsflokksins óttast að deilan um Evrópumálin sé svo djúpstæð að ógjörningur sé að leysa hana. Hún verði hvorki leyst með þjóðarat- kvæði né nýjum leiðtoga. Miðflokkur- inn styður ESB-aðild Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MIÐSTJÓRN sænska Miðflokksins greiddi um helgina atkvæði um stuðning við aðild Svía að Evrópu- sambandinu. Alls greiddu 184 at- kvæði með aðild, en 92 vora á móti. Olof Johannsson formaður flokksins o g umhverfisráðherra hefur nýlega lýst yfir stuðningi sín- um við aðild, eftir miklar efasemd- ir. Andstæðingar ESB innan Mið- flokksins segja, að stjórn flokksins sé ekki í neinum tengslum við kjós- endur flokksins, sem séu flestir andvígir ESB-aðild. Flokkurinn á mest fylgi úti á landsbyggðinni og er að upprana bændaflokkur. Samkvæmt skoð- anakönnunum vantar enn nokkuð upp á að ESB-aðild eigi stuðning meirihluta sænskra kjósenda. Refsiaðgerðir gegn Haitístjórn hertar Stefnubr eyting í málum bátafólks Washington. Reuter. Palestínulögreglan bíður átekta BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti um helgina, að haitísku bátafólki yrði ekki snúið við aftur fyrr en gengið hefði ver- ið úr skugga um, að það ætti ekki yfír höfði sér ofsóknir í heimaland- inu. Hefur sú venja að senda fólk- ið strax heim þótt bera keim af kynþáttahatri. Bátafólk frá Haití verður áfram sent aftur til síns heima um nokk- urra vikna skeið en síðan er gert ráð fyrir, að það geti skýrt sitt mál um borð í bandarísku herskipi eða í einhveiju þriðja landi á þessum slóðum. Munu þeir fá pólitískt hæli, sem geta sýnt fram á, að þeir séu ofsóttir af stjórnvöldum í landinu en þeir, sem eru í leit að betri lífs- kjöram, verða sendir heim. Samuel Berger, einn af öryggisráðgjöfum Clintons, segir, að aðeins um 5% Haitíbúa, sem vilja fá hæli í Banda- ríkjunum, uppfylli skilyrði þar að lútandi. Síðastliðinn föstudag samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að herða refsiaðgerðir gegn herfor- ingjastjórninni á Haití 21. maí nk. nema hún hafi þá samþykkt að láta völdin í hendur Jean-Bertrand Ar- istide forseta, sem hún steypti af stóli 1991. Raoul Cedras, oddviti herforingjanna, sagði í viðtah við NBC-sjónvarpsstöðina bandarísku, að auknar refsiaðgerðir myndu engu breyta en lagði áherslu á, að hann væri fús til viðræðna. Abdel-Aziz Abdel-Ghani, sem sæti á í öryggiráði Ali Abdullah Salehs forseta Jemen's, sagði í gær, að deild úr norðanhemum væri komin inn í eitt úthverfi Adenborg- ar og aðrar sæktu að borginni úr öðrum áttum. Vísaði hann jafn- framt á bug fullyrðingum sunnan- manna um að þeir hefðu hrakið PALESTÍNSKIR lögreglumenn bíða átekta í búðum sínum við Allenby-brú eftir þriggja daga ferð frá Irak. Lögreglusveitinni er ætlað að halda uppi lögum og reglu í Jeríkó. Búist var við að lögreglumennirnir myndu koma á áætiunarstaði á Gaza-svæðinu í gær en seinkun verður á komu sveitanna til Jeríkó vegna þess að undirbúningi fyrir komu hermenn norðurhlutans á flótta. Þá sagði hann, að sunnanmenn hefðu skotið 15 Scud-eldflaugum á norð- urhluta landsins, þar á meðal á heimabæ Salehs forseta. Her