Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 39 + Páll Sigurðsson, fyrrverandi toll- fulltrúi, fæddist í Vík í Mýrdal 11. jan- úar 1918. Hann lést á Borgarspítalanum hinn 8. mai 1994. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson söðlasmiður í Vík og Valgerður Pálsdótt- ir, og áttu þau eina dóttur fyrir, Ingi- björgu. Páll kvænt- ist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ragn- hildi Geirsdóttur frá Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal í Borgarfirði, hinn 17. júní 1947. Þau eignuðust eina dóttur, Ástríði, f. 2. apríl 1948. Hún er gift Páli Hersteinssyni og eiga þau tvo syni, Herstein, f. 13. ágúst 1978, og jPál Ragn- ar, f. 19. júní 1980. Útför Páls fer fram frá Bústaðakirkju í dag. í DAG er til moldar borinn Páll Sigurðsson, eða Palli frændi eins HALL- GRÍMUR Ó. LÚÐ- VÍKSSON + Hallgrímur Óskar Lúðvíks- son var fæddur í Keflavík 17. febrúar 1962 og lést í Kaup- mannahöfn 30. apríl 1994. Út- för hans fór fram frá Keflavík- urkirkju 7. apríl. Kveðja frá félögxim hjá Sól Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Á MÁNUDAGINN barst okkur sú harmafregn að Halli væri dáinn. Halli vann með okkur í mörg ár. Hann var einstaklega geðgóður og ósérhlífinn. Fyrir rúmu ári lenti hann í slysi og varð að hætta störf- um. Þá kom vel í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Aldrei kvart- aði hann, heldur barðist af fádæma hörku og dugnaði. Árangur hans var ótrúlegur. Hann var vinur okkar og félagi og sýndi okkur hvað það er að vera maður. Við sendum ættingjum og vinum Halla innilegar samúðarkveðjur. Jón Scheving Thorsteinsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal ótt- ast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Ég vil í fáum orðum kveðja mág minn, Hallgrím Ó. Lúðvíksson, sem var hrifinn burt frá okkur alltof fljótt. Við hljótum að spyrja af hverju, en vegir guðs eru órannsak- anlegir. Við verðum að trúa því og treysta, að það sé tilgangur með dauðanum, því ef við gerum það ekki er enginn tilgangur með lífinu. Elsku Halli minn, þín verður sárt saknað og tveir litlir frændur eiga eftir að leita og spyija mikið um þig, þar sem þú áttir takmarkalausa aðdáun þeirra. Við kveðjum þig hér að sinni, en hittumst aftur hinum megin. Megi Guð leiða þig til ljóss- ins. Hanna, Daði Freyr og Eyþór Atli og við systkinin í Drápuhlíð kölluðum hann. Þau voru bara tvö systkinin, Páll og móðir okkar Ingi- björg, og var því mik- ill samgangur á milli heimilanna. Ástríður, dóttir Páls og Ragn- hildar, er á svipuðum aldri og við eldri systkinin. Margs er að minn- ast frá heimsóknun- um í Stórholtið og síð- ar í Hvassaleitið þar sem okkur krökkunum leyfðist margt, því skammir þekktust ekki, og Palli var uppfínningasamur að búa til leiki og skemmta okkur krökkunum, sem við kunnum vel að meta og munum enn þann dag í dag. Palli frændi var hafsjór af fróð- leik um land og þjóð og var mikill náttúruunnandi. Ljósmyndaði hann náttúruna af miklum áhuga og næmleik á ferðum sínum, sem hann hafði yndi af. Palli ferðaðist mikið bæði innanlands og utan og ef eitt- hvert okkar krakkanna var að fara í ferðalag, var hægt að fá allar upplýsingar um viðkomandi staði hjá Palla. Þau hjónin komu sér upp sælu- reit í Reykholtsdalnum, á æskuslóð- um Ragnhildar, og átti Palli margar ánægjustundir þar við ræktun, sem hann hafði brennandi áhuga á. Er árangurinn af því starfi mjög mik- ill og mörg trjánna þar orðin stór og gróskumikil. Eyrarkot, en það heitir bústaðurinn, stóð okkur systkinunum ávallt opinn og ósjald- an var hringt og sagt að lykillinn væri á lausu, ef við vildum nýta okkur aðstöðuna. Við minnumst þess að þegar fað- ir okkar dó var Palli frændi eins og klettur sem stóð upp úr og við gátum leitað til, ekki síst yngsti bróðirinn sem var barn að aldri þá. Það var mikil vinátta með þeim systkinunum, Páli og móður okkar, og reyndist hann henni ávallt vel. Fyrir það þökkum við honum. Elsku Ragga, Ásta, Páll, Her- steinn og Páll Ragnar, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sigurður, Ása, Ingunn og Smári. t Bróðir minn, HARALDURGUNNLAUGSSON frá Kolugili, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ása Gunnlaugsdóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, VALGEIRS Á. EINARSSONAR, Torfufelli 1, áðurtil heimilis íSkipholti 55, verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Jóhanna Valgeirsdóttir, Benedikt Axelsson, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir, Hjörtur Guðnason og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÍVAR ARNÓRSSON, Lundarbrekku 16, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, þriðjudaginn 10. maí, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Jóhanna Steinsdóttir, Silia, Katrin og Eva Karen, Betsy Ivarsdóttir, Arnór Pálsson, Páll, Ágúst og Elísabet. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir, RAGNAR MAGNÚSSON, Keldulandi 11, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 13.30. Ingibjörg Margrét Jónsdóttir, Gunnlaugur Ó. Ragnarsson, Svanfríður Kjartansdóttir, Helga Rósa Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Grettir Gunnlaugsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Rúnar Jakobsson, Þuríður Ingimundardóttir, Kristín Pálsdóttir, Sveinn Björnsson, PALL SIG URÐSSON + Hjartkær móðir okkar, KATRÍN HREINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 6. maí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 10. maí, kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir á láta líknarfélög njóta þess. Ingigerður og Unnur Ágústsdætur. ' + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi tollvörður, Álfaskeiði 46, Hafnarfirði, verður jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00. Þórdís Steinsdóttir, Maria Þ. Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Vilborg Sigurðardóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Kristín Ragnarsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við fráfall ADOLFS BJÖRNSSONAR fyrrverandi bankafulltrúa. Aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SKÚLA ÁRNASONAR, Kringlunni 51, Reykjavík. Anna Maack og fjölskylda. + Hugheilar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúö og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS S. GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi ráðherra. Fyrir hönd aðstandenda, Brynhildur Hjördfs Jóhannsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BERGMUNDAR STÍGSSONAR, Vesturgötu 131, Akranesi. Jóna Björg Guðmundsdóttir, Bergþóra Bergmundsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Þórir Bergmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir og barnabörn. 4P + Þökkum auðsýnda samúð við andlát ELÍSU JÓNSDÓTTUR frá Dynjanda, Arnarfirði. ^ Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. f Lokað Lokað eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 10. maí, vegna jarðarfarar ÍVARS ARNORSSONAR. ALP bflaverkstæðið, ALP bflaleigan, Borgarfell hf. * Lokað Lokað í dag, þriðjudacjinn 10. maí, milli kl. 12 og 16 vegna jarðarfarar IVARS ARNORSSONAR. íslakk hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.