Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM [ Sýningar Verk Guðmundar frá Miðdal til sýnis FORSETI íslands frú Vigdís Finnbogadóttir og Hulda Sóliilja Aradóttir virða fyrir sér listaverk Guðmundar. Fyrir aftan standa Rúnar Þór Gubrandsson og Egillína Guðgeirsdóttir. SÝNING á verkum Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal var opnuð í Listhús- inu í Laugardal um helgina. Meirihluti verkanna hefur sjaldan eða aldrei verið sýndur opinberlega áður, en alls er á fjórða tug verka til sýnis. Bræðurnar Árni Gunnar og Kjartan Ingþórssynir standa ásamt SiVju Hönnu Guðmunds- dóttur við styttuna „Stúlkuna". FOLK Bonnie Tyler vinsæl í Noregi ►EKKI hefur farið mikið fyrir söngkonunni Bonnie Tyler að undanförnu. Hún er þó alltaf jafn vinsæl meðal Norðmanna og hafa plötur hennar selst í 400.000 eintökum þar í landi. Fyrir skömmu var Bonnie í heimsókn í Noregi, en hún býr ásamt eigin- manni sínum í Wales í Bretlandi. í blaðaviðtali segist hún hafa misst fóstur á fyrstu mánuðum meðgöngunnar fyrir tveimur árum. Hafi það fengið svo á hana að hún hafi nær gefið tónlistina upp á bátinn. Hún gafst þó ekki upp og hefur haldið sínu striki. Æðsta óskin er þó sú að eignast barn einhvern tímann á næst- unni. Þegar hún er ekki að syngja eða hugsa um tónlist fer hún gjarnan til Portúgals, þar sem fjölskyldan á sumarhús. „Við keyptum okkur hús við ströndina og þar safnast fjölskyldan sam- an. Mér líkar ekki vetrarkuldinn í Bretlandi svo ég fer þangað oft á þeim tíma,“ sagði hún. OLABIO SÍMI 22140 Háskólahíó ALVORU ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ í NAFNI FÖÐURINS IIAMKI. . DU-I.KWIS / % KMM \ rilOMI’SON l'KI’K l'OSIKKIIIW UIK ★’* ** OM. TIMINN ***★ HH. PRESSAN **** Al. MBL **** JK. EINTAK FN THE NAME OF THE FATHER Tuttugu þúsund íslendingar hafa notið þessarar áhrifamiklu kvikmyndar. Náðu henni á breiðtjaldi - í dag er hún á þriðjudagstilboði. Uppákomur Börnin skoðuðu dýrin af áhuga Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÍÐUR Þormar, Lydia Pálsdóttir ekkja Guðmund- ar frá Miðdal með barna- barn sitt Úlf Örn, Ingibjörg Ingvadóttir, Daði Eyjólfs- son og Lydia Guðrún Gísla- dóttir. Þaðer hægt að selja allt! ►VIÐ jarðskjálftana miklu í Los Angeles í byijun ársins misstu margir heimili sitt, bæði kvikmyndastjörnur og aðrir. Þeir sem sluppu frá hörmung- um voru margir hverjir örlátir á fé, sem þeir gáfu í safnanir. Fyrir nokkru var einnig haldið hið undarlegasta uppboð til styrktar eignalitlum. Á meðal þess sem boðið var upp voru hlutir eins og brotnar leirvör- ur, ónýt sjónvörp og annað drasl, sem fundist hafði í rústum heimilanna þegar farið var að gramsa. Ekki bar á öðru en flestallt gengi út og má nefna að brotin kampavíns- flaska sem var í eigu Barbru Streisand fór á samsvarandi tæpr hálfri milljón íslenskra króna og smábrot úr vasa sem Bette Midler hafði átt var selt á tæpar 300.000 krónur! LÍF OG fjör einkenndi Hafnarfjörð síðastliðinn laug- ardag, en þá var haldinn hafnardagur og var einkum unga fólkinu boðið upp á fjöl- breytta skemmtun. Þeim var meðal annars gefrnn kostur á að fara á hestbak, efnt var til torfærukeppni á hjólum, auk þess sem fiskabúr og botndýraker voru til sýnis. A meðfylgjandi mynd má sjá unga Hafnfirðinga skoða krabba af mikilli ánægju meðan aðrir létu sér nægja að klappa hestunum. Morgunblaðið/Sverrir Brotin kampa- vínsflaska sem hafði verið í eigu Barbru Streisand fór á tæpa hálfa milljón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.