Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 17 ERLEIMT Blökkumenn taka í fyrsta sinn sætí á landsþingi Suður-Afríku Ungveijaland „Þetta er dagiirinn sem við höfum beðið eftir í 300 ár“ Sósíalistar sigra í fyrri umferð Búdapest. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKUR Ung- verjalands vann sigur í fyrri um- ferð þingkosninganna á sunnudag. Peter Boross, forsætisráðherra. í flokknum eru fyrrverandi kommúnistar sem ruddu braut- ina fyrir fijálsan markaðsbúskap í landinu. Flokk- urinn fékk um þriðjung atkvæð- anna og þrefalt meira fylgi en í kosningunum árið 1990. Næst kom Bandalag frjálsra demókrata með 19% og Lýðræðisvettvangur, stærsti flokk- ur fráfarandi samsteypustjórnar mið- og hægriflokka, fékk aðeins 12% atkvæða. 152 þingmenn af 386 voru kjörnir á sunnudag og síðari um- ferðin fer fram 29. maí. Markaðsbúskapur án þrenginga Fréttaskýrendur sögðu líklegt að Sósíalistaflokkurinn og Banda- lag frjálsra demókrata mynduðu næstu stjórn. Flokkarnir hafa svip- aða stefnu í efnahagsmálum. Lýðræðisvettvangur hafði lofað að koma á markaðsbúskap í land- inu án mikilla þrenginga fyrir landsmenn en lífskjörin hafa þó versnað vegna mikillar verðbólgu og atvinnuleysis. Óp Munchs fannst fyrir tilstilli Scotland Yard Þekktur listaverkasali gripiiin fyrir misskihiing Ósló, Kaupmannahöfn. Reutcr, The Ðaily Telegraph. EINN Norðmannanna þriggja sem handteknir voru á laugardag vegna stuldarins á Opi Edw- ards Munchs hefur verið látinn laus. Sagði í frétt norska ríkissjónvarpsins að maðurinn, sem er listaverkasali, hefði átt þátt í að endur- heimta verkið, en það fannst á hóteli skammt frá Ósló á laugardag. Norska lögreglan hefur ekki gefíð nánari upplýsingar um hvað leiddi til fundarins en í frétt Dagbladet segir að mennimir hafi verið handteknir er þeir reyndu að selja Breta verk- ið, sem hafi reynst vera útsendari Scotland Yard. „Þetta var hræðileg lífsreynsla," sagði Einar Tore Ulving, sem er þekktur listaverkasaii. Aðstoðaði hann lögregluna við að ná sambandi við þjófana og fékk ásamt breska útsendaran- um, verkið í hendur. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, hafa verið ákærðir fyrir að reyna að selja stolna muni. Að sögn Dagbladet reyndu þeir að selja verkið fyrir rúmar þijátíu milljónir ísl. kr. Hins vegar er ekki enn ljóst hveijir stálu verkinu úr Ríkislistasafninu í febrúar sl. Menn úr lista- og fornmunadeild Scotland Yard hafa aðstoðað norsku lögregluna við að endurheimta verkið og þakkaði yfirmaður Desmond Tutu fagnaði þegar Mandela var kjörinn forseti Höfðaborg. Reuter. NÝTT þing Suður-Afríku var sett í Höfðaborg í gær og blökkumenn fengu þar sæti í fyrsta sinn í sögunni. Nelson Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC), sem var í fangelsi í 27 ár vegna baráttunn- ar gegn kynþáttaaðskilnaði, var kjörinn forseti landsins. „Þetta er dagurinn sem við höfum beðið eftir í 300 ár,“ sagði friðarverðlauna- hafinn Desmond Tutu, erkibiskup í Höfðaborg, þegar hann kynnti næsta forseta landsins formlega fyrir fjölda fólks sem safnaðist sam- an við þinghúsið. „Þetta er dagur frelsis fyrir okkur öll, jafnt svarta sem hvíta.