Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ-1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Ég er algjör stúdíórotta Ég var ósköp venjulegur unglingur, held ég, með öll vanda- málin, alveg risastórt nef og svo mikið af bólum að það mátti ekki koma við ennið á mér. Kærastan dundaði sér svo við það á síðkvöldum að klípa aðeins af þeim, verulega rómantískt. Þannig lýsir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður m.a.unglingsárum sínum. Hann ætlaði alltaf að verða teiknari og dundað sér við það að gera teiknimyndasögur um „Didda flugmann“, sá fór út um allt og var svolítið eins og Tinni, en svo breyttist hann og varð kúl týpa og meiri töffari en Tinni. ÞORVALDUR Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður Frelsið er best Nafrt: Ævar Fannberg Bjamason. Heima: Reykjavík. Aldur: 13 ára. Skóli: Vesturbæjarskóla. Helstu áhugamál: Að vera með vinum mín- um og sofa. Það er gott áhugamál. Uppáhalds hljómsveit:. Snoop doggy dogg. Uppáhalds kvikmynd: Þær eru nokkrar. Það er Boys in the Hood, New Jack City og mér finnst líka Dansar við úlfa ágæt. Uppáhalds sjónvarpsefni: Simpsonfjölskyldan og spenn- andi laugardagsmyndir. Besta bókin: Ég les ekkert voðalega mikið. Hver myndir þú vilja vera efþú værir ekkiþú? Clint Eastwood. Hvernig er að vera unglingur í dag? Ja, fullorðið fólk er nú ekkert voðalega sann- gjarnt við mann en að vera sjálfur ungling- ur, það er allt í lagi, það er bara skemmti- legt. Frelsið er best, miðað við þegar mað- ur var lítill. Hvernig eiga fullorðnir að koma fram við unglinga? Þeir eiga ekki að vera svona strangir og þeir eiga ekki að dæma alla unglinga eins og þeir gera. Ef það eru til dæmis tíu unglingar og einn gerir eitthvað af sér, þá dæma þeir alla unglingana. Og þetta er bara svo ósanngjarnt. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Ég myndi vilja gera eitthvað í sambandi við skattana og atvinnuleysið. Ég held að það hvíli þyngst á þjóð- félaginu. Helst myndi ég vilja lækka skattana .niður í núll, ef það væri hægt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að húka með vinum mínum og vera svolítið lengi úti. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mtli það sé ekki bara að læra. Og svo er líka leiðinlegt að vakna svona snemma á morgnanna, ég þarf að vakna klukkan sjö. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Arkitekt. Viltu segja eitthvað að lokum? Það er gam- an að vera unglingur. járnbrautarlest og auðvitað Elliðaárnar, þar var maður að veiða silung. Neyðarlegt atvik Ég var eitt sinn fenginn til að spila á klass- ískan gítar í spurningakeppni hjá Páli Heiðari, þetta var í beinni útsendingu í útvarpinu, þetta var svona spurningaþáttur um klass- íska tónlist. Ég var búinn að spila lagið og sat við borð, -Vöða feginn að vera búinn. Það vissi enginn svarið við hver samdi lagið og allt í einu snýr Páll sér að mér og segir: „Heyrðu Þorvaldur, þú hlýtur að vita hver samdi lagið, þú varst að spila þetta.“ Ég varð eins og aumingi enda vissi ég ekkert hvað tónskáldið hét, ég hafði bara lært stykkið og búið. Svo leið þátturinn áfram og ég alveg á bömmer yfir að hafa lent í þessu, af því að vera tónlistarmaður. Við hættum með Todmóbil núna um áramótin, en við Andrea erum ennþá að. Framundan er svo bara meiri tónlist, halda áfram að finna nýjar leiðir til að hrista upp í sjálfum sér og öðrum, kannski að semja söngleik um litla ávaxtakarla. Að lokum Það er afskaplega gott ráð að bíða ekki þar til eftir stúdentspróf með að ákveða hvað maður vill gera. Ég held að það sé mikið atriði að finna það út snemma og byrja að rækta sig fyrir það. Það eru marg- ir sem lenda í einhverjum biðtíma eftir stúdent- inn af því þeir vita ekki hvað þeir vilja. Það er jafnvel betra að sleppa menntaskóla ef þessi fjögur ár verða bara einhverskonar geymsla, og nota þá tímann í það sem maður hefur áhuga á. Askorunin Bílprófsaldurínn Vs Frá Grunnskóla Flateyrar ið í Grunnskóla Flateyrar viljum byija á því að þakka Brekkubæjar- skóla á Akranesi fyrir að veita okkur þetta tækifæri til að tjá okkur uin^^^^I}flprófsaldurinn. Okk-^^P^^H^^ur finnst bíl- prófs- jfrœk aldurinn í lagi eins og hann er. En þar sem langflest bíl- slys verða hjá ungl- VMBBfmgum sem eru ^HBHfajflBr komnir ökuleyfi þá má alls ekki lækka aldur- inn. Unglingar sem eru 17-18 ára eru einfaldlega ekki nógu þroskuð til að keyra bíl. Þegar fólk er á þessum aldri höldum við að það geri sér enga grein fyrir því hvað það er hættulegt að keyra hratt, öllum fínnst gaman að keyra hratt en það kostar mikið, jafnvel mannslíf. Tug- ir mannslífa hafa orðið að engu í bílslysum. Og ef aldurinn verður Unglingarsem eru 17-18 ára eru einfald lega ekki nógu þroskuð til að keyra bíl lækkaður þá koma fleiri bílar og þá eykst umferðarhættan, fleiri dauðsföll og meiri mengun. En auðvitað eru það ekki bara ungling- arnir sem keyra hratt og svo keyra ekki allir unglingar hratt. Svo mætti öku- kennslan fara öðruvísi fram, t.d. mætti vera starfræktur ökuskóli sem maður er við nám í í eitt ár, áður en maður tekur bílprófið eins og það er í dag. Maður myndi læra mikla meira af því. Og fólk þarf ekki að læra á bíl 17 ára, það er ekkert mikilvægt, því fleiri bílar því meiri mengun. Að lokum ætlum við að skora á Höfðaskóla á Skagaströnd til að tjá sig um eyðingu ósonlagsins. Og við vonum að ■ þau skori á skóla úti á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.