Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 11 DAIMS OG TORFÆRA Dansað TVÖ efnileg pör snúast í jive. af hjartans Einar Gunnlaugsson byijaði Islandsmeistarakeppnina vel FJÖLMENNI varí Laugardalshöllinni síð- astliðinn laugardag og sunnudag, þar sem fram fór íslandsmeistara- keppni í dansi með grunnaðferð. í keppn- ina voru skráðir rúm- lega átta hundruð kepp- endur, en reyndar urðu þó nokkur afföll eins og gengur og gerist. Keppt var í fjölmörgum aldurs- flokkum og riðlum og hófst keppnin því snemma á laugardags- morgun með keppni c- riðlanna. Afram var svo haldið þar til keppni var lokið um klukkan 22. Keppendur héldu þá heim á leið í svefn til að safna kröftum fyrir jafnlangan sunnudag. Keppendur stóðu sig allir með stakri prýði og voru sér og sínum til mikils sóma. Dómgæsl- an var í höndum þriggja kvenna; Birgit Husted frá Danmörku, Veru Randall frá Englandi og síðast en alls ekki síst Ellen Johanne Krogh frá Noregi, en tvær síð- astnefndu voru að dæma á íslandi í annað sinn. Þetta var í áttunda skiptið sem Dansráð Is- lands stendur fyrir þess- ari vorkeppni, sem er fjölmennasta dans- keppnin sem haldin er á íslandi og fór hún vel fram í flesta staði, þá sérstaklega sunnu- dagurinn. Sigurreifur í þriðja sinn að lokinni Greifa-torfæru Jeppamenn stefna á keppni í Svíþjóð Morgunblaðið/Sverrir BERGLIND Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson vekja ávallt athygli fyrir fallegan dans. AKUREYRINGURINN Einar Gunnlaugsson vann Greifator- færuna á Akureyri þriðja árið í röð á laugardaginn í flokki sérútbúinna jeppa. Keppnin var sú fyrsta af sex til íslands- meistara og var haldin af Bíla- klúbb Akureyrar og veitinga- staðnum Greifanum. í flokki götujeppa vann Ragnar Skúla- son frá Keflavík. Einar leiddi keppni í sérútbúna flokknum frá byrjun, en íslands- meistaranum frá því í fyrra, Þor- lákshafnarbúanum Gísla G. Jóns- syni, tókst þó að ná forystu eftir þrjár þrautir. Það reyndist skammgóður vermir, hann mætti of seint í næstu þraut og fékk því lægri stigagjöf en ella. Akur- eyringurinn Helgi Schiöth veitti Einari mesta keppni ásamt meist- aranum í flokki götujeppa, Grind- víkingnum Þorsteini Einarssyni, sem hefur söðlað um og mun keppa í sérútbúna flokknum í ár. Þorsteinn varð að gefa silfrið eftir í lokaþrautinni, tímabraut þar sem Helgi stóð sig betur á endursmíðuðum jeppa. Erfiðar þrautir Tvær þrautir mótsins reyndust nánast óleysanlegar, sem var lítt spennandi fyrir áhorfendur. Auk þess sem keppendur spöruðu greinilega jeppana talsvert, þar sem Svíþjóðarferð stendur fyrir dyrum hjá þeim bestu og munu þeir keppa við Svía í torfæru tvær helgar í röð. Sigurður Axelsson sýndi hvað mestu tilþrifin, en var óheppinn að drepa á vél jeppans í lokaþrautinni. Tapaði þar með öllum stigum úr þrautinni, sam- kvæmt nýjum reglum. Egils- staðabúinn Þórir Schiöth átti í erfiðleikum á Jaxlinum, fjórhjóla- stýrðum jeppa. Bilun í stýrisbún- aði kom í veg fyrir að hann næði að aka tvær þrautir, en málmsag fannst í olíkerfi stýris og sjálf- skiptingar. Lokastaðan í sérútbúna flokknum varð sú að Einar fékk 1.505 stig, Helgi 1.425, Þor- steinn 1.375 og Haraldur Péturs- son 1.200. í flokki götujeppa vann Ragnar á 1.515 stigum, Kjartan Guðvarðarson fékk 1.260 og Sigurður Þ. Jónsson 540 stig. Gefum Svíunum ekkert „Ég tel að ég eigi góða mögu- leika í íslandsmótinu því ég hef Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Mót himni AKUREYRINGURINN Helgi Schiöth ók djarflega upp eina þrautina, beint á móti himni, en hann hafði ekki erindi sem erfiði í þetta skiptið, náði ekki að ljúka þrautinni. Hann varð annar í Greifatorfærunni. styrkt jeppann töluvert, en ég missti af lestinni á lokasprettin- um í fyrra vegna bilana,“ sagði Einar Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið. „Menn voru frek- ar rólegir í keppninni og þar spil- ar Svíþjóðarferðin inn í. Menn vilja ekki hafa allt í klessu rétt áður en jepparnir fara í skip. Það kemur ekki til greina að gefa Svíum færi á sigri, þó þeir eigi einhver góð keppnistæki. Ég hef lagað minn jeppa mikið, er með sterkari framhásingu, öflugra afturdrif og á sérhönnuðum sandspyrnudekkjum að aftan. Þau gefa miklu betra grip. Þá er vélin orðin tæp 600 hestöfl, fyrir utan nítró-búnað sem gefur 200 hestöfl í viðbót.“ Einar Gunnlaugsson brosti sínu blíðasta um borð i Norð- dekk-Drekanum, þegar sigurinn var í höfn. Akstur um Vallarstræti? EIGENDUR og starfsfólk fyrir- tækja við Ingólfstorg og í nágrenni hafa sent borgarráði áskorun um að heimila áfram akstur um Vallar- stræti frá Veltusundi í Aðalstræti. Undir áskorunina rita eigendur og starfsfólk 21 fyrirtækis við Ing- ólfgtorg og í nágrenni þess, en þeir mótmæla einnig harðlega áformum að banna útakstur í Aðalstræti. Málið var sent til skipulagsnefndar. Þau eru Styfijum ► Munið gíróseðlana á okkar vegum. vifi bakifi á þeim. Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.