“ Frene Ginwala var kjörin þing- forseti og er fyrsta konan sem gegnir embættinu. Bhadra Ranchod var kjörinn varaforseti, en bæði eru þau af indverskum ættum. „Þetta þing verður að vera rödd allrar þjóð- arinnar," sagði Ginwala, sem er jafnframt fyrsti þingforsetinn sem ekki er af evrópskum ættum. Þessi sögulegi þingfundur bindur formlega enda á aðskilnaðarstefn- una, sem ríkti í tjóra áratugi, og hann var haldinn skammt frá þeim stað þar sem fyrstu hvítu landnem- arnir gengu á land í Suður-Afríku árið 1652. Mandela og níu aðrir þingmenn Afríska þjóðarráðsins urðu fyrstir til að sveija þingmannseiðinn. 400 þingmenn eiga sæti á þinginu og þeir sóru eiðinn í 10 manna hópum. Mandela var síðan kjörinn forseti með öllum greiddum atkvæðum og hann sver forsetaeiðinn í Pretoríu í dag. Albertina Sisulu, eiginkona Walt- ers Sisulus, varaforseta Afríska þjóðarráðsins, tilnefndi Mandela sem forseta og Cyril Ramaphosa, framkvæmdastjóri flokksins, fékk það hlutverk að styðja tilnefning- una. Afríska þjóðarráðið fékk 252 þingsæti í kosningunum 26.-29. apríl. Þjóðarflokkur F.W. de Klerks, fráfarandi forseta, fékk 82 sæti. Thabo Mbeki, formaður ANC, verð- ur fyrsti varaforseti landsins og de Klerk annar varaforseti. De Klerk vísaði Mandela til sæt- is á bekk ríkisstjórnarinnar þar sem forsetinn fráfarandi tilkynnti fyrir rúmum fjórum árum þá ákvörðun sína að afnema aðskilnaðarstefnuna og láta blökkumannaleiðtogann lausan úr fangelsi. Mandela brosti og lagði lófana saman til að sýna virðingu fyrir þinginu. Hann gekk síðan til zúlú- höfðingjans Mangosuthus Buth- elezis, leiðtoga Inkatha-frelsis- flokksins, og faðmaði hann. Rúm- lega 15.000 manns hafa beðið bana í átökum stuðningsmanna ANC og Inkatha og eitt meginverkefni nýrr- ar stjómar Suður-Afríku verður að binda enda á þau. Mandela heilsaði einnig Constand Viljoen, fyrrverandi yfirmanni hers- ins og leiðtoga Frelsisbandalagsins, sem berst fyrir sjálfstjórn Búa. Roel Meyer, helsti samningamað- ur fráfarandi stjórnar í viðræðunum um lýðræðislega Suður-Afríku, kvaðst telja að Buthelezi tæki sæti í þjóðstjórninni sem verður við völd til bráðabirgða næstu árin meðan samið er um nýja stjórnarskrá. Meyer og Pik Botha utanríkisráð- herra, sem hefur gegnt því emb- ætti lengur en nokkur annar núver- andi utanríkisráðherra í heiminum, verða báðir í stjórninni. Botha fer með náma- og orkumál. Reuter LEIF Plather, yfirmaður öryggismála Ríkislistasafnsins, og Knut Berg, for- stöðumaður safnsins, sýna Óp Munchs. norsku lögreglunnar, Leif Lier, Bretunum það hversu fljótt verkið fannst. Verkið hafði verið tekið úr rammanum en er óskemmt, fyrir utan örlitla rispu, og hefur því verið komið fyrir á Ríkislistasafninu að nýju. Svartir og hvítir fagna Reuter SUÐUR-afrískur lögregluþjónn stígur dans við blökkukonu fyrir utan þinghúsið í Höfðaborg er Nelson Mandela, nýkjörinn for- seti landsins, hélt ræðu innandyra. 'TXXTgTTmT Vid styðjum D-listann Ester Guðmundsdóttir framkvst Slysavarnarfélags íslands Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður Jóhann Alfþórsson píanósmiður Eríkur Örn Arnarson sálfræðingur Unnur Steinsson flugfreyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.