norð- urhlutans er miklu fjölmennari en sá í suðurhlutanum en herfræðingar á Vesturlöndum segja, að borgara- styijöldin geti staðið lengi vegna þeirra er ekki lokið. Alls eru um 9.000 manns í lögreglu Palestínu- manna og áttu þeir að hefja lög- gæslu innan sólarhrings frá und- irritun samnings Israela og Frelsissamtaka Palestínu þann 4. maí-sl. í Kaíró. Tafir þær sem orðið hafa á því hafa ýtt undir spennu, þar sem margir Palest- ínumenn efast um hug Israels- manna að baki samningnum. þess hve landið er erfitt yfirferðar. Norður- og Suður-Jemen vora sameinuð 1990 en samskipti leið- toganna, Salehs forseta og Ali Sal- em al-Baidhs varaforseta frá suður- hlutanum hafa einkennst af fullum fjandskap. Hefur margoft komið til átaka með heijum landshlutanna á þessu ári en orrustan, sem nú er háð um Aden, höfuðstað suðurhlut- ans, getur skorið úr um hvort Jem- en verður eitt eða tvö ríki í framtíð- inni. ■ Miðopna: í mestri hættu Orrustan um Aden getur ráðið úrslitum Sanaa. Reuter. NORÐUR- og Suður-Jemenar hrósuðu hvorirtveggju sigri í gær í átökun- um um hafnarborgina Aden og að sögn þeirra síðarnefndu flýðu hermenn norðanmanna „eins og hræddir kettir“ fyrir gagnsókn suður-jemenska hersins. Norðanmenn aftur á móti segja her sinn vera kominn inn í út- hverfi borgarinnar. Þúsundir erlendra ríkisborgara hafa verið fluttar frá Jemen síðustu daga. VES býður til sam- starfs VESTUR-Evrópusambandið (VES) býr sig nú undir að opna dyr sínar fyrir fyrram kommúrn istaríkjum Austur-Evrópu. I gær bauð sambandið ríkjunum að ganga til samstarfs á póli- tískum og hemaðarlegum grundvelli og verður þeim boðin aukaaðild að sambandinu. Mun það samstarf ná enn lengra en Friðarsamstarf NATO. Læsti flugstjóm- arklefanum FLUGSTJÓRI kúbverskrar flugvélar á leið frá Kúbu til Bahama, læsti sig á sunnudag inni í flugstjórnarklefanum og flaug til Miami þar sem hann bað um pólitískt hæli. Sextán farþegar voru um borð í vél- inni. Aðrir í áhöfninni sneru til Kúbu. Kaupsýslu- maður sigrar í Panama ALLT stefnir í sigur auð- ugs kaup- sýslumanns í forsetakosn- ingunum í Panama. Er 90% atkvæða höfðu verið talin var Er- nesto Perez Balladares efstur með 33,2%. Næst var ekkja fyrrum forseta, Mireya Moscoso de Gruber, með 28,9%. Weizman og Arafat hittast EZER Weizman, forseti ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, hitt- ust í fyrsta sinn í gær. Þeir eru í Suður-Afríku til að vera við- staddir embættistöku Nelsons Mandela. Hungursneyð í Eþíópíu FORSÆTISRÁÐHERRA Eþí- ópíu hefur beðið þjóðir heims um að veita tafarlausa mat- vælaaðstoð til tæplega sjö millj- óna Eþíópíumanna, sem standa frammi fyrir hungursneyð. Páfi á fætur JÓHANNES Páll páfi, sem fót- brotnaði fyrir 11 dögum, fór á fætur í gær og gekk um með aðstoð göngugrindar. Er líðan páfa, sem er 73 ára, eftir atvik- um góð. George Pepp- ard látinn LEIKARINN George Peppard lést í Lns Angeles á sunnudags- kvöld úr lungnabólgu. Peppard, sem var 65 ára, var þekktastur fyrir leik sinn í „Breakfast at Tiffany’s" þar sem hann lék á móti Audrey Hepburn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.